Forsætisráðherra segir ástæðulaust að hafa áhyggjur af litakóðunarkerfinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2021 12:39 Katrín Jakobsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sátu fyrir svörum eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Staðreyndin er sú að jafnvel þótt nýtt litakóðunarkerfi tæki gildi í dag er staðan í Evrópu þannig að allir þyrftu að sæta tvöfaldri skimun og sóttkví við komuna hingað til lands og framvísa neikvæðu PCR-prófi. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi nú í morgun, spurð um spurningar sem hafa vaknað um kerfið. Litakóðununarkerfið mun taka gildi 1. maí næstkomandi og felur í sér að þeir sem koma frá ríkjum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þarf ekki að sæta tvöfaldri skimun og sóttkví, heldur nægir að framvísa neikvæðu PCR-prófi á brottfararstað og fara í eina skimun við komun til landsins. Fái fólk neikvætt svar úr þeirri skimun er það frjálst ferða sinna. Meðal þeirra sem lýst hafa yfir áhyggjum af kerfinu er Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en Katrín segir stjórnvöld eiga eftir að funda með sóttvarnayfirvöldum til að útfæra ýmis atriði, til að mynda hvað eigi að gera þegar svæði innan ríkja eru flokkuð með mismunandi hætti, það er að segja eitt grænt en annað rautt, svo dæmi sé nefnt. Þá þurfi að skoða hvernig tryggja megi að fólk sé að segja satt um það hvaðan það er að koma. Í skoðun hvaða vottorð verða tekin gild Katrín segir stjórnvöld hafa stigið varlega til jarðar varðandi aðgerðir á landamærunum. Spurð að því hvort hún sjái fyrir sér að breyttar aðstæður, til dæmis hvað varðar faraldurinn og bólusetningar hérlendis, gætu haft áhrif á tímasetninguna 1. maí, segist hún hafa meiri áhyggjur af nýjum afbrigðum. Vel komi til greina að fjölga starfsmönnum í landamæraeftirlitinu í Keflavík. Fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að nýja litakóðunarkerfið verði til þess að fólk streymi til landsins, þar sem aðstæður erlendis séu með þeim hætti að núgildandi takmarkanir giltu hvort eð er. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var eftir ríkisstjórnarfundinn spurð út í ákvörðunina um að taka gild bólusetningarvottorð utan Schengen. Sagði hún lagt upp með að treysta bólusetningarferlinu og vottorðunum og að láta sömu reglur gilda um Bretland og Þýskaland, til dæmis. Reglurnar taka gildi í lok næstu viku en ráðherra sagði verið að útfæra hvaða vottorð nákvæmlega yrðu gild. Það væri verkefni sóttvarnalæknis en líklega yrði miðað við bólusetningar með bóluefnum sem hefðu verið samþykkt af Lyfjastofnun Evrópu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04 Ísland enn eina „græna“ land álfunnar Aftur er Ísland eina land Evrópu sem skilgreint er sem „grænt“ á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Auk Íslands eru tvö fylki í Noregi skilgreind sem „græn“. 19. mars 2021 07:59 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi nú í morgun, spurð um spurningar sem hafa vaknað um kerfið. Litakóðununarkerfið mun taka gildi 1. maí næstkomandi og felur í sér að þeir sem koma frá ríkjum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þarf ekki að sæta tvöfaldri skimun og sóttkví, heldur nægir að framvísa neikvæðu PCR-prófi á brottfararstað og fara í eina skimun við komun til landsins. Fái fólk neikvætt svar úr þeirri skimun er það frjálst ferða sinna. Meðal þeirra sem lýst hafa yfir áhyggjum af kerfinu er Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en Katrín segir stjórnvöld eiga eftir að funda með sóttvarnayfirvöldum til að útfæra ýmis atriði, til að mynda hvað eigi að gera þegar svæði innan ríkja eru flokkuð með mismunandi hætti, það er að segja eitt grænt en annað rautt, svo dæmi sé nefnt. Þá þurfi að skoða hvernig tryggja megi að fólk sé að segja satt um það hvaðan það er að koma. Í skoðun hvaða vottorð verða tekin gild Katrín segir stjórnvöld hafa stigið varlega til jarðar varðandi aðgerðir á landamærunum. Spurð að því hvort hún sjái fyrir sér að breyttar aðstæður, til dæmis hvað varðar faraldurinn og bólusetningar hérlendis, gætu haft áhrif á tímasetninguna 1. maí, segist hún hafa meiri áhyggjur af nýjum afbrigðum. Vel komi til greina að fjölga starfsmönnum í landamæraeftirlitinu í Keflavík. Fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að nýja litakóðunarkerfið verði til þess að fólk streymi til landsins, þar sem aðstæður erlendis séu með þeim hætti að núgildandi takmarkanir giltu hvort eð er. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var eftir ríkisstjórnarfundinn spurð út í ákvörðunina um að taka gild bólusetningarvottorð utan Schengen. Sagði hún lagt upp með að treysta bólusetningarferlinu og vottorðunum og að láta sömu reglur gilda um Bretland og Þýskaland, til dæmis. Reglurnar taka gildi í lok næstu viku en ráðherra sagði verið að útfæra hvaða vottorð nákvæmlega yrðu gild. Það væri verkefni sóttvarnalæknis en líklega yrði miðað við bólusetningar með bóluefnum sem hefðu verið samþykkt af Lyfjastofnun Evrópu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04 Ísland enn eina „græna“ land álfunnar Aftur er Ísland eina land Evrópu sem skilgreint er sem „grænt“ á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Auk Íslands eru tvö fylki í Noregi skilgreind sem „græn“. 19. mars 2021 07:59 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
„Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04
Ísland enn eina „græna“ land álfunnar Aftur er Ísland eina land Evrópu sem skilgreint er sem „grænt“ á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Auk Íslands eru tvö fylki í Noregi skilgreind sem „græn“. 19. mars 2021 07:59
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent