Ung kona fékk blóðtappa eftir bólusetningu Sylvía Hall skrifar 19. mars 2021 18:39 Konan fékk blóðtappa eftir bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Vísir/Vilhelm Ung íslensk kona sem nýlega var bólusett með AstraZeneca hér á landi liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið blóðtappa. Sóttvarnalæknir segir að hlé verði áfram á bólusetningum með efninu þótt Lyfjastofnun Evrópu hafi gefið grænt ljós á notkun þess á ný. Lyfjastofnun barst í gær tilkynning um mögulega aukaverkun af bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Í svari frá Lyfjastofnun vegna málsins kemur fram að um einstakling hafi verið að ræða sem greindist með blóðtappa í lungum. Leggja þurfti hann inn á sjúkrahús og var ástand hans lífshættulegt. Þetta er sjötta tilkynningin sem berst um alvarlega aukaverkun eftir bólusetningu með bóluefninu. Tvær tilkynninganna hafa varðað blóðtappa. Greint var frá því í gær að rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telji að blóðtappar séu heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu. Rannsókn þeirra hafi staðfest að ónæmissvar við bóluefninu hafi valdið blæðingunum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir Ísland fylgja öðrum Norðurlöndum í því að gera frekari athuganir á áhættuþáttum.Vísir/Vilhelm Vilja gera frekari athuganir Byrjað var að bólusetja á ný víða um Evrópu í dag með bóluefni AstraZeneca eftir að Lyfjastofnun Evrópu gaf það út að hún teldi það óhætt. Nokkrir dagar eru síðan að mörg Evrópuríki gerðu hlé á bólusetningu með bóluefninu vegna tilkynninga um blóðtappa eftir sprautuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir Íslendinga vilja gera frekari athuganir áður en byrjað verður að bólusetja aftur með bóluefninu. „Við höfum ákveðið að vera með flestum hinna Norðurlandanna í því að kanna betur áhættuþættina.“ Þannig sé hægt að fá betri hugmynd um hvaða hópa sé óhætt að bólusetja með bóluefninu. Hann á von á að niðurstaðan liggi fyrir í næstu viku. Þá segir Þórólfur koma til greina að nota ekki bóluefni AstraZeneca fyrir ákveðna hópa. „Það virðist vera eins og staðan er núna að það séu einkum konur yngri en fimmtíu ára sem eru að fá þessi blóðsegavandamál og blæðingar og við þurfum bara að kanna það betur. Er einhver ákveðinn hópur þar. Eru karlmenn þar undir líka og svo framvegis. Þannig að við getum forðast að bólusetja ákveðna hópa,“ segir Þórólfur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. 18. mars 2021 12:30 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Lyfjastofnun barst í gær tilkynning um mögulega aukaverkun af bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Í svari frá Lyfjastofnun vegna málsins kemur fram að um einstakling hafi verið að ræða sem greindist með blóðtappa í lungum. Leggja þurfti hann inn á sjúkrahús og var ástand hans lífshættulegt. Þetta er sjötta tilkynningin sem berst um alvarlega aukaverkun eftir bólusetningu með bóluefninu. Tvær tilkynninganna hafa varðað blóðtappa. Greint var frá því í gær að rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telji að blóðtappar séu heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu. Rannsókn þeirra hafi staðfest að ónæmissvar við bóluefninu hafi valdið blæðingunum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir Ísland fylgja öðrum Norðurlöndum í því að gera frekari athuganir á áhættuþáttum.Vísir/Vilhelm Vilja gera frekari athuganir Byrjað var að bólusetja á ný víða um Evrópu í dag með bóluefni AstraZeneca eftir að Lyfjastofnun Evrópu gaf það út að hún teldi það óhætt. Nokkrir dagar eru síðan að mörg Evrópuríki gerðu hlé á bólusetningu með bóluefninu vegna tilkynninga um blóðtappa eftir sprautuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir Íslendinga vilja gera frekari athuganir áður en byrjað verður að bólusetja aftur með bóluefninu. „Við höfum ákveðið að vera með flestum hinna Norðurlandanna í því að kanna betur áhættuþættina.“ Þannig sé hægt að fá betri hugmynd um hvaða hópa sé óhætt að bólusetja með bóluefninu. Hann á von á að niðurstaðan liggi fyrir í næstu viku. Þá segir Þórólfur koma til greina að nota ekki bóluefni AstraZeneca fyrir ákveðna hópa. „Það virðist vera eins og staðan er núna að það séu einkum konur yngri en fimmtíu ára sem eru að fá þessi blóðsegavandamál og blæðingar og við þurfum bara að kanna það betur. Er einhver ákveðinn hópur þar. Eru karlmenn þar undir líka og svo framvegis. Þannig að við getum forðast að bólusetja ákveðna hópa,“ segir Þórólfur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. 18. mars 2021 12:30 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13
Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. 18. mars 2021 12:30