Ung kona fékk blóðtappa eftir bólusetningu Sylvía Hall skrifar 19. mars 2021 18:39 Konan fékk blóðtappa eftir bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Vísir/Vilhelm Ung íslensk kona sem nýlega var bólusett með AstraZeneca hér á landi liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið blóðtappa. Sóttvarnalæknir segir að hlé verði áfram á bólusetningum með efninu þótt Lyfjastofnun Evrópu hafi gefið grænt ljós á notkun þess á ný. Lyfjastofnun barst í gær tilkynning um mögulega aukaverkun af bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Í svari frá Lyfjastofnun vegna málsins kemur fram að um einstakling hafi verið að ræða sem greindist með blóðtappa í lungum. Leggja þurfti hann inn á sjúkrahús og var ástand hans lífshættulegt. Þetta er sjötta tilkynningin sem berst um alvarlega aukaverkun eftir bólusetningu með bóluefninu. Tvær tilkynninganna hafa varðað blóðtappa. Greint var frá því í gær að rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telji að blóðtappar séu heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu. Rannsókn þeirra hafi staðfest að ónæmissvar við bóluefninu hafi valdið blæðingunum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir Ísland fylgja öðrum Norðurlöndum í því að gera frekari athuganir á áhættuþáttum.Vísir/Vilhelm Vilja gera frekari athuganir Byrjað var að bólusetja á ný víða um Evrópu í dag með bóluefni AstraZeneca eftir að Lyfjastofnun Evrópu gaf það út að hún teldi það óhætt. Nokkrir dagar eru síðan að mörg Evrópuríki gerðu hlé á bólusetningu með bóluefninu vegna tilkynninga um blóðtappa eftir sprautuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir Íslendinga vilja gera frekari athuganir áður en byrjað verður að bólusetja aftur með bóluefninu. „Við höfum ákveðið að vera með flestum hinna Norðurlandanna í því að kanna betur áhættuþættina.“ Þannig sé hægt að fá betri hugmynd um hvaða hópa sé óhætt að bólusetja með bóluefninu. Hann á von á að niðurstaðan liggi fyrir í næstu viku. Þá segir Þórólfur koma til greina að nota ekki bóluefni AstraZeneca fyrir ákveðna hópa. „Það virðist vera eins og staðan er núna að það séu einkum konur yngri en fimmtíu ára sem eru að fá þessi blóðsegavandamál og blæðingar og við þurfum bara að kanna það betur. Er einhver ákveðinn hópur þar. Eru karlmenn þar undir líka og svo framvegis. Þannig að við getum forðast að bólusetja ákveðna hópa,“ segir Þórólfur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. 18. mars 2021 12:30 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Lyfjastofnun barst í gær tilkynning um mögulega aukaverkun af bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Í svari frá Lyfjastofnun vegna málsins kemur fram að um einstakling hafi verið að ræða sem greindist með blóðtappa í lungum. Leggja þurfti hann inn á sjúkrahús og var ástand hans lífshættulegt. Þetta er sjötta tilkynningin sem berst um alvarlega aukaverkun eftir bólusetningu með bóluefninu. Tvær tilkynninganna hafa varðað blóðtappa. Greint var frá því í gær að rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telji að blóðtappar séu heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu. Rannsókn þeirra hafi staðfest að ónæmissvar við bóluefninu hafi valdið blæðingunum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir Ísland fylgja öðrum Norðurlöndum í því að gera frekari athuganir á áhættuþáttum.Vísir/Vilhelm Vilja gera frekari athuganir Byrjað var að bólusetja á ný víða um Evrópu í dag með bóluefni AstraZeneca eftir að Lyfjastofnun Evrópu gaf það út að hún teldi það óhætt. Nokkrir dagar eru síðan að mörg Evrópuríki gerðu hlé á bólusetningu með bóluefninu vegna tilkynninga um blóðtappa eftir sprautuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir Íslendinga vilja gera frekari athuganir áður en byrjað verður að bólusetja aftur með bóluefninu. „Við höfum ákveðið að vera með flestum hinna Norðurlandanna í því að kanna betur áhættuþættina.“ Þannig sé hægt að fá betri hugmynd um hvaða hópa sé óhætt að bólusetja með bóluefninu. Hann á von á að niðurstaðan liggi fyrir í næstu viku. Þá segir Þórólfur koma til greina að nota ekki bóluefni AstraZeneca fyrir ákveðna hópa. „Það virðist vera eins og staðan er núna að það séu einkum konur yngri en fimmtíu ára sem eru að fá þessi blóðsegavandamál og blæðingar og við þurfum bara að kanna það betur. Er einhver ákveðinn hópur þar. Eru karlmenn þar undir líka og svo framvegis. Þannig að við getum forðast að bólusetja ákveðna hópa,“ segir Þórólfur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. 18. mars 2021 12:30 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13
Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. 18. mars 2021 12:30