Sagði að án takmarkana á kjörsókn muni Repúblikanar tapa um árabil Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2021 22:52 Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz segir gífurlega mikilvægt fyrir Repúblikana að gera fólki erfiðara að kjósa. Getty/Tasos Katopodis Öldungadeildarþingmaðurinn bandaríski Ted Cruz segir Demókrata ætla sér að veita milljónum ólöglegra innflytjenda, barnaníðingum og öðrum glæpamönnum kosningarétt. Þannig muni Demókratar tryggja yfirráð sínum í kosningum vestanhafs um árabil. Nái Demókratar markmiðum sínum myndu Repúblikanar tapa kosningum næstu áratugina. Þetta sagði Cruz í símtali við ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í síðustu viku, samkvæmt AP fréttaveitunni, sem hefur komið höndum yfir upptöku af símtalinu. Hann sagði Repúblikana verða að standa í hárinu á Demókrötum og sagði ekkert ráðrúm til málamiðlunar. Repúblikanar á ríkisþingum Bandaríkjanna vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum. Repúblikanar hafa leitað áherslumála í kjölfar forsetatíðar Trumps og virðast hafa fundið eitt slíkt og segjast vera að vernda heillindi kosninga í Bandaríkjunum. Sjá einnig: McConnell varar við „sviðinni jörð“ í öldungadeildinni Aðgerðir þeirra byggja á þeim ósannindum að umfangsmikið kosningasvindl í forsetakosningunum í nóvember hafi kostað Donald Trump endurkjör. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og fjölmörg dómsmál hafa Repúblikanar ekki getað fært sannanir fyrir ásökunum sínum og hafa þess í stað byrjað að tala um hve margir kjósendur í Bandaríkjunum beri lítið traust til kosninga þar. Þann skort á trausti má þó rekja til ósanninda Trumps og bandamanna hans og er Ted Cruz einn þeirra sem hefur farið ósönnum orðum um framkvæmd forsetakosninganna í fyrra. Rúmlega 250 frumvörp hafa verið lögð fram í minnst 43 ríkjum Bandaríkjanna. Samhliða því vinna Demókratar að því frumvarpi sem gera á fólki auðveldara að kjósa og meðal annars notast við utankjörfundaratkvæði. Frumvarp Demókrata, sem kallast H.R.1, myndi einnig gera alríkinu mögulegt að stöðva aðgerðir ríkja sem eiga að gera fólki erfiðara að kjósa. Baráttan um kosningaréttinn í Bandaríkjunum er í augum forsvarsmanna beggja flokka spurning um líf og dauða. Repúblikanar hafa lengi staðið í þeirri trú að þeir hagnist á lágri kjörsókn og að Demókratar græði á mikilli kjörsókn. Því hafa íhaldsmenn lagt mikið púður í að draga úr kjörsókn og þær aðgerðir hafa hvað mest komið niður á þeldökkum Bandaríkjamönnum af afrískum og spænskum uppruna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þeir hafa verið líklegri til að kjósa Demókrata en Repúblikana. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Nái Demókratar markmiðum sínum myndu Repúblikanar tapa kosningum næstu áratugina. Þetta sagði Cruz í símtali við ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í síðustu viku, samkvæmt AP fréttaveitunni, sem hefur komið höndum yfir upptöku af símtalinu. Hann sagði Repúblikana verða að standa í hárinu á Demókrötum og sagði ekkert ráðrúm til málamiðlunar. Repúblikanar á ríkisþingum Bandaríkjanna vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum. Repúblikanar hafa leitað áherslumála í kjölfar forsetatíðar Trumps og virðast hafa fundið eitt slíkt og segjast vera að vernda heillindi kosninga í Bandaríkjunum. Sjá einnig: McConnell varar við „sviðinni jörð“ í öldungadeildinni Aðgerðir þeirra byggja á þeim ósannindum að umfangsmikið kosningasvindl í forsetakosningunum í nóvember hafi kostað Donald Trump endurkjör. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og fjölmörg dómsmál hafa Repúblikanar ekki getað fært sannanir fyrir ásökunum sínum og hafa þess í stað byrjað að tala um hve margir kjósendur í Bandaríkjunum beri lítið traust til kosninga þar. Þann skort á trausti má þó rekja til ósanninda Trumps og bandamanna hans og er Ted Cruz einn þeirra sem hefur farið ósönnum orðum um framkvæmd forsetakosninganna í fyrra. Rúmlega 250 frumvörp hafa verið lögð fram í minnst 43 ríkjum Bandaríkjanna. Samhliða því vinna Demókratar að því frumvarpi sem gera á fólki auðveldara að kjósa og meðal annars notast við utankjörfundaratkvæði. Frumvarp Demókrata, sem kallast H.R.1, myndi einnig gera alríkinu mögulegt að stöðva aðgerðir ríkja sem eiga að gera fólki erfiðara að kjósa. Baráttan um kosningaréttinn í Bandaríkjunum er í augum forsvarsmanna beggja flokka spurning um líf og dauða. Repúblikanar hafa lengi staðið í þeirri trú að þeir hagnist á lágri kjörsókn og að Demókratar græði á mikilli kjörsókn. Því hafa íhaldsmenn lagt mikið púður í að draga úr kjörsókn og þær aðgerðir hafa hvað mest komið niður á þeldökkum Bandaríkjamönnum af afrískum og spænskum uppruna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þeir hafa verið líklegri til að kjósa Demókrata en Repúblikana.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira