Napoli heimsótti AS Roma í síðasta leik helgarinnar en liðin voru jöfn að stigum í 5. og 6.sæti deildarinnar þegar kom að leiknum í kvöld.
Gestirnir gerðu út um leikinn með tveimur mörkum seint í fyrri hálfleik.
Bæði voru þau skoruð af belgíska sóknarmanninum Dries Mertens sem tryggði Napoli þar með 0-2 sigur og fimmta sætið um stund hið minnsta.
Á sama tíma var leikið í Serie B þar sem Birkir Bjarnason og félagar í Brescia biðu lægri hlut fyrir Salernitana, 1-0. Hólmbert Aron Friðjónsson sat allan tímann á varamannabekk Brescia.