Þetta segir þýska blaðið Bild í dag en Mönchengladbach hefur ekki staðfest ráðninguna.
Alonso tekur við Mönchengladbach af Marco Rose sem tekur við Dortmund í sumar.
Alonso þekkir vel til í Þýskalandi þar sem hann var leikmaður Bayern Münhcen á árunum 2014-2017. Hann lagði svo skóna á hilluna og byrjaði að þjálfa hjá yngri liðum Real Madrid.
Alonso, sem er 39 ára, tók við varaliði Real Sociedad árið 2019 og er með liðið á toppi spænsku C-deildarinnar.
Á ferli sínum sem leikmaður varð Alonso meðal annars Evrópumeistari með Liverpool og Real Madrid, Spánarmeistari, Þýskalandsmeistari í þrígang með Bayern, og tvöfaldur Evrópumeistari og heimsmeistari með spænska landsliðinu.