Lárus: Set spurningarmerki við vinnubrögð dómaranefndar Árni Jóhannsson skrifar 22. mars 2021 20:40 Lárus er að gera góða hluti í Þorlákshöfn. vísir/hulda margrét Lárus var sáttur við sigur sinna manna á ÍR í kvöld en hafði áhyggjur af töpuðum boltum hjá sínum mönnum. Leikar enduðu 98-104 og Þór Þ. fer í annað sætið. Hann þurfti síðan að ræða kæru dómaranefndar á Adomas Drungilas og setur stórt spurningarmerki við verklagið hjá nefndinni. „Vörnin hjá ÍR var bara mjög þétt og þeir þröngvuðu okkur í rosalega marga bolta en við töpuðum 24 töpuðum boltum. Mér finnst eiginlega ótrúlegt að við höfum unnið leikinn eftir að hafa tapað 24 boltum“, voru fyrstu viðbrögð Lárusar Jónssonar þegar hann var spurður að því hvað hefði skilað sigri Þórs frá Þorlákshöfn í Seljaskóla í kvöld. Hann hélt áfram: „Mér fannst svo vörnin hjá okkur í fjórða leikhluta loka þessum leik þar sem við héldum þeim í 15 stigum. Svo fórum við að frákasta betur. Við vorum að ná sóknarfráköstum sem gáfu okkur annan séns og að endingu gaf það okkur slagkraft til að klára leikinn.“ Lárus var síðan spurður að því hvort það væri eitthvað sem hann þyrfti að hafa áhyggjur af einhverju fyrir komandi leiki eftir að hafa séð sína menn í kvöld. „Já tapaðir boltar. Við þurfum að passa upp á boltann betur.“ Dómaranefnd hefur kært Adomas Drungilas, leikmann Þórs, fyrir atvik sem gerðist í leiknum á móti Stjörnunni í seinustu umferð. Þórsara fréttu af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld og er óhætt að segja að Lárusi finnist vinnubrögðin skrýtin. „Dómaranefnd er að kæra atvik sem er augljóslega er óviljaverk hjá Adomas. Það er mjög skrýtið, því að við vitum ekki almennilega hvaða atriði dómaranefnd er að velja til að kæra en við höldum að atvikið sem um ræðir sé algjört óviljaverk. Ég hef rætt við dómaranefndina varðandi atriði þar sem menn eru að gera hluti viljandi en það er látið kjurt liggja.“ „Svo er annað sem mér finnst mjög skrýtið en við fréttum fyrst af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þannig að fjölmiðlar vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað atvik fyrir áður en þeir aðilar sem eiga hlut í máli fá að vita af því. Þannig að ég þarf að setja stór spurningarmerki við vinnubrögðin hjá dómaranefndinni. Hver er tilgangurinn að fjölmiðlar viti af þessu áður en að við fáum að vita af málinu. Við fengum kæruna á hádegi á laugardegi en það er fjallað um þetta í Körfuboltakvöldi klukkan hálf ellefur á föstudagskvöldi. Það er það fyrsta sem við vitum um málið. Ég set stórt spurningarmerki við þetta. “ Lárus var þá næst spurður út í atvik sem gerðist í leiknum sem var að klárast en Zvonko Buljan braut mjög harkalega á Drungilas. Munu Þórsarar ræða við dómaranefndina um það atvik? „Ég bara veit það ekki. Ég veit ekki hvernig vinnubrögðin eru. Hvort dómararnir ákveða þetta sjálfir eða að nefndin skoði þetta. Það er bara ein leið fyrir aðila í Körfuboltakvöldi til að vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað fyrir. Hverjir eru það sem láta Körfuboltakvöld fá þessar upplýsingar? Það þurfa einhverjir að svara þessum spurningum.“ Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 98-104| Þór frá Þorlákshöfn endurheimti 2. sætið eftir kaflaskiptan leik Þór Þ. vann ÍR í leik sem best er lýst sem kaflaskiptum en á endanum skiptir máli að skora fleiri stig en andstæðingurinn og það gerði Þór Þ. 22. mars 2021 20:00 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
„Vörnin hjá ÍR var bara mjög þétt og þeir þröngvuðu okkur í rosalega marga bolta en við töpuðum 24 töpuðum boltum. Mér finnst eiginlega ótrúlegt að við höfum unnið leikinn eftir að hafa tapað 24 boltum“, voru fyrstu viðbrögð Lárusar Jónssonar þegar hann var spurður að því hvað hefði skilað sigri Þórs frá Þorlákshöfn í Seljaskóla í kvöld. Hann hélt áfram: „Mér fannst svo vörnin hjá okkur í fjórða leikhluta loka þessum leik þar sem við héldum þeim í 15 stigum. Svo fórum við að frákasta betur. Við vorum að ná sóknarfráköstum sem gáfu okkur annan séns og að endingu gaf það okkur slagkraft til að klára leikinn.“ Lárus var síðan spurður að því hvort það væri eitthvað sem hann þyrfti að hafa áhyggjur af einhverju fyrir komandi leiki eftir að hafa séð sína menn í kvöld. „Já tapaðir boltar. Við þurfum að passa upp á boltann betur.“ Dómaranefnd hefur kært Adomas Drungilas, leikmann Þórs, fyrir atvik sem gerðist í leiknum á móti Stjörnunni í seinustu umferð. Þórsara fréttu af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld og er óhætt að segja að Lárusi finnist vinnubrögðin skrýtin. „Dómaranefnd er að kæra atvik sem er augljóslega er óviljaverk hjá Adomas. Það er mjög skrýtið, því að við vitum ekki almennilega hvaða atriði dómaranefnd er að velja til að kæra en við höldum að atvikið sem um ræðir sé algjört óviljaverk. Ég hef rætt við dómaranefndina varðandi atriði þar sem menn eru að gera hluti viljandi en það er látið kjurt liggja.“ „Svo er annað sem mér finnst mjög skrýtið en við fréttum fyrst af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þannig að fjölmiðlar vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað atvik fyrir áður en þeir aðilar sem eiga hlut í máli fá að vita af því. Þannig að ég þarf að setja stór spurningarmerki við vinnubrögðin hjá dómaranefndinni. Hver er tilgangurinn að fjölmiðlar viti af þessu áður en að við fáum að vita af málinu. Við fengum kæruna á hádegi á laugardegi en það er fjallað um þetta í Körfuboltakvöldi klukkan hálf ellefur á föstudagskvöldi. Það er það fyrsta sem við vitum um málið. Ég set stórt spurningarmerki við þetta. “ Lárus var þá næst spurður út í atvik sem gerðist í leiknum sem var að klárast en Zvonko Buljan braut mjög harkalega á Drungilas. Munu Þórsarar ræða við dómaranefndina um það atvik? „Ég bara veit það ekki. Ég veit ekki hvernig vinnubrögðin eru. Hvort dómararnir ákveða þetta sjálfir eða að nefndin skoði þetta. Það er bara ein leið fyrir aðila í Körfuboltakvöldi til að vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað fyrir. Hverjir eru það sem láta Körfuboltakvöld fá þessar upplýsingar? Það þurfa einhverjir að svara þessum spurningum.“
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 98-104| Þór frá Þorlákshöfn endurheimti 2. sætið eftir kaflaskiptan leik Þór Þ. vann ÍR í leik sem best er lýst sem kaflaskiptum en á endanum skiptir máli að skora fleiri stig en andstæðingurinn og það gerði Þór Þ. 22. mars 2021 20:00 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 98-104| Þór frá Þorlákshöfn endurheimti 2. sætið eftir kaflaskiptan leik Þór Þ. vann ÍR í leik sem best er lýst sem kaflaskiptum en á endanum skiptir máli að skora fleiri stig en andstæðingurinn og það gerði Þór Þ. 22. mars 2021 20:00