Ólafur: Vorum sjálfum okkur til skammar Smári Jökull Jónsson skrifar 22. mars 2021 22:35 Ólafur Ólafsson var ekki sáttur í kvöld. vísir/daníel Ólafur Ólafsson ræddi við Svala Björgvinsson að leik loknum í kvöld og var hreinskilinn um slaka frammistöðu Grindvíkinga í tapinu gegn grönnunum í Keflavík. „Þetta er örugglega slakasti hálfleikur sem ég hef spilað fyrir Grindavík síðan ég byrjaði í þessu. Við mættum engan veginn tilbúnir og létum þá valta yfir okkur á fyrstu mínútunum. Vorum andlausir og ætluðum svo eitthvað að reyna að pikka það upp í öðrum leikhluta og þá kom eitthvað. Þú getur ekki sleppt einum leikhluta gegn svona góðu liði eins og Keflavík,“ sagði Ólafur. Eftir fyrsta leikhlutann í kvöld var staðan 39-7, sjaldséðar tölur í Domino´s deildinni. „Ef við hefðum mætt tilbúnir hefðum við mögulega unnið. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera og það er stór munur að mæta svona gegn neðsta liðinu, með fullri virðingu fyrir Haukum, en gegn toppliðinu. Það er miklu erfiðara að brjóta toppliðið og þeir bara völtuðu yfir okkur í kvöld og við vorum sjálfum okkur til skammar á tímabili.“ Ólafur ræddi um andleysi í liðinu og sagði það eitthvað sem Grindvíkingar hefðu rætt í vetur. „Við erum búnir að tala um þetta, það er eitthvað bölvað andleysi á bekknum eða eitthvað. Það eru allir aðrir bekkir að fagna en við erum bara með hausinn niðri í einhverir fýlu því við erum ekki að spila, ég veit ekki hvað það er.“ „Ég skal glaður byrja útaf ef einhverjir verða ánægðir, ég get alveg spilað 10 mínútur og verið hvetjandi á bekknum. Við þurfum að breyta þessu andlega, við erum andlausir strax í upphitun og mér finnst þetta bara glatað.“ Ólafur tók sig alls ekki út fyrir sviga þegar hann ræddi um frammistöðu liðsins og sagði alla hafa átt slæman dag. „Vonandi getum við litið á sjálfa okkur í spegli og litið í eigin barm. Ég var ógeðslega lélegur, ætlaði að pikka þeta upp í öðrum leikhluta og í seinni hálfleik. Ég var ekkert betri en hinir, við vorum allir ógeðslega lélegir í kvöld og þurfum bara að líta inn á við og mæta svo bara tilbúnir á æfingu því það er ekkert gefið í þessari deild. Við gætum alveg verið komnir í 10.sæti eftir 2 vikur.“ Næsti leikur Grindvíkinga er á föstudag þegar þeir taka á móti Njarðvíkingum. „Við lítum í eigin barm og svekkjum okkur í kvöld. Þegar morgundagurinn kemur þá einbeitum við okkur að Njarðvík, okkar vantar öll stig sem við getum fengið. Við getum ekkert verið að slaka á og haldið að þetta sé komið því við komum voða flott til baka gegn Haukum. Við þurfum bara að finna þennan neista í liðinu sem er til, við verðum bara að gera það,“ sagði Ólafur að lokum. Dominos-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
„Þetta er örugglega slakasti hálfleikur sem ég hef spilað fyrir Grindavík síðan ég byrjaði í þessu. Við mættum engan veginn tilbúnir og létum þá valta yfir okkur á fyrstu mínútunum. Vorum andlausir og ætluðum svo eitthvað að reyna að pikka það upp í öðrum leikhluta og þá kom eitthvað. Þú getur ekki sleppt einum leikhluta gegn svona góðu liði eins og Keflavík,“ sagði Ólafur. Eftir fyrsta leikhlutann í kvöld var staðan 39-7, sjaldséðar tölur í Domino´s deildinni. „Ef við hefðum mætt tilbúnir hefðum við mögulega unnið. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera og það er stór munur að mæta svona gegn neðsta liðinu, með fullri virðingu fyrir Haukum, en gegn toppliðinu. Það er miklu erfiðara að brjóta toppliðið og þeir bara völtuðu yfir okkur í kvöld og við vorum sjálfum okkur til skammar á tímabili.“ Ólafur ræddi um andleysi í liðinu og sagði það eitthvað sem Grindvíkingar hefðu rætt í vetur. „Við erum búnir að tala um þetta, það er eitthvað bölvað andleysi á bekknum eða eitthvað. Það eru allir aðrir bekkir að fagna en við erum bara með hausinn niðri í einhverir fýlu því við erum ekki að spila, ég veit ekki hvað það er.“ „Ég skal glaður byrja útaf ef einhverjir verða ánægðir, ég get alveg spilað 10 mínútur og verið hvetjandi á bekknum. Við þurfum að breyta þessu andlega, við erum andlausir strax í upphitun og mér finnst þetta bara glatað.“ Ólafur tók sig alls ekki út fyrir sviga þegar hann ræddi um frammistöðu liðsins og sagði alla hafa átt slæman dag. „Vonandi getum við litið á sjálfa okkur í spegli og litið í eigin barm. Ég var ógeðslega lélegur, ætlaði að pikka þeta upp í öðrum leikhluta og í seinni hálfleik. Ég var ekkert betri en hinir, við vorum allir ógeðslega lélegir í kvöld og þurfum bara að líta inn á við og mæta svo bara tilbúnir á æfingu því það er ekkert gefið í þessari deild. Við gætum alveg verið komnir í 10.sæti eftir 2 vikur.“ Næsti leikur Grindvíkinga er á föstudag þegar þeir taka á móti Njarðvíkingum. „Við lítum í eigin barm og svekkjum okkur í kvöld. Þegar morgundagurinn kemur þá einbeitum við okkur að Njarðvík, okkar vantar öll stig sem við getum fengið. Við getum ekkert verið að slaka á og haldið að þetta sé komið því við komum voða flott til baka gegn Haukum. Við þurfum bara að finna þennan neista í liðinu sem er til, við verðum bara að gera það,“ sagði Ólafur að lokum.
Dominos-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira