Beckham segir að Inter Miami sé lið sem Ronaldo og Messi vilji spila fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2021 13:01 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa verið tveir allra bestu fótboltamenn heims í rúman áratug. Getty/Harold Cunningham David Beckham, meðeigandi í bandaríska fótboltafélaginu Inter Miami CF, segir að MLS-félagið ætli sér að ná í stór nöfn í næstu framtíð. Beckham ræddi framtíðarsýn Inter Miami í viðtali við ESPN en það er ljós á því að félagið vill vera góður valkostur fyrir stærstu nöfn fótboltans þegar þeir koma inn á lokakafla ferils síns. „Þegar við opinberuðum Miami liðið þá var umræðan alltaf um hvaða leikmenn við gætum fengið, hvort sem það var Ronaldo, Messi eða Neymar,“ sagði David Beckham. „Þetta var alltaf að fara að vera í umræðunni og í rauninni tel ég að það yrði ekki erfið ákvörðun að taka fyrir þessa leikmenn af því að þetta er frábær staður,“ sagði Beckham. Það lítur fyrir að gamli enski landsliðsmaðurinn sé bjartsýnn á því að Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo spili fyrir lið hans í framtíðinni. Beckham optimistic about signing Messi and Cristiano Ronaldo for Inter Miami.https://t.co/h9bhxRS9gr— AS English (@English_AS) March 22, 2021 Inter Miami er þegar kominn með nokkur þekkt nöfn í liðið sitt eins og Gonzalo Higuain, Blaise Matuidi og Rodolfo Pizarro. Liðið náði hins vegar bara tíunda sæti á fyrsta ári og datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Beckham nýtti sér ákvæði í samningi sínum við LA Galaxy til að eignast MLS-lið og félagið í Miami fékk síðan grænt ljós árið 2018. Beckham segir að staðsetningin í suður Flórída eigi að hjálpa félaginu að ná í leikmenn. „Þetta er auðvitað frábær borg og mér finnst við vera komin með góðan kjarna af stuðningsmönnum. Ég veit líka að það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í Miami og suður Flórída og þetta er frábært tækifæri til að nýta sér það. Miami er borg sem kallar til sín stóru fótboltastjörnurnar frá Evrópu,“ sagði Beckham. Beckham hefur líka trú á því að nýi þjálfarinn Phil Neville nái því besta út úr liðinu á tímabili tvö. Reynsla hans frá Manchester United hafi þar mikið um að segja. "Those are the type of players we aspire to bring to the club"David Beckham answers whether Lionel Messi or Cristiano Ronaldo could play for Inter Miami in the future and references the type of players Sir Alex Ferguson brought to Manchester United pic.twitter.com/YZoIKiCI8Z— Football Daily (@footballdaily) March 1, 2021 Fótbolti MLS Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Beckham ræddi framtíðarsýn Inter Miami í viðtali við ESPN en það er ljós á því að félagið vill vera góður valkostur fyrir stærstu nöfn fótboltans þegar þeir koma inn á lokakafla ferils síns. „Þegar við opinberuðum Miami liðið þá var umræðan alltaf um hvaða leikmenn við gætum fengið, hvort sem það var Ronaldo, Messi eða Neymar,“ sagði David Beckham. „Þetta var alltaf að fara að vera í umræðunni og í rauninni tel ég að það yrði ekki erfið ákvörðun að taka fyrir þessa leikmenn af því að þetta er frábær staður,“ sagði Beckham. Það lítur fyrir að gamli enski landsliðsmaðurinn sé bjartsýnn á því að Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo spili fyrir lið hans í framtíðinni. Beckham optimistic about signing Messi and Cristiano Ronaldo for Inter Miami.https://t.co/h9bhxRS9gr— AS English (@English_AS) March 22, 2021 Inter Miami er þegar kominn með nokkur þekkt nöfn í liðið sitt eins og Gonzalo Higuain, Blaise Matuidi og Rodolfo Pizarro. Liðið náði hins vegar bara tíunda sæti á fyrsta ári og datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Beckham nýtti sér ákvæði í samningi sínum við LA Galaxy til að eignast MLS-lið og félagið í Miami fékk síðan grænt ljós árið 2018. Beckham segir að staðsetningin í suður Flórída eigi að hjálpa félaginu að ná í leikmenn. „Þetta er auðvitað frábær borg og mér finnst við vera komin með góðan kjarna af stuðningsmönnum. Ég veit líka að það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í Miami og suður Flórída og þetta er frábært tækifæri til að nýta sér það. Miami er borg sem kallar til sín stóru fótboltastjörnurnar frá Evrópu,“ sagði Beckham. Beckham hefur líka trú á því að nýi þjálfarinn Phil Neville nái því besta út úr liðinu á tímabili tvö. Reynsla hans frá Manchester United hafi þar mikið um að segja. "Those are the type of players we aspire to bring to the club"David Beckham answers whether Lionel Messi or Cristiano Ronaldo could play for Inter Miami in the future and references the type of players Sir Alex Ferguson brought to Manchester United pic.twitter.com/YZoIKiCI8Z— Football Daily (@footballdaily) March 1, 2021
Fótbolti MLS Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira