Beckham segir að Inter Miami sé lið sem Ronaldo og Messi vilji spila fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2021 13:01 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa verið tveir allra bestu fótboltamenn heims í rúman áratug. Getty/Harold Cunningham David Beckham, meðeigandi í bandaríska fótboltafélaginu Inter Miami CF, segir að MLS-félagið ætli sér að ná í stór nöfn í næstu framtíð. Beckham ræddi framtíðarsýn Inter Miami í viðtali við ESPN en það er ljós á því að félagið vill vera góður valkostur fyrir stærstu nöfn fótboltans þegar þeir koma inn á lokakafla ferils síns. „Þegar við opinberuðum Miami liðið þá var umræðan alltaf um hvaða leikmenn við gætum fengið, hvort sem það var Ronaldo, Messi eða Neymar,“ sagði David Beckham. „Þetta var alltaf að fara að vera í umræðunni og í rauninni tel ég að það yrði ekki erfið ákvörðun að taka fyrir þessa leikmenn af því að þetta er frábær staður,“ sagði Beckham. Það lítur fyrir að gamli enski landsliðsmaðurinn sé bjartsýnn á því að Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo spili fyrir lið hans í framtíðinni. Beckham optimistic about signing Messi and Cristiano Ronaldo for Inter Miami.https://t.co/h9bhxRS9gr— AS English (@English_AS) March 22, 2021 Inter Miami er þegar kominn með nokkur þekkt nöfn í liðið sitt eins og Gonzalo Higuain, Blaise Matuidi og Rodolfo Pizarro. Liðið náði hins vegar bara tíunda sæti á fyrsta ári og datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Beckham nýtti sér ákvæði í samningi sínum við LA Galaxy til að eignast MLS-lið og félagið í Miami fékk síðan grænt ljós árið 2018. Beckham segir að staðsetningin í suður Flórída eigi að hjálpa félaginu að ná í leikmenn. „Þetta er auðvitað frábær borg og mér finnst við vera komin með góðan kjarna af stuðningsmönnum. Ég veit líka að það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í Miami og suður Flórída og þetta er frábært tækifæri til að nýta sér það. Miami er borg sem kallar til sín stóru fótboltastjörnurnar frá Evrópu,“ sagði Beckham. Beckham hefur líka trú á því að nýi þjálfarinn Phil Neville nái því besta út úr liðinu á tímabili tvö. Reynsla hans frá Manchester United hafi þar mikið um að segja. "Those are the type of players we aspire to bring to the club"David Beckham answers whether Lionel Messi or Cristiano Ronaldo could play for Inter Miami in the future and references the type of players Sir Alex Ferguson brought to Manchester United pic.twitter.com/YZoIKiCI8Z— Football Daily (@footballdaily) March 1, 2021 Fótbolti MLS Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Beckham ræddi framtíðarsýn Inter Miami í viðtali við ESPN en það er ljós á því að félagið vill vera góður valkostur fyrir stærstu nöfn fótboltans þegar þeir koma inn á lokakafla ferils síns. „Þegar við opinberuðum Miami liðið þá var umræðan alltaf um hvaða leikmenn við gætum fengið, hvort sem það var Ronaldo, Messi eða Neymar,“ sagði David Beckham. „Þetta var alltaf að fara að vera í umræðunni og í rauninni tel ég að það yrði ekki erfið ákvörðun að taka fyrir þessa leikmenn af því að þetta er frábær staður,“ sagði Beckham. Það lítur fyrir að gamli enski landsliðsmaðurinn sé bjartsýnn á því að Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo spili fyrir lið hans í framtíðinni. Beckham optimistic about signing Messi and Cristiano Ronaldo for Inter Miami.https://t.co/h9bhxRS9gr— AS English (@English_AS) March 22, 2021 Inter Miami er þegar kominn með nokkur þekkt nöfn í liðið sitt eins og Gonzalo Higuain, Blaise Matuidi og Rodolfo Pizarro. Liðið náði hins vegar bara tíunda sæti á fyrsta ári og datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Beckham nýtti sér ákvæði í samningi sínum við LA Galaxy til að eignast MLS-lið og félagið í Miami fékk síðan grænt ljós árið 2018. Beckham segir að staðsetningin í suður Flórída eigi að hjálpa félaginu að ná í leikmenn. „Þetta er auðvitað frábær borg og mér finnst við vera komin með góðan kjarna af stuðningsmönnum. Ég veit líka að það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í Miami og suður Flórída og þetta er frábært tækifæri til að nýta sér það. Miami er borg sem kallar til sín stóru fótboltastjörnurnar frá Evrópu,“ sagði Beckham. Beckham hefur líka trú á því að nýi þjálfarinn Phil Neville nái því besta út úr liðinu á tímabili tvö. Reynsla hans frá Manchester United hafi þar mikið um að segja. "Those are the type of players we aspire to bring to the club"David Beckham answers whether Lionel Messi or Cristiano Ronaldo could play for Inter Miami in the future and references the type of players Sir Alex Ferguson brought to Manchester United pic.twitter.com/YZoIKiCI8Z— Football Daily (@footballdaily) March 1, 2021
Fótbolti MLS Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira