Velski landsliðsmaðurinn er mögulega á leiðinni aftur í ensku úrvalsdeildina en það yrði örugglega mjög skrýtið fyrir marga að sjá hann í treyju Liverpool á næstu leiktíð.
Aaron Ramsey er þrítugur miðjumaður og hefur spilað með Juventus frá 2019 þegar hann fór fram Arsenal á frjálsri sölu. Hann hafði þá spilað með Arsenal í meira en áratug.
Could he be the missing ingredient for Liverpool? https://t.co/diaCYHY516
— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 23, 2021
Aaron Ramsey varð ítalskur meistari á sínu fyrsta tímabili með Juventus en það hefur ekki gengið eins vel hjá liðinu á þessu tímabili.
Ítalski vefurinn Calciomercato segir að Liverpool sé að íhuga það að kaupa velska miðjumaninn frá Juventus þar sem hann er með samning til 2023.
Liverpool er að skoða í kringum sig og leita að eftirmanni hollenska miðjumannsins Georginio Wijnaldum sem er væntanlega á förum þegar samningur hans rennur út í sumar. Wijnaldum semur líklegast við Barcelona ef marka má fréttir að utan.
NEW:
— The Anfield Talk (@TheAnfieldTalk) March 22, 2021
Liverpool are interested in bringing Aaron Ramsey back to the Premier League this summer. [Calciomercato] pic.twitter.com/XJi1Zuf0Ku
Liverpool hefur verið orðað við fleiri miðjumenn að undanförnu en það gæti verið góður kostur að ná í Ramsey sem á að baki meira en 250 leiki í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool er ekki eina enska liðið sem hefur áhuga því Calciomercato segir að hann sé líka inn í myndinni hjá West Ham og Tottenham. Það kemur hins vegar ekkert fram hvort að Arsenal sé áhugasamt um að kaupa hann frá Juventus eftir að hafa fengið ekkert fyrir hann þegar Ramsey fór sumarið 2019.