Einn greindist innanlands í gær Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2021 09:44 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, við Ráðherrabústaðinn í morgun. Vísir/Vilhelm Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, eftir fund hans með formönnum ríkisstjórnarflokkanna í Ráðherrabústaðnum í morgun. Enginn greindist á landamærunum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði til fundarins í morgun. Þórólfur sagði að á fundinum hefði farið yfir stöðuna á faraldrinum bæði hér á landi og erlendis og stöðuna varðandi til dæmis bóluefni og bólusetningar. Þórólfur sagði að næstu daga yrði fylgst með því hvort fólk utan sóttkvíar fari að greinast í auknum mæli með veiruna. Það muni stýra því hvort hann leggi til hertari aðgerðir innanlands. „Við erum að fylgjast með því hvort við förum að greina fólk utan sóttkvíar sem bendir þá til samfélagslegs smits og það er það sem mun stýra því frá minni hlið hvort ég komi með tillögur um einhverjar hertari aðgerðir. Þannig að ég bíð aðeins og sé til,“ sagði Þórólfur. Hann hefur hins vegar skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, minnisblaði varðandi aðgerðir á landamærunum. Hann sagði að þar væri ekki beinlínis verið að herða aðgerðir á landamærum heldur skerpa á nokkrum þáttum. Meðal annars leggur hann til að ferðalangar frá tilteknum áhættusvæðum verði skikkaðir til þess að dvelja í sóttvarnarhúsi í fimm daga sóttkvínni sem skylda er að fara í á milli landamæraskimananna tveggja. „Því við erum að sjá þessi smit sem eru að koma inn, þau koma í tengslum við það að fólk er ekki að halda fyrir sóttkví eins og það á að gera og við viljum reyna að girða fyrir það.“ Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan hálftíu, að loknum fundi Þórólfs með formönnunum þremur, og verður minnisblaðið til umræðu þar. Viðtal Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Þórólf má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, eftir fund hans með formönnum ríkisstjórnarflokkanna í Ráðherrabústaðnum í morgun. Enginn greindist á landamærunum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði til fundarins í morgun. Þórólfur sagði að á fundinum hefði farið yfir stöðuna á faraldrinum bæði hér á landi og erlendis og stöðuna varðandi til dæmis bóluefni og bólusetningar. Þórólfur sagði að næstu daga yrði fylgst með því hvort fólk utan sóttkvíar fari að greinast í auknum mæli með veiruna. Það muni stýra því hvort hann leggi til hertari aðgerðir innanlands. „Við erum að fylgjast með því hvort við förum að greina fólk utan sóttkvíar sem bendir þá til samfélagslegs smits og það er það sem mun stýra því frá minni hlið hvort ég komi með tillögur um einhverjar hertari aðgerðir. Þannig að ég bíð aðeins og sé til,“ sagði Þórólfur. Hann hefur hins vegar skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, minnisblaði varðandi aðgerðir á landamærunum. Hann sagði að þar væri ekki beinlínis verið að herða aðgerðir á landamærum heldur skerpa á nokkrum þáttum. Meðal annars leggur hann til að ferðalangar frá tilteknum áhættusvæðum verði skikkaðir til þess að dvelja í sóttvarnarhúsi í fimm daga sóttkvínni sem skylda er að fara í á milli landamæraskimananna tveggja. „Því við erum að sjá þessi smit sem eru að koma inn, þau koma í tengslum við það að fólk er ekki að halda fyrir sóttkví eins og það á að gera og við viljum reyna að girða fyrir það.“ Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan hálftíu, að loknum fundi Þórólfs með formönnunum þremur, og verður minnisblaðið til umræðu þar. Viðtal Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Þórólf má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira