Þjóðverjar skella í lás yfir páskana Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 11:44 Merkel kanslari fundaði með leiðtogum sambandslandanna sextán. Í kjölfarið kynnti landsstjórnin framlengingu sóttvarnaaðgerða. Vísir/EPA Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki. Nýgengi kórónuveirusmita í Þýskalandi er nú yfir hundrað manns á hverja hundrað þúsund íbúa. Tilkynnt hefur verið um hátt í 7.500 ný smit og 250 dauðsföll síðasta sólarhringinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Af þeim sökum segir Angela Merkel kanslari að núgildandi sóttvarnaðgerðir verði framlengdar til 18. apríl. Enn strangari samkomutakmarkanir verða í gildi dagana 1.-5. apríl og verður flestum verslunum gert að loka. Trúarathöfnum sem fara fram í persónu verður aflýst og stórar fjölskyldusamkomur verða bannaðar. „Veldisvöxtur er í smitum og gjörgæslurúm eru aftur að fyllast,“ sagði Merkel þegar hún kynnti aðgerðirnar í dag. Ákvörðunin var tekin eftir fund hennar með leiðtogum sambandslandanna sextán. Fyrr í þessum mánuði höfðu sömu leiðtogar sammælst um að byrja á að slaka varfærnislega á takmörkunum. Breska afbrigði kórónuveirunnar breiðist nú um Þýskaland og líkti Merkel því við að glíma við nýja veiru sem er mun banvænni og meira smitandi en sú upprunalega. Sagði hún stöðuna í faraldrinum alvarlega. Ástandið í nágrannaríkinu Póllandi er enn svartara. Þar er smittíðnin þrefalt meiri en í Þýskalandi. Í Frakklandi glíma stjórnvöld einnig við þriðju bylgju faraldursins. Fleiri en 470 manns voru lagðir inn á gjörgæslu með Covid-19 þar síðasta sólarhringinn. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gætu lagt fjársektir á þá sem reyna að ferðast frá Englandi Breska ríkisstjórnin ætlar að leggja hundruð þúsunda króna sekt á Englendinga sem reyna að ferðast til útlanda fyrir lok júní. Sektirnar eru hluti af hertum aðgerðum breskra stjórnvalda á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2021 10:32 Kynnti langtímaáætlun um tilslakanir næstu tvo mánuði Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði. 22. mars 2021 23:59 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Nýgengi kórónuveirusmita í Þýskalandi er nú yfir hundrað manns á hverja hundrað þúsund íbúa. Tilkynnt hefur verið um hátt í 7.500 ný smit og 250 dauðsföll síðasta sólarhringinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Af þeim sökum segir Angela Merkel kanslari að núgildandi sóttvarnaðgerðir verði framlengdar til 18. apríl. Enn strangari samkomutakmarkanir verða í gildi dagana 1.-5. apríl og verður flestum verslunum gert að loka. Trúarathöfnum sem fara fram í persónu verður aflýst og stórar fjölskyldusamkomur verða bannaðar. „Veldisvöxtur er í smitum og gjörgæslurúm eru aftur að fyllast,“ sagði Merkel þegar hún kynnti aðgerðirnar í dag. Ákvörðunin var tekin eftir fund hennar með leiðtogum sambandslandanna sextán. Fyrr í þessum mánuði höfðu sömu leiðtogar sammælst um að byrja á að slaka varfærnislega á takmörkunum. Breska afbrigði kórónuveirunnar breiðist nú um Þýskaland og líkti Merkel því við að glíma við nýja veiru sem er mun banvænni og meira smitandi en sú upprunalega. Sagði hún stöðuna í faraldrinum alvarlega. Ástandið í nágrannaríkinu Póllandi er enn svartara. Þar er smittíðnin þrefalt meiri en í Þýskalandi. Í Frakklandi glíma stjórnvöld einnig við þriðju bylgju faraldursins. Fleiri en 470 manns voru lagðir inn á gjörgæslu með Covid-19 þar síðasta sólarhringinn.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gætu lagt fjársektir á þá sem reyna að ferðast frá Englandi Breska ríkisstjórnin ætlar að leggja hundruð þúsunda króna sekt á Englendinga sem reyna að ferðast til útlanda fyrir lok júní. Sektirnar eru hluti af hertum aðgerðum breskra stjórnvalda á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2021 10:32 Kynnti langtímaáætlun um tilslakanir næstu tvo mánuði Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði. 22. mars 2021 23:59 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Gætu lagt fjársektir á þá sem reyna að ferðast frá Englandi Breska ríkisstjórnin ætlar að leggja hundruð þúsunda króna sekt á Englendinga sem reyna að ferðast til útlanda fyrir lok júní. Sektirnar eru hluti af hertum aðgerðum breskra stjórnvalda á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2021 10:32
Kynnti langtímaáætlun um tilslakanir næstu tvo mánuði Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði. 22. mars 2021 23:59