Fyrir leiki kvöldsins eru það lið KR og Dusty sem tróna á toppi deildarinnar með sex stig að loknum þremur leikjum. XY og HaFiÐ koma þar á eftir með fjögur stig á meðan Tindastóll, Fylkir og Þór eru öll með tvö stig. Aurora rekur svo lestina án stiga en það gæti breyst í kvöld.
Leikir kvöldsins
19.30: Þór gegn Aurora
20.30: XY gegn KR
21.30: Fylkir gegn Dusty
Hægt er að fylgjast með leikjum kvöldsins í beinni útsendingu hér að neðan sem og á Twitch-síðu rafíþróttasambands Íslands.