Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 20:51 Hið minnsta þrír nemendur í sjötta bekk í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Enginn starfsmaður hefur greinst fyrir utan kennarann sem greindist fyrstur. Reykjavíkurborg Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. Hátt í fimm hundruð manns eru í sóttkví eftir kórónuveirusmit sem hafa greinst síðustu daga. Í þeim hópi eru um níutíu nemendur og starfsmenn Laugarnesskóla. Þá var allur fimmti flokkur fótboltastráka í Þrótti sendur í sóttkví í morgun - eða hátt í eitt hundrað strákar á ellefta og tólfta aldursári. Nemandinn sem greindist fyrstur í skólanum æfir fótbolta hjá félaginu. Fleiri gætu greinst í kvöld Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla segir í samtali við Vísi að mjög margir nemendur hafi farið í sýnatöku í dag. Ekki liggi fyrir niðurstöður hjá öllum en að minnsta kosti þrír nemendur í sjötta bekk, sem allir voru þegar í sóttkví, hafi greinst með veiruna. Fleiri gætu greinst í kvöld. Smit hefur nú verið staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. „Góðu fréttirnar eru að töluverður fjöldi starfsmanna hjá okkur, kennarar, stuðningsfulltrúar og þroskaþjálfar, hafa verið skimaðir en hafa allir reynst neikvæðir,“ segir Björn. Þá veit hann ekki til þess að foreldrar barna í umræddum bekkjum hafi smitast. Saman á fótboltamóti Björn sat fjarfund með smitrakningarteymi almannavarna, borgaryfirvöldum og fleirum í kvöld. Hann segir að ekki liggi fyrir hvar eða hvernig nemendurnir smituðust; hvort smitið megi rekja til kennarans eða einhvers annars. Kennarinn hafi þó kennt fjórum bekkjum daginn sem hann var síðast í vinnu í liðinni viku. Þá hafi einhverjir nemendanna jafnframt verið saman á fótboltamóti um helgina. Enn sem komið er hafa fleiri ekki þurft að fara í sóttkví vegna nýju smitanna. Björn segir að það gæti þó breyst eftir því sem smitrakningu vindur fram. Þá þurfi bekkjarfélagar þeirra sem greindust í dag að vera í sóttkví í nokkra daga umfram það sem áður var ákveðið. Björn segir að áfram verði fylgst náið með gangi mála í skólanum og brugðist við eins og þarf. „Það eru allir algjörlega á tánum með þetta.“ Bilun í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans tafði greiningu Covid-sýna í gær. Aðeins einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var sá í sóttkví. Ekki er reiknað með að marktækar tafir hafi verið á greiningu sýna í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Rúmlega 400 manns í sóttkví Þeim fjölgar mjög á milli daga sem eru í sóttkví vegna kórónuveirusmita. Í gær voru tæplega 200 einstaklingar í sóttkví en í dag eru þeir 435 samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. 23. mars 2021 11:10 Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Hátt í fimm hundruð manns eru í sóttkví eftir kórónuveirusmit sem hafa greinst síðustu daga. Í þeim hópi eru um níutíu nemendur og starfsmenn Laugarnesskóla. Þá var allur fimmti flokkur fótboltastráka í Þrótti sendur í sóttkví í morgun - eða hátt í eitt hundrað strákar á ellefta og tólfta aldursári. Nemandinn sem greindist fyrstur í skólanum æfir fótbolta hjá félaginu. Fleiri gætu greinst í kvöld Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla segir í samtali við Vísi að mjög margir nemendur hafi farið í sýnatöku í dag. Ekki liggi fyrir niðurstöður hjá öllum en að minnsta kosti þrír nemendur í sjötta bekk, sem allir voru þegar í sóttkví, hafi greinst með veiruna. Fleiri gætu greinst í kvöld. Smit hefur nú verið staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. „Góðu fréttirnar eru að töluverður fjöldi starfsmanna hjá okkur, kennarar, stuðningsfulltrúar og þroskaþjálfar, hafa verið skimaðir en hafa allir reynst neikvæðir,“ segir Björn. Þá veit hann ekki til þess að foreldrar barna í umræddum bekkjum hafi smitast. Saman á fótboltamóti Björn sat fjarfund með smitrakningarteymi almannavarna, borgaryfirvöldum og fleirum í kvöld. Hann segir að ekki liggi fyrir hvar eða hvernig nemendurnir smituðust; hvort smitið megi rekja til kennarans eða einhvers annars. Kennarinn hafi þó kennt fjórum bekkjum daginn sem hann var síðast í vinnu í liðinni viku. Þá hafi einhverjir nemendanna jafnframt verið saman á fótboltamóti um helgina. Enn sem komið er hafa fleiri ekki þurft að fara í sóttkví vegna nýju smitanna. Björn segir að það gæti þó breyst eftir því sem smitrakningu vindur fram. Þá þurfi bekkjarfélagar þeirra sem greindust í dag að vera í sóttkví í nokkra daga umfram það sem áður var ákveðið. Björn segir að áfram verði fylgst náið með gangi mála í skólanum og brugðist við eins og þarf. „Það eru allir algjörlega á tánum með þetta.“ Bilun í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans tafði greiningu Covid-sýna í gær. Aðeins einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var sá í sóttkví. Ekki er reiknað með að marktækar tafir hafi verið á greiningu sýna í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Rúmlega 400 manns í sóttkví Þeim fjölgar mjög á milli daga sem eru í sóttkví vegna kórónuveirusmita. Í gær voru tæplega 200 einstaklingar í sóttkví en í dag eru þeir 435 samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. 23. mars 2021 11:10 Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22
Rúmlega 400 manns í sóttkví Þeim fjölgar mjög á milli daga sem eru í sóttkví vegna kórónuveirusmita. Í gær voru tæplega 200 einstaklingar í sóttkví en í dag eru þeir 435 samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. 23. mars 2021 11:10
Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44