Líkur á hægrisinnuðustu ríkisstjórninni í sögu Ísrael Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2021 22:47 Samkvæmt útgönguspám eru líkur á að Netanyahu hafi tryggt sér sjötta kjörtímabilið í embætti. epa/Abir Sultan Samkvæmt útgönguspám verðu Likud-flokkur forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu enn stærsti flokkur landsins eftir kosningarnar sem fram fóru í dag en hann mun þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka á hægri vængnum til að mynda meirihluta. Likud er spáð 31 til 33 sætum á ísraelska þinginu og hægri meirihlutanum öllum 53 til 54 sætum. 61 sæti þarf til að mynda meirihluta og mun Naftali Bennett, formaður Yamina-flokksins, ráða þar úrslitum en flokknum eru spáð sjö til átta þingsæti. Samkvæmt New York Times myndi sú ríkisstjórn verða ein sú hægrisinnaðasta í sögu landsins en á hægri vængnum eru meðal annars flokkar strangrúaðra og þjóðernissinna, auk flokks sem hefur talað fyrir því að vísa Aröbum úr landi ef þeir virðast „ótrúir“ ríkinu. Lokaniðurstöðu er ekki að vænta fyrr en seinna í vikunni og gætu úrslitin vel orðið allt önnur en útlit er fyrir nú. Í kosningabaráttunni lagði Netanyahu meðal annars áherslu á góðan árangur ríkisstjórnarinnar í baráttunni við Covid-19 en stór hluti ísraelsku þjóðarinnar hefur þegar verið bólusettur. Þá virðist það ekki hafa ráðið úrslitum að hann hefur verið ákærður fyrir spillingu. Forsætisráðherrann hefur raunar heitið því að gjörbreyta dómskerfinu ef hann sigrar í kosningunum, meðal annars að draga úr valdi dómstólanna. Andstæðingar hans óttast að með þessu hyggist hann komast undan ákærunum sem hann á yfir höfði sér. Ísrael Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Likud er spáð 31 til 33 sætum á ísraelska þinginu og hægri meirihlutanum öllum 53 til 54 sætum. 61 sæti þarf til að mynda meirihluta og mun Naftali Bennett, formaður Yamina-flokksins, ráða þar úrslitum en flokknum eru spáð sjö til átta þingsæti. Samkvæmt New York Times myndi sú ríkisstjórn verða ein sú hægrisinnaðasta í sögu landsins en á hægri vængnum eru meðal annars flokkar strangrúaðra og þjóðernissinna, auk flokks sem hefur talað fyrir því að vísa Aröbum úr landi ef þeir virðast „ótrúir“ ríkinu. Lokaniðurstöðu er ekki að vænta fyrr en seinna í vikunni og gætu úrslitin vel orðið allt önnur en útlit er fyrir nú. Í kosningabaráttunni lagði Netanyahu meðal annars áherslu á góðan árangur ríkisstjórnarinnar í baráttunni við Covid-19 en stór hluti ísraelsku þjóðarinnar hefur þegar verið bólusettur. Þá virðist það ekki hafa ráðið úrslitum að hann hefur verið ákærður fyrir spillingu. Forsætisráðherrann hefur raunar heitið því að gjörbreyta dómskerfinu ef hann sigrar í kosningunum, meðal annars að draga úr valdi dómstólanna. Andstæðingar hans óttast að með þessu hyggist hann komast undan ákærunum sem hann á yfir höfði sér.
Ísrael Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira