Judas and the Black Messiah: Að borða kökuna og geyma hana líka Heiðar Sumarliðason skrifar 24. mars 2021 14:31 Hinn svarti Messías með Júdasi sínum. Judas and the Black Messiah er ein þeirra mynda sem hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokknum kvikmynd ársins. Hún byggir á sannsögulegum atburðum og fjallar um smákrimmann Bill O´Neal, uppljóstrara fyrir FBI, sem laumaði sér inn í samtök Svörtu pardusanna. Þar kemst hann í návígi við þeirra helsta leiðtoga, hinn hrífandi Fred Hampton. Myndin hefur ansi margt með sér í liði við fyrstu sýn og byrjun hennar er mjög lofandi. Þar kynnumst við O´Neal, sem leikinn er af hinum frábæra LaKeith Stanfield (sem er aðdáendum sjónvarpsþáttanna Atlanta að góðu kunnur). Þegar við hittum hann hefur hann dulbúið sig sem FBI-lögreglumaður og „handtekur“ mann með það fyrir augum að stela bílnum hans. Þegar vinir mannsins átta sig á að O´Neal er alls enginn lögreglumaður, heldur bara unglingur, á hann ekki von á góðu og er heppinn að sleppa með líf og limi í heilu lagi. Þessi sena er frábær krækja sem sogar áhorfandann inn í söguna, og gefur góð fyrirheit um það sem koma skal. Vandinn er hins vegar sá að eftirleikurinn er ekki alveg jafn áhugaverður. Stanfield fer á kostum í sjónvarpsþáttaröðinni Atlanta, en hér er hann ásamt Donald Glover (t.v) O´Neal er handtekinn fyrir bílránið misheppnaða og er fenginn til liðs við FBI af Roy Mitchell, leikinn af hinum jafnvel frábærari Jesse Plemons. Mitchell lofar honum að ákæran verði dregin til baka ef hann gerist uppljóstrari fyrir þá. O´Neal er náungi sem fylgist ekki mikið með pólitík og er í raun alveg sama um málstað Svörtu pardusanna og er því til í að lauma sér inn í samtökin undir fölsku flaggi. Fókusflökt Þegar hér er komið við sögu færist fókusinn af O´Neal yfir á persónu Pardusaleiðtogans Hamptons. Hann er einnig mjög ungur, aðeins ári eldri en O´Neal. Það er hér sem brotalamir fara að koma í ljós, þegar áður þétt sagan verður heldur laus í reipunum þegar fókusinn fer út og suður. Þetta verður til þess að áhorfandinn nær ekki að tengjast aðalpersónunum tveimur á þann máta sem óskandi hefði verið. Í raun áttu þessir tveir ungu menn betra skilið, því saga þeirra er mjög áhrifamikil ef hún er sett fram á réttan máta. Það er því synd að ákvörðun hafi verið tekin um að láta þá deila sviðsljósinu, þannig að upplifunin verður hvorki né. Réttir menn á röngum stað Spurningarmerki má setja við leikaravalið, því Stanfield og Kaluuya eru töluvert eldri en persónurnar sem þeir túlka. Eins og áður sagði voru O´Neal og Hampton 17 og 18 ára þegar sagan hefst, á meðan Kaluuya er kominn á fertugsaldurinn og Stanfield 29 ára. Þetta gefur sögunni allt annan blæ og ég er ekki alveg viss um að ákvörðunin hafi verið rétt að láta menn sem eru meira en tíu árum eldri en persónurnar leika hlutverkin. Þetta er þó skiljanlegt upp að vissu marki, þar sem leikararnir tveir eru á meðal þeirra bestu af sinni kynslóð og eðlilegt að leikstjórinn Shaka King hafi viljað vinna með þeim. Leikstjórinn Shaka King ræðir hér við annan aðalleikara myndarinnar. Þeir skila þó sínu af stakri prýði, en það hefði þó sett upplifunina í annað og jafnvel sterkara samhengi ef áhorfendur hefðu upplifað persónurnar sem unglinga í stöðu sem þeir ættu ekki að ráða við. Ég er ekki frá því að sagan hefði verið áhrifameiri í þeim búningi. Sennilega hefði verið best að hafa fókusinn alveg á uppljóstraranum O´Neal, þar sem mun áhugaverðari siðferðistogstreita liggur í hans persónuboga, en þar sem hann fær ekki nægt rými nær persónan ekki þeim hæðum sem við hún hefði átt að ná. Það er hálfgerð synd að eina skiptið sem ég upplifði einhverskonar kaþarsis var þegar myndin var búin og texti um afdrif persónanna birtist á tjaldinu. Það er því sorglegt fyrir aðstandendur myndarinnar að raunin sé sú að þurrar staðreyndir séu áhrifameiri en kvikmyndaverkið sem þeir bjuggu til. Niðurstaða: Áhugaverðum og ríkum efniviði ekki gerð nægilega góð skil í kvikmynd sem er of mikið bútasaumsteppi til að skapa heildstæða upplifun. Hér að neðan er hægt að hlýða á spjall Heiðars Sumarliðasonar við sviðslistakonuna Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur um Judas and the Black Messiah í hlaðvarpsþættinum Stjörnubíói. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Myndin hefur ansi margt með sér í liði við fyrstu sýn og byrjun hennar er mjög lofandi. Þar kynnumst við O´Neal, sem leikinn er af hinum frábæra LaKeith Stanfield (sem er aðdáendum sjónvarpsþáttanna Atlanta að góðu kunnur). Þegar við hittum hann hefur hann dulbúið sig sem FBI-lögreglumaður og „handtekur“ mann með það fyrir augum að stela bílnum hans. Þegar vinir mannsins átta sig á að O´Neal er alls enginn lögreglumaður, heldur bara unglingur, á hann ekki von á góðu og er heppinn að sleppa með líf og limi í heilu lagi. Þessi sena er frábær krækja sem sogar áhorfandann inn í söguna, og gefur góð fyrirheit um það sem koma skal. Vandinn er hins vegar sá að eftirleikurinn er ekki alveg jafn áhugaverður. Stanfield fer á kostum í sjónvarpsþáttaröðinni Atlanta, en hér er hann ásamt Donald Glover (t.v) O´Neal er handtekinn fyrir bílránið misheppnaða og er fenginn til liðs við FBI af Roy Mitchell, leikinn af hinum jafnvel frábærari Jesse Plemons. Mitchell lofar honum að ákæran verði dregin til baka ef hann gerist uppljóstrari fyrir þá. O´Neal er náungi sem fylgist ekki mikið með pólitík og er í raun alveg sama um málstað Svörtu pardusanna og er því til í að lauma sér inn í samtökin undir fölsku flaggi. Fókusflökt Þegar hér er komið við sögu færist fókusinn af O´Neal yfir á persónu Pardusaleiðtogans Hamptons. Hann er einnig mjög ungur, aðeins ári eldri en O´Neal. Það er hér sem brotalamir fara að koma í ljós, þegar áður þétt sagan verður heldur laus í reipunum þegar fókusinn fer út og suður. Þetta verður til þess að áhorfandinn nær ekki að tengjast aðalpersónunum tveimur á þann máta sem óskandi hefði verið. Í raun áttu þessir tveir ungu menn betra skilið, því saga þeirra er mjög áhrifamikil ef hún er sett fram á réttan máta. Það er því synd að ákvörðun hafi verið tekin um að láta þá deila sviðsljósinu, þannig að upplifunin verður hvorki né. Réttir menn á röngum stað Spurningarmerki má setja við leikaravalið, því Stanfield og Kaluuya eru töluvert eldri en persónurnar sem þeir túlka. Eins og áður sagði voru O´Neal og Hampton 17 og 18 ára þegar sagan hefst, á meðan Kaluuya er kominn á fertugsaldurinn og Stanfield 29 ára. Þetta gefur sögunni allt annan blæ og ég er ekki alveg viss um að ákvörðunin hafi verið rétt að láta menn sem eru meira en tíu árum eldri en persónurnar leika hlutverkin. Þetta er þó skiljanlegt upp að vissu marki, þar sem leikararnir tveir eru á meðal þeirra bestu af sinni kynslóð og eðlilegt að leikstjórinn Shaka King hafi viljað vinna með þeim. Leikstjórinn Shaka King ræðir hér við annan aðalleikara myndarinnar. Þeir skila þó sínu af stakri prýði, en það hefði þó sett upplifunina í annað og jafnvel sterkara samhengi ef áhorfendur hefðu upplifað persónurnar sem unglinga í stöðu sem þeir ættu ekki að ráða við. Ég er ekki frá því að sagan hefði verið áhrifameiri í þeim búningi. Sennilega hefði verið best að hafa fókusinn alveg á uppljóstraranum O´Neal, þar sem mun áhugaverðari siðferðistogstreita liggur í hans persónuboga, en þar sem hann fær ekki nægt rými nær persónan ekki þeim hæðum sem við hún hefði átt að ná. Það er hálfgerð synd að eina skiptið sem ég upplifði einhverskonar kaþarsis var þegar myndin var búin og texti um afdrif persónanna birtist á tjaldinu. Það er því sorglegt fyrir aðstandendur myndarinnar að raunin sé sú að þurrar staðreyndir séu áhrifameiri en kvikmyndaverkið sem þeir bjuggu til. Niðurstaða: Áhugaverðum og ríkum efniviði ekki gerð nægilega góð skil í kvikmynd sem er of mikið bútasaumsteppi til að skapa heildstæða upplifun. Hér að neðan er hægt að hlýða á spjall Heiðars Sumarliðasonar við sviðslistakonuna Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur um Judas and the Black Messiah í hlaðvarpsþættinum Stjörnubíói.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira