Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 13:03 Mansour Abbas, leiðtogi Raam, flokksins gæti ráðið því hver verður næstu forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur áður sagst tilbúinn að vinna með Netanjahú að málefnum árabískra Ísraela sem eru um fimmtungur þjóðarinnar. AP/Mahmoud Illean Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. Þegar búið var að telja um 90% atkvæða vantaði Líkúdflokk Netanjahú og bandalagsflokka hans af hægrivængnum tvö þingsæti upp á meirihluta á þingi. Líkúd virðist hafa fengið rétt tæpan fjórðung atkvæða en sem ætti að skila honum þrjátíu þingsætum af 120. Flokkar sem vilja Netanjahú frá völdum virðast ætla að fá 56 þingsæti. Yesh Atid, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, hefur fengið 13,9% atkvæða til þessa og fengi þá sautján þingsæti. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öllum að óvörum virðist Raam, lítill arabískur flokkur, ætla að fá fimm þingsæti. Flokkurinn gæti þannig ráðið því í reynd hver fer með völdin á næsta kjörtímabili. Forysta flokksins hefur ekki tekið af skarið um hvora fylkinguna hún styður. Hann er sagður ólíklegur bandamaður Netanjahú en Mansour Abbas, leiðtogi hans, hefur þó ekki útilokað að vinna með forsætisráðherranum. Ört hefur verið kosið í Ísrael undanfarin ár þar sem illa hefur gengið að mynda samsteypustjórnir. Náist ekki að klambra saman nýrri ríkisstjórn og boðað verður til annarra kosninga yrðu það þær fimmtu frá árinu 2019. Yfir ísraelskum stjórnmálum vofir svo áframhaldandi réttarhöld yfir Netanjahú sem er ákærður fyrir spillingu í embættinu sem hann hefur gegnt sleitulaust frá 2009. Ísrael Tengdar fréttir Líkur á hægrisinnuðustu ríkisstjórninni í sögu Ísrael Samkvæmt útgönguspám verðu Likud-flokkur forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu enn stærsti flokkur landsins eftir kosningarnar sem fram fóru í dag en hann mun þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka á hægri vængnum til að mynda meirihluta. 23. mars 2021 22:47 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Þegar búið var að telja um 90% atkvæða vantaði Líkúdflokk Netanjahú og bandalagsflokka hans af hægrivængnum tvö þingsæti upp á meirihluta á þingi. Líkúd virðist hafa fengið rétt tæpan fjórðung atkvæða en sem ætti að skila honum þrjátíu þingsætum af 120. Flokkar sem vilja Netanjahú frá völdum virðast ætla að fá 56 þingsæti. Yesh Atid, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, hefur fengið 13,9% atkvæða til þessa og fengi þá sautján þingsæti. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öllum að óvörum virðist Raam, lítill arabískur flokkur, ætla að fá fimm þingsæti. Flokkurinn gæti þannig ráðið því í reynd hver fer með völdin á næsta kjörtímabili. Forysta flokksins hefur ekki tekið af skarið um hvora fylkinguna hún styður. Hann er sagður ólíklegur bandamaður Netanjahú en Mansour Abbas, leiðtogi hans, hefur þó ekki útilokað að vinna með forsætisráðherranum. Ört hefur verið kosið í Ísrael undanfarin ár þar sem illa hefur gengið að mynda samsteypustjórnir. Náist ekki að klambra saman nýrri ríkisstjórn og boðað verður til annarra kosninga yrðu það þær fimmtu frá árinu 2019. Yfir ísraelskum stjórnmálum vofir svo áframhaldandi réttarhöld yfir Netanjahú sem er ákærður fyrir spillingu í embættinu sem hann hefur gegnt sleitulaust frá 2009.
Ísrael Tengdar fréttir Líkur á hægrisinnuðustu ríkisstjórninni í sögu Ísrael Samkvæmt útgönguspám verðu Likud-flokkur forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu enn stærsti flokkur landsins eftir kosningarnar sem fram fóru í dag en hann mun þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka á hægri vængnum til að mynda meirihluta. 23. mars 2021 22:47 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Líkur á hægrisinnuðustu ríkisstjórninni í sögu Ísrael Samkvæmt útgönguspám verðu Likud-flokkur forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu enn stærsti flokkur landsins eftir kosningarnar sem fram fóru í dag en hann mun þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka á hægri vængnum til að mynda meirihluta. 23. mars 2021 22:47
Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56