Telur hegðun fólks innanlands hafa meiri áhrif en þeir sem koma frá útlöndum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2021 18:13 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að hegðun fólks innanlands hafi haft meiri áhrif á það hver staðan er orðin vegna heimsfaraldurs covid-19 hér á landi, heldur þeir sem komið hafa til landsins frá útlöndum. Innanlandssmitum hefur farið fjölgandi síðustu daga og kynnti ríkisstjórnin verulega hertar sóttvarnaraðgerðir á blaðamannafundi í dag sem taka gildi á miðnætti. „Ég held að þetta sýni okkur kannski fyrst og fremst, alveg eins og síðastliðið haust, að það sem að skiptir langmestu máli er að við hér innanlands virðum sóttvarnarreglurnar, höldum fjarlægð, notum grímur, hættum að sækja fólkið okkar á flugvöllinn heldur hleypum þeim í sóttkvína og förum eftir reglunum sem okkur eru settar. Það er held ég númer eitt,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þó að einhver smit komi inn í gegnum landamæri þá eru það náttúrlega við hér innanlands sem sjáum um að dreifa þeim með óvarlegum hætti“ sagði Jóhannes. „Þannig að ég held að þetta sé eins og alltaf, í fyrri bylgjum, risastór áminning til okkar um að þetta er ekki búið og við þurfum að passa okkur hér sjálf.“ Hann segir þó eðlilegt að fólk ræði það hvernig fyrirkomulag sé haft uppi við landamærin. Honum þyki þó ekki eðlilegt að setja hertar aðgerðir og þá stöðu sem upp er komin nú í samhengi við þær reglur sem taka eiga að óbreyttu gildi á landamærum 1. maí og áform um að hleypa bólusettum sem koma frá ríkjum utan Schengen til landsins. „Þetta hefur náttúrlega ekkert með það að gera. Þetta er eitthvað sem er komið fyrr inn og er ekki nein bein afleiðing af því enda er það ekki byrjað að hafa áhrif,“ segir Jóhannes Þór. „Bólusettir Bretar eru ekkert minna bólusettir en bólusettir Þjóðverjar,“ segir Jóhannes Þór, spurður hvort hann taki undir hugmyndir sóttvarnalæknis um að allir sem komi til landsins fari í að minnsta kosti eina skimun, jafnvel þótt þeir hafi verið bólusettir eða séu með mótefni. „Ef að það kemur í ljós að það sé einhver stór hætta af fólki sem er þegar orðið bólusett þá verður náttúrlega að skoða það,“ segir Jóhannes Þór. Viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Innanlandssmitum hefur farið fjölgandi síðustu daga og kynnti ríkisstjórnin verulega hertar sóttvarnaraðgerðir á blaðamannafundi í dag sem taka gildi á miðnætti. „Ég held að þetta sýni okkur kannski fyrst og fremst, alveg eins og síðastliðið haust, að það sem að skiptir langmestu máli er að við hér innanlands virðum sóttvarnarreglurnar, höldum fjarlægð, notum grímur, hættum að sækja fólkið okkar á flugvöllinn heldur hleypum þeim í sóttkvína og förum eftir reglunum sem okkur eru settar. Það er held ég númer eitt,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þó að einhver smit komi inn í gegnum landamæri þá eru það náttúrlega við hér innanlands sem sjáum um að dreifa þeim með óvarlegum hætti“ sagði Jóhannes. „Þannig að ég held að þetta sé eins og alltaf, í fyrri bylgjum, risastór áminning til okkar um að þetta er ekki búið og við þurfum að passa okkur hér sjálf.“ Hann segir þó eðlilegt að fólk ræði það hvernig fyrirkomulag sé haft uppi við landamærin. Honum þyki þó ekki eðlilegt að setja hertar aðgerðir og þá stöðu sem upp er komin nú í samhengi við þær reglur sem taka eiga að óbreyttu gildi á landamærum 1. maí og áform um að hleypa bólusettum sem koma frá ríkjum utan Schengen til landsins. „Þetta hefur náttúrlega ekkert með það að gera. Þetta er eitthvað sem er komið fyrr inn og er ekki nein bein afleiðing af því enda er það ekki byrjað að hafa áhrif,“ segir Jóhannes Þór. „Bólusettir Bretar eru ekkert minna bólusettir en bólusettir Þjóðverjar,“ segir Jóhannes Þór, spurður hvort hann taki undir hugmyndir sóttvarnalæknis um að allir sem komi til landsins fari í að minnsta kosti eina skimun, jafnvel þótt þeir hafi verið bólusettir eða séu með mótefni. „Ef að það kemur í ljós að það sé einhver stór hætta af fólki sem er þegar orðið bólusett þá verður náttúrlega að skoða það,“ segir Jóhannes Þór. Viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira