Landspítalinn færður upp á hættustig á miðnætti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2021 18:04 Landspítalinn verður færður af óvissustigi og upp á hættustig á miðnætti. VISIR/VILHELM Landspítalinn verður færður upp á hættustig á miðnætti í kvöld, um leið og hertar samkomutakmarkanir taka gildi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Þetta felur meðal annars í sér að heimsóknir munu takmarkast við einn gest á dag til hvers sjúklings. „Í ljósi samfélagssmita COVID-19 verður Landspítali færður af óvissustigi á hættustig núna á miðnætti, miðvikudaginn 24. mars. Í hættustigi felst að orðinn atburður kallar á að starfað er eftir viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsóttar. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd koma saman reglulega og eftir þörfum eftir því sem atburðum vindur fram,“ segir í tilkynningunni. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar þar sem ákveðið var aðgrípa til eftirfarandi ráðstafana sem gilda frá miðnætti í kvöld og þar til annað verður ákveðið: Sjúklingar og gestir 1. Heimsóknir takmarkast við einn gest á dag til hvers sjúklings. Hámarksdvöl er ein klukkustund. Brýnt er að heimsóknargestir viðhafi persónulegar sóttvarnir, noti andlitsgrímur, virði fjarlægðarmörk (2 metra) og séu fullvissir um að þeir hafi engin einkenni sem samrýmst geta einkennum COVID-19. 2. Á dag- og göngudeildum og öðrum meðferðarsvæðum gilda reglur um hámarksfjölda í rými (10 manns) og eru sjúklingar beðnir að kynna sér aðstæður á þeim deildum sem þeir eiga erindi á. 3. Ekki er gert ráð fyrir fylgdarmönnum með sjúklingum sem leita meðferða á dag- og göngudeildum á spítalanum, nema í sérstöku samráði við viðkomandi deildir. 4. Sé flutningur sjúklings á aðra stofnun fyrirhugaður skal taka af honum sýni áður en flutningur fer fram. Starfsfólk Nú liggur fyrir að næstu daga verður unnt að hefja bólusetningu 2.000 starfsmanna með bóluefni Pfeizer. Starfsfólk mun fá boð í bólusetningu í farsíma sína. Munu þá ríflega 90% starfsfólks spítalans hafa hafið bólusetningu. Starfsfólk er beðið að huga sérstaklega að persónulegum sóttvörnum, notkun andlitsgríma alltaf og alls staðar og virða fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir í kaffistofum og matsölum spítalans. Áréttað er að reglur gilda um allt starfsfólk, bólusett jafnt sem óbólusett, sem og aðra þá sem hafa mótefni gegn COVID-10 1. Því er beint til starfsfólks að sinna vinnu sinni í fjarvinnu, sé þess nokkur kostur, í samráði við sína stjórnendur. 2. Fundir skulu vera á fjarfundaformi. 3. Starfsfólk er eindregið hvatt til að forðast ferðalög næstu vikur og gæta fyllstu varúðar innan og utan vinnustaðar. 4. Verði starfsmaður var við minnstu einkenni skal hann óska eftir sýnatöku hjá starfsmannahjúkrunarfræðingi (starfsmannahukrun@landspitali.is). Þetta gildir einnig um bólusetta starfsmenn. 5. Kaffistofur starfseininga fara aftur í fyrra horf, fjöldi takmarkast af fjarlægðarmörkum - miðað er við 2 metra 6. Taka skal sýni hjá sjúklingum sem flytjast á milli stofnana 7. Gert er ráð fyrir breytingum á framleiðslu matar í matsölum og er starfsfólk beðið um að fylgjast með tilkynningum og fylgja fyrirmælum í matsölum.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Þetta felur meðal annars í sér að heimsóknir munu takmarkast við einn gest á dag til hvers sjúklings. „Í ljósi samfélagssmita COVID-19 verður Landspítali færður af óvissustigi á hættustig núna á miðnætti, miðvikudaginn 24. mars. Í hættustigi felst að orðinn atburður kallar á að starfað er eftir viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsóttar. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd koma saman reglulega og eftir þörfum eftir því sem atburðum vindur fram,“ segir í tilkynningunni. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar þar sem ákveðið var aðgrípa til eftirfarandi ráðstafana sem gilda frá miðnætti í kvöld og þar til annað verður ákveðið: Sjúklingar og gestir 1. Heimsóknir takmarkast við einn gest á dag til hvers sjúklings. Hámarksdvöl er ein klukkustund. Brýnt er að heimsóknargestir viðhafi persónulegar sóttvarnir, noti andlitsgrímur, virði fjarlægðarmörk (2 metra) og séu fullvissir um að þeir hafi engin einkenni sem samrýmst geta einkennum COVID-19. 2. Á dag- og göngudeildum og öðrum meðferðarsvæðum gilda reglur um hámarksfjölda í rými (10 manns) og eru sjúklingar beðnir að kynna sér aðstæður á þeim deildum sem þeir eiga erindi á. 3. Ekki er gert ráð fyrir fylgdarmönnum með sjúklingum sem leita meðferða á dag- og göngudeildum á spítalanum, nema í sérstöku samráði við viðkomandi deildir. 4. Sé flutningur sjúklings á aðra stofnun fyrirhugaður skal taka af honum sýni áður en flutningur fer fram. Starfsfólk Nú liggur fyrir að næstu daga verður unnt að hefja bólusetningu 2.000 starfsmanna með bóluefni Pfeizer. Starfsfólk mun fá boð í bólusetningu í farsíma sína. Munu þá ríflega 90% starfsfólks spítalans hafa hafið bólusetningu. Starfsfólk er beðið að huga sérstaklega að persónulegum sóttvörnum, notkun andlitsgríma alltaf og alls staðar og virða fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir í kaffistofum og matsölum spítalans. Áréttað er að reglur gilda um allt starfsfólk, bólusett jafnt sem óbólusett, sem og aðra þá sem hafa mótefni gegn COVID-10 1. Því er beint til starfsfólks að sinna vinnu sinni í fjarvinnu, sé þess nokkur kostur, í samráði við sína stjórnendur. 2. Fundir skulu vera á fjarfundaformi. 3. Starfsfólk er eindregið hvatt til að forðast ferðalög næstu vikur og gæta fyllstu varúðar innan og utan vinnustaðar. 4. Verði starfsmaður var við minnstu einkenni skal hann óska eftir sýnatöku hjá starfsmannahjúkrunarfræðingi (starfsmannahukrun@landspitali.is). Þetta gildir einnig um bólusetta starfsmenn. 5. Kaffistofur starfseininga fara aftur í fyrra horf, fjöldi takmarkast af fjarlægðarmörkum - miðað er við 2 metra 6. Taka skal sýni hjá sjúklingum sem flytjast á milli stofnana 7. Gert er ráð fyrir breytingum á framleiðslu matar í matsölum og er starfsfólk beðið um að fylgjast með tilkynningum og fylgja fyrirmælum í matsölum.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira