Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til Heimir Már Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 24. mars 2021 18:58 Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar vegna hertra sóttvarnaaðgerða í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Frá og með miðnætti taka gildi hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi frá upphafi kórónuveirufaraldursins fyrir um ári. Almenn fjöldatakmörkun á mannamótum verður tíu manns og ólíkt aðgerðunum fyrir ári hafa þær nú einnig mikil áhrif á börn og ungmenni. Aftur verður byrjað að bólusetja með AstraZeneca bóluefninu sem þýðir að óbreyttu að á næstu tveimur vikum verður búið að bólusetja alla sjötíu ára og eldri en efnið verður einnig gefið heilbrigðisstarfsfólki. Allar aðgerðir til stuðnings rekstraraðilum og einstaklingum sem gripið hefur verið til undanfarið ár verða framlengdar. „Við verðum bara að bregðast við. Þetta er bara svoleiðis,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu þegar hún mætti til aukafundar ríkisstjórnarinnar klukkan eitt í dag og augljóst á henni og öðrum ráðherrum að búast mætti við að stjórnvöld tækju fast og ákveðið í handbremsuna. Það varð síðan raunin á fréttamanna fundi sem hófst í Hörpu klukkan þrjú. Gríðarleg áhrif á skólastarf Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra var einnig á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag, enda hafa aðgerðirnar töluverð áhrif á skólastarf. Nú hefur þessi vetur verið ákaflega erfiður fyrir fólk á öllum námsstigum. Kemur til greina að endurskoða að einhverju leyti prófskyldu, námsmat og annað slíkt hvað varðar nám fólks á þessum vetri sem er að líða? „Brotthvarf hefur verið með minnsta móti. Nemendur hafa sýnt gríðarlega seiglu. Kennarar og allt skólasamfélagið og allir sem hafa tekið þátt í þessu. Við munum halda áfram að sýna sveigjanleika,“ svaraði Lilja. Breska afbrigðið komi harðar niður á ungu fólki Heilbrigðisráðherra segir það auðvitað vonbrigði að þessi staða sé komin upp. „Við máttum eiga von á því að þetta gerðist. Það var það sem við vorum alltaf að búa okkur undir. Við vissum að breska afbrigðið var komið vel á skrið í löndunum í kringum okkur. Það er það sem er að koma núna inn í samfélagið og raunar koma harðar niður hjá ungu fólki. þannig að það eru auðvitað vonbrigði, já,“ sagði Svandís. „Í gegnum þetta allt saman lærum við af reynslunni. Ég held að við séum öll sammála um að í haust hefðum við mátt grípa hraðar inn í. Við vorum svolítið að bíða og sjá hvernig þróunin yrði. Núna vitum við betur og núna vitum við að það er skynsamlegt að reyna að ná utan um þetta með hörðum aðgerðum eins hratt og hægt er,“ bætti hún við. Samstaðan fórsætisráðherra ofarlega í huga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst gera sér grein fyrir að þetta muni valda mörgum vonbrigðum. „Við erum öll búin að sjá fyrir okkur páskana og alls konar sem við ætluðum að gera þá. En ég veit það líka að Íslendingar hafa sýnt öllum þessum aðgerðum hingað til einstakan skilning og samstöðu. Af því að fólk fylgist vel með og tekur upplýsta afstöðu og veit alveg hvernig þessi veira virkar,“ segir Katrín. Fjármálaráðherra greindi frá því að margar þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til hingað til verða framlengdar fram á vorið og jafnvel út árið. Bjarni bindur vonir við bólusetningar „Þannig að enginn þurfi að velkjast í vafa um að það sé áfram hægt að treysta á þessar aðgerðir. Við erum sömuleiðis að boða það að gjalddagar sem til dæmis hefðu komið vegna frestaðra skattgreiðslna, sem hefðu komið til sögunnar í sumar, að því verði fleytt áfram í allt að tvö ár. Fleiri slíkar aðgerðir erum við að boða til að bregðast við. Svo skulum við bara muna að bæði hér á landi og í helstu viðskiptalöndum okkar eru bólusetningaráætlanir í gangi sem eru að ganga fram,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Þórólfur lagði til að hefja á ný bólusetningar með AstraZeneca Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðgerðir stjórnvalda í takti við hans tillögur og hann sé sáttur við að bólusetningar með AstraZeneca hefjist aftur enda gert af frumkvæði hans og landlæknis. „Ástæðan fyrir því að við vildum stöðva tímabundið notkunina á bóluefninu var að við vildum sjá hvort við gætum séð hvaða hópur það væri sem getur örugglega fengið bóluefnið án aukaverkana. Þar sem aukaverkanir eru í lágmarki. Ég held að við séum búin að sjá það og það er í samræmi við niðurstöður annarra erlendis. Ég tel að með því að nota þetta hjá fólki sjötíu ára og eldra séum við algerlega að lágmarka að svona aukaverkun sjáist. Alla vega hefur þeim ekki verið lýst hjá þessum aldurshópi núna það sem af er,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Aftur verður byrjað að bólusetja með AstraZeneca bóluefninu sem þýðir að óbreyttu að á næstu tveimur vikum verður búið að bólusetja alla sjötíu ára og eldri en efnið verður einnig gefið heilbrigðisstarfsfólki. Allar aðgerðir til stuðnings rekstraraðilum og einstaklingum sem gripið hefur verið til undanfarið ár verða framlengdar. „Við verðum bara að bregðast við. Þetta er bara svoleiðis,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu þegar hún mætti til aukafundar ríkisstjórnarinnar klukkan eitt í dag og augljóst á henni og öðrum ráðherrum að búast mætti við að stjórnvöld tækju fast og ákveðið í handbremsuna. Það varð síðan raunin á fréttamanna fundi sem hófst í Hörpu klukkan þrjú. Gríðarleg áhrif á skólastarf Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra var einnig á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag, enda hafa aðgerðirnar töluverð áhrif á skólastarf. Nú hefur þessi vetur verið ákaflega erfiður fyrir fólk á öllum námsstigum. Kemur til greina að endurskoða að einhverju leyti prófskyldu, námsmat og annað slíkt hvað varðar nám fólks á þessum vetri sem er að líða? „Brotthvarf hefur verið með minnsta móti. Nemendur hafa sýnt gríðarlega seiglu. Kennarar og allt skólasamfélagið og allir sem hafa tekið þátt í þessu. Við munum halda áfram að sýna sveigjanleika,“ svaraði Lilja. Breska afbrigðið komi harðar niður á ungu fólki Heilbrigðisráðherra segir það auðvitað vonbrigði að þessi staða sé komin upp. „Við máttum eiga von á því að þetta gerðist. Það var það sem við vorum alltaf að búa okkur undir. Við vissum að breska afbrigðið var komið vel á skrið í löndunum í kringum okkur. Það er það sem er að koma núna inn í samfélagið og raunar koma harðar niður hjá ungu fólki. þannig að það eru auðvitað vonbrigði, já,“ sagði Svandís. „Í gegnum þetta allt saman lærum við af reynslunni. Ég held að við séum öll sammála um að í haust hefðum við mátt grípa hraðar inn í. Við vorum svolítið að bíða og sjá hvernig þróunin yrði. Núna vitum við betur og núna vitum við að það er skynsamlegt að reyna að ná utan um þetta með hörðum aðgerðum eins hratt og hægt er,“ bætti hún við. Samstaðan fórsætisráðherra ofarlega í huga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst gera sér grein fyrir að þetta muni valda mörgum vonbrigðum. „Við erum öll búin að sjá fyrir okkur páskana og alls konar sem við ætluðum að gera þá. En ég veit það líka að Íslendingar hafa sýnt öllum þessum aðgerðum hingað til einstakan skilning og samstöðu. Af því að fólk fylgist vel með og tekur upplýsta afstöðu og veit alveg hvernig þessi veira virkar,“ segir Katrín. Fjármálaráðherra greindi frá því að margar þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til hingað til verða framlengdar fram á vorið og jafnvel út árið. Bjarni bindur vonir við bólusetningar „Þannig að enginn þurfi að velkjast í vafa um að það sé áfram hægt að treysta á þessar aðgerðir. Við erum sömuleiðis að boða það að gjalddagar sem til dæmis hefðu komið vegna frestaðra skattgreiðslna, sem hefðu komið til sögunnar í sumar, að því verði fleytt áfram í allt að tvö ár. Fleiri slíkar aðgerðir erum við að boða til að bregðast við. Svo skulum við bara muna að bæði hér á landi og í helstu viðskiptalöndum okkar eru bólusetningaráætlanir í gangi sem eru að ganga fram,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Þórólfur lagði til að hefja á ný bólusetningar með AstraZeneca Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðgerðir stjórnvalda í takti við hans tillögur og hann sé sáttur við að bólusetningar með AstraZeneca hefjist aftur enda gert af frumkvæði hans og landlæknis. „Ástæðan fyrir því að við vildum stöðva tímabundið notkunina á bóluefninu var að við vildum sjá hvort við gætum séð hvaða hópur það væri sem getur örugglega fengið bóluefnið án aukaverkana. Þar sem aukaverkanir eru í lágmarki. Ég held að við séum búin að sjá það og það er í samræmi við niðurstöður annarra erlendis. Ég tel að með því að nota þetta hjá fólki sjötíu ára og eldra séum við algerlega að lágmarka að svona aukaverkun sjáist. Alla vega hefur þeim ekki verið lýst hjá þessum aldurshópi núna það sem af er,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira