Leikskólum lokað til hádegis á morgun og kennarar vilja skella í lás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2021 21:22 Leikskólakennarar hafa kallað eftir því að leikskólum verði lokað næstu vikur í sóttvarnaskini. Vísir/Vilhelm Stjórn félags leikskólakennara segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Reykjavíkurborg hefur tekið ákvörðun um að allir leikskólar borgarinnar verði lokaðir til hádegis á morgun. Hertar takmarkanir voru kynntar í dag og verður meðal annars öllum skólastigum, utan leikskóla, lokað til og með 31. mars. Samkvæmt tilkynningu frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar munu leikskólar starfa eftir bestu getu með takmörkunum sem hljótast af nýjum sóttvarnareglum. Félagið lýsir áhyggjum sínum af því að halda eigi leikskólum landsins opnum fram að páskum. „Þessi veira hefur sýnt það að hún er óútreiknanleg varðandi það hvar hún slær niður,“ segir í ályktun stjórnar félags leikskólakennara. „Til að innleiða breytt skipulag hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að starfsdagur verði á leikskólum til hádegis á morgun, fimmtudag. Markmiðið með þessari ráðstöfun er að starfsemi leikskóla með breyttu skipulagi verði farsælt,“ segir í tilkynningu frá framkvæmdastjóra almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins. Hópsmit hefur komið upp í Laugarnesskóla og ellefu nemendur greindust með smit eftir sýnatöku gærdagsins. Smitin eru öll bundin við sjötta bekk skólans. Allur skólinn er nú í sóttkví auk Laugalækjarskóla. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í viðtali við fréttastofu í dag að svo virðist sem það afbrigði veirunnar sem nú er í samfélaginu smiti börn frekar en önnur afbrigði hennar. Þá virðist börn einnig verða veikari af þessu afbrigði veirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Frétti af smitum skólafélaga í gegnum snapchat Marta Maier er í 6. bekk í Laugarnesskóla og því í sóttkví fram að helgi eins og allur árgangur skólans. Tólf börn í áranginum hafa greinst með kórónuveiruna og voru nemendur í Laugarnesskóla líklega fyrst að frétta af smitunum í gærkvöldi. Meira að segja á undan sóttvarnayfirvöldum. 24. mars 2021 21:00 Neyðarstigi almannavarna lýst yfir Ákveðið hefur verið að færa almannavarnastig úr hættustigi og upp í neyðarstig vegna kórónuveirufaraldursins. Síðast var neyðarstig í gildi hér á landi 12. Febrúar en þann dag var neyðarstig lækkað niður á hættustig. Samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra nú í kvöld hefur verið ákveðið að færa almannavarnastigið aftur upp á neyðarstig. 24. mars 2021 20:21 Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Hertar takmarkanir voru kynntar í dag og verður meðal annars öllum skólastigum, utan leikskóla, lokað til og með 31. mars. Samkvæmt tilkynningu frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar munu leikskólar starfa eftir bestu getu með takmörkunum sem hljótast af nýjum sóttvarnareglum. Félagið lýsir áhyggjum sínum af því að halda eigi leikskólum landsins opnum fram að páskum. „Þessi veira hefur sýnt það að hún er óútreiknanleg varðandi það hvar hún slær niður,“ segir í ályktun stjórnar félags leikskólakennara. „Til að innleiða breytt skipulag hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að starfsdagur verði á leikskólum til hádegis á morgun, fimmtudag. Markmiðið með þessari ráðstöfun er að starfsemi leikskóla með breyttu skipulagi verði farsælt,“ segir í tilkynningu frá framkvæmdastjóra almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins. Hópsmit hefur komið upp í Laugarnesskóla og ellefu nemendur greindust með smit eftir sýnatöku gærdagsins. Smitin eru öll bundin við sjötta bekk skólans. Allur skólinn er nú í sóttkví auk Laugalækjarskóla. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í viðtali við fréttastofu í dag að svo virðist sem það afbrigði veirunnar sem nú er í samfélaginu smiti börn frekar en önnur afbrigði hennar. Þá virðist börn einnig verða veikari af þessu afbrigði veirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Frétti af smitum skólafélaga í gegnum snapchat Marta Maier er í 6. bekk í Laugarnesskóla og því í sóttkví fram að helgi eins og allur árgangur skólans. Tólf börn í áranginum hafa greinst með kórónuveiruna og voru nemendur í Laugarnesskóla líklega fyrst að frétta af smitunum í gærkvöldi. Meira að segja á undan sóttvarnayfirvöldum. 24. mars 2021 21:00 Neyðarstigi almannavarna lýst yfir Ákveðið hefur verið að færa almannavarnastig úr hættustigi og upp í neyðarstig vegna kórónuveirufaraldursins. Síðast var neyðarstig í gildi hér á landi 12. Febrúar en þann dag var neyðarstig lækkað niður á hættustig. Samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra nú í kvöld hefur verið ákveðið að færa almannavarnastigið aftur upp á neyðarstig. 24. mars 2021 20:21 Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Frétti af smitum skólafélaga í gegnum snapchat Marta Maier er í 6. bekk í Laugarnesskóla og því í sóttkví fram að helgi eins og allur árgangur skólans. Tólf börn í áranginum hafa greinst með kórónuveiruna og voru nemendur í Laugarnesskóla líklega fyrst að frétta af smitunum í gærkvöldi. Meira að segja á undan sóttvarnayfirvöldum. 24. mars 2021 21:00
Neyðarstigi almannavarna lýst yfir Ákveðið hefur verið að færa almannavarnastig úr hættustigi og upp í neyðarstig vegna kórónuveirufaraldursins. Síðast var neyðarstig í gildi hér á landi 12. Febrúar en þann dag var neyðarstig lækkað niður á hættustig. Samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra nú í kvöld hefur verið ákveðið að færa almannavarnastigið aftur upp á neyðarstig. 24. mars 2021 20:21
Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42