Sögulegur lestur á Vísi í eldgosaviku Kolbeinn Tumi Daðason, Tinni Sveinsson og Þórir Guðmundsson skrifa 25. mars 2021 13:01 234 þúsund innlendir notendur sóttu Vísi heim á hverjum degi í síðustu viku. Þetta er um fimm prósentum meira en á næststærsta miðlinum, Mbl.is. Litlu munar í lestri á vef DV og RÚV en 125 þúsund innlendir notendur lásu þær vefsíður daglega. Vísir 234 þúsund íslenskir notendur heimsóttu Vísi að meðaltali á hverjum degi í liðinni viku og lásu, horfðu og hlustuðu á fréttir og annað efni. Eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall er helsta ástæðan fyrir þessum háu tölum. Gosið bætti í mikinn fréttaáhuga þjóðarinnar undanfarið vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi og kaflaskipti í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Þetta er næstmesta aðsókn sem mælst hefur í sögu Vísis sem fagnar 23 ára afmæli sínu um þessar mundir. Stærsti miðill á Íslandi Í skýrslum MMR um netmiðlanotkun Íslendinga kemur fram að Vísir hefur verið mest lesni miðill landsins allt frá síðasta hausti. Í mælingu á fyrsta ársfjórðungi kemur fram að 84% þjóðarinnar skoðar vefinn vikulega og 62% daglega. Þegar þessar tölur eru bornar saman við alla aðra miðla, hvort sem það er á vef, í útvarpi eða sjónvarpi, sést að Vísir er í fyrsta sæti. Í vikulegum lestrarmælingum Gallup kemur fram að Vísir hefur verið mest lesni miðill landsins í átta vikur af þeim ellefu sem liðnar eru af árinu. Á tímum þar sem falsfréttir og upplýsingaóreiða vaða uppi og óvissutímar eru fyrir hendi er full ástæða til að þakka það traust sem lesendur okkar hafa sýnt á þessum títtnefndu fordæmalausu tímum. 287 þúsund notendur á Íslandi Fjöldi innlendra notenda á Vísi í yfirstandandi viku hefur verið í kringum 250 þúsund daglega, mest í gær þegar 276 þúsund sóttu okkur heim. Flestir fylgdust með aukafréttatíma vegna kynningar á hörðustu aðgerðum hér á landi í kórónuveirufaraldrinum. Stærsti dagur ársins á Vísi var þó liðinn föstudag, gosdaginn sjálfan, þegar Vísir greindi fyrstur stóru fréttamiðlanna frá upphafi eldgoss. 287 þúsund innlendir notendur sóttu vefinn heim þann daginn og flestir lásu fréttina hér að neðan. Þessi frétt var reglulega uppfærð með textalýsingu yfir helgina og alls lesin um 550 þúsund sinnum. Meðal annarra frétta sem voru mikið lesnar var fréttaskýring um söngkonuna Britney Spears, hrakningasaga feðga sem ætluðu að skoða eldgosið, viðtal við Seltirning sem fann gamla byssu í garði sínum og fréttaskýring sem dró saman helstu upplýsingar um eldgosið aðfaranótt laugardags. Vönduð fréttamennska Starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar eflast við stöðuga fjölgun lesenda á öllum aldri. Okkar markmið er auk þess að vera fyrst með fréttirnar að standa vörð um gildi góðrar fréttamennsku eins og komið er inn á í ritstjórnarstefnu okkar. Þá minnum við lesendur á að þeir geta haft áhrif á umfjöllunarefni á hverjum tíma og hvetjum við þá til að láta í sér heyra. Margt má betur fara og þá eru fallegar sögur sem er full ástæða til að segja. Við tökum á móti ábendingum af öllum toga í ritstjórnarpóstinum okkar, ritstjorn@visir.is, og heitum fullum trúnaði varðandi þær. Þangað má sömuleiðis senda áhugaverðar myndir eða myndbönd. Beinn sími á ritstjórn er 512-5200. Allar fréttir á Vísi eru merktar fréttamönnum okkar. Með því að smella á nafnið ratar lesandi á heimasíðu blaðamannsins hvar finna má netfang hans og símanúmer til að hafa samband. Þá minnum við á skoðanavettvang okkar þar sem daglega fer fram lífleg umræða. Lesendur geta skrifað greinar og þannig látið til sín taka. Greinar sendast á netfangið greinar@visir.is ásamt höfundarmynd. Vísir fagnar 23 ára afmæli sínu þann 1. apríl. Sögu Vísis voru gerð skil á nítján ára afmælinu fyrir fjórum árum eins og lesa má um hér. Þá má geta þess að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var tilnefnd til þrennra blaðamannaverðlauna á dögunum. Fréttin hefur verið uppfærð og því haldið til haga að Víkurfréttir í Reykjanesbæ greindu frá því að gos væri hafið tveimur mínútum á undan Vísi. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fólkið á hinum vöðvastælta Vísi: Netið er bara svo geggjað Vefmiðillinn Vísir er 19 ára – hann á eitt ár til góða af táningaaldrinum. Það hefur gengið á ýmsu. 1. apríl 2017 08:00 Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tilnefndir til þrennra blaðamannaverðlauna Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi hafa verið tilnefndar til blaðamannaverðlaunanna í flokknum Umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. 19. mars 2021 14:42 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall er helsta ástæðan fyrir þessum háu tölum. Gosið bætti í mikinn fréttaáhuga þjóðarinnar undanfarið vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi og kaflaskipti í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Þetta er næstmesta aðsókn sem mælst hefur í sögu Vísis sem fagnar 23 ára afmæli sínu um þessar mundir. Stærsti miðill á Íslandi Í skýrslum MMR um netmiðlanotkun Íslendinga kemur fram að Vísir hefur verið mest lesni miðill landsins allt frá síðasta hausti. Í mælingu á fyrsta ársfjórðungi kemur fram að 84% þjóðarinnar skoðar vefinn vikulega og 62% daglega. Þegar þessar tölur eru bornar saman við alla aðra miðla, hvort sem það er á vef, í útvarpi eða sjónvarpi, sést að Vísir er í fyrsta sæti. Í vikulegum lestrarmælingum Gallup kemur fram að Vísir hefur verið mest lesni miðill landsins í átta vikur af þeim ellefu sem liðnar eru af árinu. Á tímum þar sem falsfréttir og upplýsingaóreiða vaða uppi og óvissutímar eru fyrir hendi er full ástæða til að þakka það traust sem lesendur okkar hafa sýnt á þessum títtnefndu fordæmalausu tímum. 287 þúsund notendur á Íslandi Fjöldi innlendra notenda á Vísi í yfirstandandi viku hefur verið í kringum 250 þúsund daglega, mest í gær þegar 276 þúsund sóttu okkur heim. Flestir fylgdust með aukafréttatíma vegna kynningar á hörðustu aðgerðum hér á landi í kórónuveirufaraldrinum. Stærsti dagur ársins á Vísi var þó liðinn föstudag, gosdaginn sjálfan, þegar Vísir greindi fyrstur stóru fréttamiðlanna frá upphafi eldgoss. 287 þúsund innlendir notendur sóttu vefinn heim þann daginn og flestir lásu fréttina hér að neðan. Þessi frétt var reglulega uppfærð með textalýsingu yfir helgina og alls lesin um 550 þúsund sinnum. Meðal annarra frétta sem voru mikið lesnar var fréttaskýring um söngkonuna Britney Spears, hrakningasaga feðga sem ætluðu að skoða eldgosið, viðtal við Seltirning sem fann gamla byssu í garði sínum og fréttaskýring sem dró saman helstu upplýsingar um eldgosið aðfaranótt laugardags. Vönduð fréttamennska Starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar eflast við stöðuga fjölgun lesenda á öllum aldri. Okkar markmið er auk þess að vera fyrst með fréttirnar að standa vörð um gildi góðrar fréttamennsku eins og komið er inn á í ritstjórnarstefnu okkar. Þá minnum við lesendur á að þeir geta haft áhrif á umfjöllunarefni á hverjum tíma og hvetjum við þá til að láta í sér heyra. Margt má betur fara og þá eru fallegar sögur sem er full ástæða til að segja. Við tökum á móti ábendingum af öllum toga í ritstjórnarpóstinum okkar, ritstjorn@visir.is, og heitum fullum trúnaði varðandi þær. Þangað má sömuleiðis senda áhugaverðar myndir eða myndbönd. Beinn sími á ritstjórn er 512-5200. Allar fréttir á Vísi eru merktar fréttamönnum okkar. Með því að smella á nafnið ratar lesandi á heimasíðu blaðamannsins hvar finna má netfang hans og símanúmer til að hafa samband. Þá minnum við á skoðanavettvang okkar þar sem daglega fer fram lífleg umræða. Lesendur geta skrifað greinar og þannig látið til sín taka. Greinar sendast á netfangið greinar@visir.is ásamt höfundarmynd. Vísir fagnar 23 ára afmæli sínu þann 1. apríl. Sögu Vísis voru gerð skil á nítján ára afmælinu fyrir fjórum árum eins og lesa má um hér. Þá má geta þess að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var tilnefnd til þrennra blaðamannaverðlauna á dögunum. Fréttin hefur verið uppfærð og því haldið til haga að Víkurfréttir í Reykjanesbæ greindu frá því að gos væri hafið tveimur mínútum á undan Vísi.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fólkið á hinum vöðvastælta Vísi: Netið er bara svo geggjað Vefmiðillinn Vísir er 19 ára – hann á eitt ár til góða af táningaaldrinum. Það hefur gengið á ýmsu. 1. apríl 2017 08:00 Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tilnefndir til þrennra blaðamannaverðlauna Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi hafa verið tilnefndar til blaðamannaverðlaunanna í flokknum Umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. 19. mars 2021 14:42 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Fólkið á hinum vöðvastælta Vísi: Netið er bara svo geggjað Vefmiðillinn Vísir er 19 ára – hann á eitt ár til góða af táningaaldrinum. Það hefur gengið á ýmsu. 1. apríl 2017 08:00
Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tilnefndir til þrennra blaðamannaverðlauna Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi hafa verið tilnefndar til blaðamannaverðlaunanna í flokknum Umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. 19. mars 2021 14:42