Þetta staðfesti Berglind Stefánsdóttir skólastjóri í samtali við Vísi um klukkan 11 í morgun.
Greint var frá því í gær að nemandi í unglingadeild Hlíðaskóla hafi greinst með kórónuveiruna á þriðjudag og var því ákveðið að senda alla nemendur skólans í 8., 9. og 10. bekk í sóttkví. Þetta kom fram í bréfi skólastjórnenda til foreldra í gærkvöldi.
Í heildina eru 152 nemendur og átta starfsmenn skólans nú í sóttkví.