Tuttugu greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2021 11:33 Þórólfur Guðnason á leið af fundi með formönnum stjórnarflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Vísir/Vilhelm Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. Smitið hefur teygt sig inn í nokkra skóla á höfuðborgarsvæðinu en uppruni þess er ekki ljós en ekki er um að ræða afbrigði sem greinst hefur á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi rétt í þessu. Sagði hann að þeir átta sem greindust í gær tengdust allir umræddu klasasmiti. Um 2.000 manns mættu í sýnatöku vegna Covid-19 í gær. Þórólfur sagði að vel hefði tekist að rekja og tengja saman tvær aðrar hópsýkingar sem greinst hefðu að undanförnu, ólíkt fyrrgreindu klasasmiti. Ljóst væri að töluverð útbreiðsla væri á veirunni í samfélaginu og um væri að ræða hið breska afbrigði. Hann sagði þróunina valda áhyggjum, ekki síst vegna þess að afbrigðið væri meira smitandi og væri að valda alvarlegri veikindum í öllum aldurshópum nema yngri en sex ára. Sjúkrahúsinnlagnir væru tvöfalt fleiri og að í Danmörku til dæmis væri aukning í smitum hjá börnum, nema í þessum yngsta aldurshóp. Til að stemma stigu við útbreiðslunni þyrfti að bregðast hratt við og það hefði verið gert. Nýjar reglur tækju mjög mið af þeim reglum sem hefði verið beitt til að koma þjóðinni úr þriðju bylgju faraldursins. Vonir stæðu til að hægt yrði að ná tökum á þessu hratt og aflétta þá aðgerðum en það yrði þó líklega ekki fyrr en eftir tvær til þrjár vikur. Varðandi leikskólana ítrekaði Þórólfur að það væri enn sem áður var; smithættan virtist ekki vera meiri hjá börnum á leikskólaaldri. Það hefði tekist vel að hafa leikskólana opna og engar sóttvarnalegar ábendingar væru til að breyta um stefnu. Þá sagðist hann hafa áhyggjur af því að lokun leikskólanna gæti valdið mikilli röskun í samfélaginu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Smitið hefur teygt sig inn í nokkra skóla á höfuðborgarsvæðinu en uppruni þess er ekki ljós en ekki er um að ræða afbrigði sem greinst hefur á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi rétt í þessu. Sagði hann að þeir átta sem greindust í gær tengdust allir umræddu klasasmiti. Um 2.000 manns mættu í sýnatöku vegna Covid-19 í gær. Þórólfur sagði að vel hefði tekist að rekja og tengja saman tvær aðrar hópsýkingar sem greinst hefðu að undanförnu, ólíkt fyrrgreindu klasasmiti. Ljóst væri að töluverð útbreiðsla væri á veirunni í samfélaginu og um væri að ræða hið breska afbrigði. Hann sagði þróunina valda áhyggjum, ekki síst vegna þess að afbrigðið væri meira smitandi og væri að valda alvarlegri veikindum í öllum aldurshópum nema yngri en sex ára. Sjúkrahúsinnlagnir væru tvöfalt fleiri og að í Danmörku til dæmis væri aukning í smitum hjá börnum, nema í þessum yngsta aldurshóp. Til að stemma stigu við útbreiðslunni þyrfti að bregðast hratt við og það hefði verið gert. Nýjar reglur tækju mjög mið af þeim reglum sem hefði verið beitt til að koma þjóðinni úr þriðju bylgju faraldursins. Vonir stæðu til að hægt yrði að ná tökum á þessu hratt og aflétta þá aðgerðum en það yrði þó líklega ekki fyrr en eftir tvær til þrjár vikur. Varðandi leikskólana ítrekaði Þórólfur að það væri enn sem áður var; smithættan virtist ekki vera meiri hjá börnum á leikskólaaldri. Það hefði tekist vel að hafa leikskólana opna og engar sóttvarnalegar ábendingar væru til að breyta um stefnu. Þá sagðist hann hafa áhyggjur af því að lokun leikskólanna gæti valdið mikilli röskun í samfélaginu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira