Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Eiður Þór Árnason skrifar 25. mars 2021 15:36 Bólusetningin fer fram í Laugardagshöllinni. Vísir/Vilhelm Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. Er um að ræða fyrri bólusetningu fyrir þennan hóp og verður notast við bóluefni AstraZeneca. Frá þessu er greint á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en þar segir að reynsla síðustu mánaða hafi sýnt að umrætt bóluefni sé öruggt og áhrifaríkt fyrir eldra fólk. Hlé var um tíma gert á notkun efnisins á meðan athugun fór fram á blóðtappatilfellum. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi í dag að rannsóknir hafi nú sýnt að blóðsega- og blæðingavandamál á borð við blóðtappa kæmu nær eingöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára. Þá sagði sóttvarnalæknir gögn gefa til kynna að bóluefnið væri jafn virkt í eldri aldurshópum og hjá þeim yngri og fækkaði tilfellum um 85 prósent. Evrópuþjóðir, þar á meðal Svíar og Finnar hafa nú hafið bólusetningar á ný með bóluefni AstraZeneca hjá 65 ára og eldri. Þórólfur sagði að bóluefnið yrði hér fyrst um sinn gefið 70 ára og eldri og hvatti alla sem fengju boð í bólusetningu til að mæta og láta það ekki vera fyrirstöðu að um væri að ræða bóluefnið frá AstraZeneca. Geta mætt þó SMS hafi ekki borist Boð um bólusetninguna á morgun hafa verið send með SMS-skilaboðum og er fólk beðið um að fylgja tímasetningu sem þar kemur fram, af því er fram kemur á vef heilsugæslunnar. Þeir sem eru fæddir 1948 eða fyrr en hafa ekki fengið SMS-skilaboð geta samt sem áður komið í Laugardalshöllina á morgun milli klukkan 9-15 og fengið bólusetningu. Heilsugæslan beinir því til fólks að mæta með skilríki og minnir á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því er fólk beðið um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða. Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin. Hafi fólk bráðaofnæmi við stungulyfjum, eða af óþekktum toga, er ekki ráðlegt að bólusetja það. Þeir sem ekki þiggja bólusetningu eru beðnir um að láta vita með tölvupósti á bolusetning@heilsugaeslan.is eða i síma 513-5000. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Er um að ræða fyrri bólusetningu fyrir þennan hóp og verður notast við bóluefni AstraZeneca. Frá þessu er greint á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en þar segir að reynsla síðustu mánaða hafi sýnt að umrætt bóluefni sé öruggt og áhrifaríkt fyrir eldra fólk. Hlé var um tíma gert á notkun efnisins á meðan athugun fór fram á blóðtappatilfellum. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi í dag að rannsóknir hafi nú sýnt að blóðsega- og blæðingavandamál á borð við blóðtappa kæmu nær eingöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára. Þá sagði sóttvarnalæknir gögn gefa til kynna að bóluefnið væri jafn virkt í eldri aldurshópum og hjá þeim yngri og fækkaði tilfellum um 85 prósent. Evrópuþjóðir, þar á meðal Svíar og Finnar hafa nú hafið bólusetningar á ný með bóluefni AstraZeneca hjá 65 ára og eldri. Þórólfur sagði að bóluefnið yrði hér fyrst um sinn gefið 70 ára og eldri og hvatti alla sem fengju boð í bólusetningu til að mæta og láta það ekki vera fyrirstöðu að um væri að ræða bóluefnið frá AstraZeneca. Geta mætt þó SMS hafi ekki borist Boð um bólusetninguna á morgun hafa verið send með SMS-skilaboðum og er fólk beðið um að fylgja tímasetningu sem þar kemur fram, af því er fram kemur á vef heilsugæslunnar. Þeir sem eru fæddir 1948 eða fyrr en hafa ekki fengið SMS-skilaboð geta samt sem áður komið í Laugardalshöllina á morgun milli klukkan 9-15 og fengið bólusetningu. Heilsugæslan beinir því til fólks að mæta með skilríki og minnir á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því er fólk beðið um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða. Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin. Hafi fólk bráðaofnæmi við stungulyfjum, eða af óþekktum toga, er ekki ráðlegt að bólusetja það. Þeir sem ekki þiggja bólusetningu eru beðnir um að láta vita með tölvupósti á bolusetning@heilsugaeslan.is eða i síma 513-5000. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40