Segja leikstíl Ísaks Bergmanns svipa til Luka Modrić Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2021 07:00 Ísak Bergmann í leik gegn Ítalíu í undankeppni EM. Vísir/Vilhelm Ísak Bergmann Jóhannesson hóf 4-1 tap íslenska U-21 árs landsliðsins gegn Rússlandi á hægri vængnum í 4-3-3 leikkerfi en ef marka má sérfræðinga The Athletic myndu hæfileikar hans nýtast betur á miðri miðjunni. Vísir greindi frá því að knattspyrnusamband Evrópu hefði tekið saman lista yfir einn leikmann úr hverju liði sem vert væri að fylgjast með á mótinu. Ísak Bergmann Jóhannesson var sá Íslendingur sem var nefndur til sögunnar. Nú hefur íþróttamiðillinn The Athletic tekið í sama streng en íþróttavefmiðillinn birti tíu leikmenn sem áhorfendur ættu svo sannarlega ekki að láta fram hjá sér fara. Ísak Bergmann er þar á meðal ásamt tveimur öðrum úr riðli okkar Íslendinga. Fedor Chalov – fremherji Rússlands sem við fengum að kynnast aðeins of vel í 4-1 tapi Íslands í gær – og svo hinn ungi Wahid Faghir hjá Danmörku. Í greininni segir að Ísak Bergmann sé eftirsóttur af fjölda stórliða Evrópu, þar á meðal Juventus, Inter Milan og Manchester United. „Þess örvfætti leikmaður var byrjunarliðsmaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og er einkar fjölhæfur. Getur hann spilað annað hvort úti á væng eða miðsvæðis. Þrátt fyrir ungan aldur er hann mjög yfirvegaður á boltann og tekur reglulega þátt í sóknaruppbyggingu liðsins með stuttum, snöggum sendingum,“ segir í grein Athletic. Scamacca scores the first goal for Italy in the #U21EURO Championship!I looked in to his profile below, as a key player to look out for in the tournament https://t.co/jVm8cpWzIo— Mark Carey (@MarkCarey93) March 24, 2021 „Sköpunargetan helst í hendur við yfirvegun Ísaks á boltann en hann lagði alls upp níu mörk í deildinni á síðasta tímabili. Miðað við spilaðar mínútur þá var hann í sjöunda sæti yfir flestar stoðsendingar í sænsku úrvalsdeildinni.“ „Samkvæmt algrím smarterscout þá svipar leikstíll Ísaks Bergmanns til Luka Modrić hjá Real Madrid, miðjumaður sem tengir vörn og sókn vel saman – ekki slæmur leikmaður til að vera líkt við.“ Ísak Bergmann náði því miður lítið að sýna í slæmu tapi íslenska liðsins gegn Rússum í gær. Eins og áður kom fram hóf hann leik á hægri vængnum en hver veit nema hann fái tækifæri á miðjunni í næsta leik. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50 „Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi. 25. mars 2021 20:20 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Sjá meira
Vísir greindi frá því að knattspyrnusamband Evrópu hefði tekið saman lista yfir einn leikmann úr hverju liði sem vert væri að fylgjast með á mótinu. Ísak Bergmann Jóhannesson var sá Íslendingur sem var nefndur til sögunnar. Nú hefur íþróttamiðillinn The Athletic tekið í sama streng en íþróttavefmiðillinn birti tíu leikmenn sem áhorfendur ættu svo sannarlega ekki að láta fram hjá sér fara. Ísak Bergmann er þar á meðal ásamt tveimur öðrum úr riðli okkar Íslendinga. Fedor Chalov – fremherji Rússlands sem við fengum að kynnast aðeins of vel í 4-1 tapi Íslands í gær – og svo hinn ungi Wahid Faghir hjá Danmörku. Í greininni segir að Ísak Bergmann sé eftirsóttur af fjölda stórliða Evrópu, þar á meðal Juventus, Inter Milan og Manchester United. „Þess örvfætti leikmaður var byrjunarliðsmaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og er einkar fjölhæfur. Getur hann spilað annað hvort úti á væng eða miðsvæðis. Þrátt fyrir ungan aldur er hann mjög yfirvegaður á boltann og tekur reglulega þátt í sóknaruppbyggingu liðsins með stuttum, snöggum sendingum,“ segir í grein Athletic. Scamacca scores the first goal for Italy in the #U21EURO Championship!I looked in to his profile below, as a key player to look out for in the tournament https://t.co/jVm8cpWzIo— Mark Carey (@MarkCarey93) March 24, 2021 „Sköpunargetan helst í hendur við yfirvegun Ísaks á boltann en hann lagði alls upp níu mörk í deildinni á síðasta tímabili. Miðað við spilaðar mínútur þá var hann í sjöunda sæti yfir flestar stoðsendingar í sænsku úrvalsdeildinni.“ „Samkvæmt algrím smarterscout þá svipar leikstíll Ísaks Bergmanns til Luka Modrić hjá Real Madrid, miðjumaður sem tengir vörn og sókn vel saman – ekki slæmur leikmaður til að vera líkt við.“ Ísak Bergmann náði því miður lítið að sýna í slæmu tapi íslenska liðsins gegn Rússum í gær. Eins og áður kom fram hóf hann leik á hægri vængnum en hver veit nema hann fái tækifæri á miðjunni í næsta leik.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50 „Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi. 25. mars 2021 20:20 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50
„Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi. 25. mars 2021 20:20