„Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2021 20:20 Davíð Snorri horfði á björtu hliðarnar á blaðamannafundi að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í kvöld. vísir/Sigurjón Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi. Davíð Snorri tók þó fram að íslenska liðið gæti tekið ýmislegt jákvætt með sér úr leiknum. „Þetta var mjög svekkjandi, sérstaklega kaflinn þar sem við lentum í eltingaleik. Þótt það lægi á okkur vorum við á löngum stundum við góða stjórn, svo kom vondur kafli sem við náðum svo að vinna okkur út úr og komum betur inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Davíð Snorri að leik loknum en Rússar voru 3-0 yfir í hálfleik. „Það komu augnablik þar sem þeir náðu góðum skyndisóknum og við vorum svolítið hálft í hálft, það slitnaði á milli hjá okkur. Þeir voru að vinna vel í millisvæðin og voru að tvöfalda á okkur. Við hefðum þurft að vinna betur saman á þeim augnablikum.“ „Við ræddum það í hálfleik að við þyrftum að anda inn og út, fórum yfir hvernig við vildum laga færslur og loka millisvæðum betur. Við löguðum það í seinni hálfleiknum,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í fyrri hálfleik. „Við skoruðum þetta mark og spiluðum vel í síðari hálfleik. Það var aldrei inn í myndinni að gefast upp og það sýnir hversu sterk liðsheildin er í þessum hóp, við stígum upp. Við lentum bara í vondum kafla, það gerist.“ „Þetta er lokamót og þá eru allir leikir erfiðir. Þetta er ekki búið og lok, lok og læs. Við erum ekki þannig,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, að lokum. Ísland mætir Danmörku í næsta leik sínum í C-riðli EM sem fram fer í Ungverjalandi á sunnudaginn kemur. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Sjá meira
Davíð Snorri tók þó fram að íslenska liðið gæti tekið ýmislegt jákvætt með sér úr leiknum. „Þetta var mjög svekkjandi, sérstaklega kaflinn þar sem við lentum í eltingaleik. Þótt það lægi á okkur vorum við á löngum stundum við góða stjórn, svo kom vondur kafli sem við náðum svo að vinna okkur út úr og komum betur inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Davíð Snorri að leik loknum en Rússar voru 3-0 yfir í hálfleik. „Það komu augnablik þar sem þeir náðu góðum skyndisóknum og við vorum svolítið hálft í hálft, það slitnaði á milli hjá okkur. Þeir voru að vinna vel í millisvæðin og voru að tvöfalda á okkur. Við hefðum þurft að vinna betur saman á þeim augnablikum.“ „Við ræddum það í hálfleik að við þyrftum að anda inn og út, fórum yfir hvernig við vildum laga færslur og loka millisvæðum betur. Við löguðum það í seinni hálfleiknum,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í fyrri hálfleik. „Við skoruðum þetta mark og spiluðum vel í síðari hálfleik. Það var aldrei inn í myndinni að gefast upp og það sýnir hversu sterk liðsheildin er í þessum hóp, við stígum upp. Við lentum bara í vondum kafla, það gerist.“ „Þetta er lokamót og þá eru allir leikir erfiðir. Þetta er ekki búið og lok, lok og læs. Við erum ekki þannig,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, að lokum. Ísland mætir Danmörku í næsta leik sínum í C-riðli EM sem fram fer í Ungverjalandi á sunnudaginn kemur.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Sjá meira