Forsetinn líkir nýjum kosningalögum í Georgíu við Jim Crow Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 08:22 Lögin eru sögð munu gera svörtum mun erfiðara fyrir að kjósa en margir svartir Bandaríkjamenn eiga til dæmis ekki skilríki. epa/Erik S. Lesser Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur líkt nýjum kosningalögum í Georgíu við ódæðisverk og kallað þau „Jim Crow á 21. öldinni“. Biden varð í fyrra fyrsti demókratinn til að tryggja sér kjörmenn ríkisins frá 1992. Í yfirlýsingu sem birt var í gær sagði forsetinn að ítrekaðar endurtalningar og dómsmál hefðu staðfest þá niðurstöðu að kosningarnar í Georgíu hefðu verið réttmætar, þrátt fyrir staðhæfingar Donald Trump og stuðningsmanna hans um kosningasvik. Nýju lögin fela meðal annars í sér að nú verður fólk að sýna skilríki áður en það fær afhent utankjörfundaratkvæðaseðil og þá verður fjöldi kjörkassa, það er staða þar sem hægt er að skila utankjörfundaratkvæðum, takmarkaður. Áður dugði að staðfesta móttöku kjörseðilsins með undirskrift. Einnig verður ólöglegt að færa þeim sem bíða í röð til að kjósa mat og drykk. „Í stað þess að fanga rétti allra Georgíu-búa til að kjósa og sigra í kosningum á grundvelli hugsjóna þeirra, hafa repúblikanar þess í stað flýtt í gegn óamerískum lögum til að neita fólki um réttinn til að kjósa,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Biden. Sagði hann um að ræða óforskammaða árás á stjórnarskrána og góða samvisku. Snemma í gær var Park Cannon, þingkona demókrata í Georgíu, handtekinn fyrir að banka ítrekað á dyr ríkisstjórans Brian Kemp á meðan hann undirritaði frumvarpið. Hún er meðal þeirra sem hafa sagt lögin „Jim Crow í nýjum búningi“. Jim Crow voru þau lög sem kváðu um aðskilnað milli svartra og hvítra á 19. og 20. öld. BBC greindi frá. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Black Lives Matter Joe Biden Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Sjá meira
Í yfirlýsingu sem birt var í gær sagði forsetinn að ítrekaðar endurtalningar og dómsmál hefðu staðfest þá niðurstöðu að kosningarnar í Georgíu hefðu verið réttmætar, þrátt fyrir staðhæfingar Donald Trump og stuðningsmanna hans um kosningasvik. Nýju lögin fela meðal annars í sér að nú verður fólk að sýna skilríki áður en það fær afhent utankjörfundaratkvæðaseðil og þá verður fjöldi kjörkassa, það er staða þar sem hægt er að skila utankjörfundaratkvæðum, takmarkaður. Áður dugði að staðfesta móttöku kjörseðilsins með undirskrift. Einnig verður ólöglegt að færa þeim sem bíða í röð til að kjósa mat og drykk. „Í stað þess að fanga rétti allra Georgíu-búa til að kjósa og sigra í kosningum á grundvelli hugsjóna þeirra, hafa repúblikanar þess í stað flýtt í gegn óamerískum lögum til að neita fólki um réttinn til að kjósa,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Biden. Sagði hann um að ræða óforskammaða árás á stjórnarskrána og góða samvisku. Snemma í gær var Park Cannon, þingkona demókrata í Georgíu, handtekinn fyrir að banka ítrekað á dyr ríkisstjórans Brian Kemp á meðan hann undirritaði frumvarpið. Hún er meðal þeirra sem hafa sagt lögin „Jim Crow í nýjum búningi“. Jim Crow voru þau lög sem kváðu um aðskilnað milli svartra og hvítra á 19. og 20. öld. BBC greindi frá.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Black Lives Matter Joe Biden Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Sjá meira