„Er þetta nógu þjóðhollt?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. mars 2021 20:24 Lee Wong sýnir örin sem hann hlaut þegar hann þjónaði í bandaríska hernum. Vísir Undanfarin misseri hefur hatursglæpum gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna fjölgað gríðarlega. Upptök þessarar bylgju hatursglæpa rekja margir til rasisma í kjölfar kórónuveirufaraldursins í garð asískra Bandaríkjamanna. Þúsundir hafa tilkynnt ofbeldisfulla glæpi eða hatursárásir á undanförnum mánuðum og hafa þeir verið tengdir þeirri orðræðu sem myndaðist í upphafi kórónuveirufaraldursins þar sem asísku fólki var kennt um útbreiðslu Covid-19. Sex konur af asískum uppruna voru myrtar í Atlanta í Bandaríkjunum í síðustu viku, auk tveggja annarra sem ekki voru af asískum uppruna. Lee Wong, 69 ára gamall hermaður, flutti tilfinningaþrungna tölu á íbúafundi í Ohio í síðustu viku þar sem hann talaði gegn rasisma í garð asískra Bandaríkjamanna. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir en á fundinum sýndi hann áhorfendum ör sem hann ber á bringunni sem hann hlaut við þjónustu sína í bandaríska hernum. „Ég ætla að sýna ykkur hvernig þjóðrækni lítur út,“ sagði hann á fundinum á meðan hann hneppti frá skyrtunni sinni og sýndi áhorfendum örin. „Hér er sönnun mín. Þessi ör hlaut ég þegar ég þjónaði í bandaríska hernum. Er þetta nógu þjóðhollt?“ Hann sagði frá því að fólk hafi dregið þjóðhollustu hans í efa og ýjaði hann að því að það væri vegna þess að hann „liti ekki út fyrir að vera nógu bandarískur.“ Wong flutti til Bandaríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar til þess að ganga þar í skóla. Hann þjónaði í bandaríska hernum í 20 ár. Þá hefur hann setið í stjórn West Chester háskólans frá árinu 2005. Hann sagði í samtali við Fox News að hann hafi orðið fyrir líkamlegum og munnlegum árásum vegna kynþáttar síns. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. 23. mars 2021 06:45 Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Maður sem skaut átta til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árásum á þrjár mismunandi nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum í vikunni hefur verið ákærður fyrir átta morð. Hinn 21 árs gamli árásarmaður segist ekki vera rasisti. 18. mars 2021 10:24 Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Þúsundir hafa tilkynnt ofbeldisfulla glæpi eða hatursárásir á undanförnum mánuðum og hafa þeir verið tengdir þeirri orðræðu sem myndaðist í upphafi kórónuveirufaraldursins þar sem asísku fólki var kennt um útbreiðslu Covid-19. Sex konur af asískum uppruna voru myrtar í Atlanta í Bandaríkjunum í síðustu viku, auk tveggja annarra sem ekki voru af asískum uppruna. Lee Wong, 69 ára gamall hermaður, flutti tilfinningaþrungna tölu á íbúafundi í Ohio í síðustu viku þar sem hann talaði gegn rasisma í garð asískra Bandaríkjamanna. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir en á fundinum sýndi hann áhorfendum ör sem hann ber á bringunni sem hann hlaut við þjónustu sína í bandaríska hernum. „Ég ætla að sýna ykkur hvernig þjóðrækni lítur út,“ sagði hann á fundinum á meðan hann hneppti frá skyrtunni sinni og sýndi áhorfendum örin. „Hér er sönnun mín. Þessi ör hlaut ég þegar ég þjónaði í bandaríska hernum. Er þetta nógu þjóðhollt?“ Hann sagði frá því að fólk hafi dregið þjóðhollustu hans í efa og ýjaði hann að því að það væri vegna þess að hann „liti ekki út fyrir að vera nógu bandarískur.“ Wong flutti til Bandaríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar til þess að ganga þar í skóla. Hann þjónaði í bandaríska hernum í 20 ár. Þá hefur hann setið í stjórn West Chester háskólans frá árinu 2005. Hann sagði í samtali við Fox News að hann hafi orðið fyrir líkamlegum og munnlegum árásum vegna kynþáttar síns.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. 23. mars 2021 06:45 Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Maður sem skaut átta til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árásum á þrjár mismunandi nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum í vikunni hefur verið ákærður fyrir átta morð. Hinn 21 árs gamli árásarmaður segist ekki vera rasisti. 18. mars 2021 10:24 Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. 23. mars 2021 06:45
Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Maður sem skaut átta til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árásum á þrjár mismunandi nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum í vikunni hefur verið ákærður fyrir átta morð. Hinn 21 árs gamli árásarmaður segist ekki vera rasisti. 18. mars 2021 10:24
Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31