Þrjár tegundir af breska afbrigðinu sem ekki er hægt að rekja til landamæranna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. mars 2021 08:23 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Að minnsta kosti þrjár mismunandi tegundir af breska afbrigði kórónuveirunnar sem ekki er hægt að rekja til landamæranna hafa greinst innanlands undanfarið. Þetta er áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem ræddi stöðu faraldursins hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórólfur sagði að um tíu manns hefðu greinst með veiruna innanlands um helgina og af þeim voru um sjö í sóttkví. „En það sem maður hefur kannski meiri áhyggjur af, þetta eru litlar tölur, og menn geta kannski furðað sig á því að menn séu með svona miklar aðgerðir í gangi út af svona lágum tölum en það sem við höfum kannski meiri áhyggjur af það er það að það eru allavega þrjár mismunandi tegundir af þessu breska afbrigði sem við getum ekki rakið til landamæranna sem hafa lekið þar í gegn einhvern veginn án þess að við vitum. Það er ákveðið áhyggjuefni og við erum ennþá að greina fólk utan sóttkvíar sem dúkkar upp,“ sagði Þórólfur. Hann sagði nokkra möguleika í því hvernig smit gæti hafa komist framhjá kerfinu. Þannig hafi börn ekki verið skimuð á landamærunum fyrr en nýlega og vitað sé að einhverjir hafi ekki haldið fimm daga sóttkví almennilega við komuna til landsins. „Margir hafa verið að greinast í seinni skimun og fólk hefur verið farið af landinu þegar að seinni skimun kemur án þess að nokkur vissi. Þannig að það eru möguleikar en það þarf ekki mikið meira en þetta. Það þarf bara einn og einn hér og þar sem allt í einu fer að breiða úr sér. Þetta er greinilega mallandi hér og þar en góðu fréttirnar eru þó þær að við erum ekki að sjá neina blússandi aukningu í þessu enda hafa margir verið settir í sóttkví og það er búið að prófa og testa mjög marga þannig að ég vona þegar dagarnir líða núna að þetta fari bara fækkandi.“ Aðspurður hversu langan tíma það taki að sjá hvernig þróunin verður sagði hann að það tæki um tvær til þrjár vikur. Hertar sóttvarnaaðgerðir sem tóku gildi síðastliðinn fimmtudag gilda einmitt í þrjár vikur eða til og með 15. apríl. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Þetta er áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem ræddi stöðu faraldursins hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórólfur sagði að um tíu manns hefðu greinst með veiruna innanlands um helgina og af þeim voru um sjö í sóttkví. „En það sem maður hefur kannski meiri áhyggjur af, þetta eru litlar tölur, og menn geta kannski furðað sig á því að menn séu með svona miklar aðgerðir í gangi út af svona lágum tölum en það sem við höfum kannski meiri áhyggjur af það er það að það eru allavega þrjár mismunandi tegundir af þessu breska afbrigði sem við getum ekki rakið til landamæranna sem hafa lekið þar í gegn einhvern veginn án þess að við vitum. Það er ákveðið áhyggjuefni og við erum ennþá að greina fólk utan sóttkvíar sem dúkkar upp,“ sagði Þórólfur. Hann sagði nokkra möguleika í því hvernig smit gæti hafa komist framhjá kerfinu. Þannig hafi börn ekki verið skimuð á landamærunum fyrr en nýlega og vitað sé að einhverjir hafi ekki haldið fimm daga sóttkví almennilega við komuna til landsins. „Margir hafa verið að greinast í seinni skimun og fólk hefur verið farið af landinu þegar að seinni skimun kemur án þess að nokkur vissi. Þannig að það eru möguleikar en það þarf ekki mikið meira en þetta. Það þarf bara einn og einn hér og þar sem allt í einu fer að breiða úr sér. Þetta er greinilega mallandi hér og þar en góðu fréttirnar eru þó þær að við erum ekki að sjá neina blússandi aukningu í þessu enda hafa margir verið settir í sóttkví og það er búið að prófa og testa mjög marga þannig að ég vona þegar dagarnir líða núna að þetta fari bara fækkandi.“ Aðspurður hversu langan tíma það taki að sjá hvernig þróunin verður sagði hann að það tæki um tvær til þrjár vikur. Hertar sóttvarnaaðgerðir sem tóku gildi síðastliðinn fimmtudag gilda einmitt í þrjár vikur eða til og með 15. apríl. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira