Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2021 09:08 Starfsmaður WHO í vettvangsferðinni til Kína til að rannsaka upptök kórónuveirufaraldursins í febrúar. AP/Ng Han Guan Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. Skýrsla með niðurstöðum rannsóknarinnar hefur enn ekki verið birt en AP-fréttastofan segist hafa því sem næst lokadrög af henni í hendur frá embættismanni hjá WHO. Ekkert óvænt sé þar að finna og mörgum spurningum sé ósvarað. Tafir hafa verið á birtingu skýrslunnar sem hafa vakið upp spurningar um hvort að Kínverjar hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðurnar til að forðast ábyrgð á faraldrinum. AP segir að skýrslan verði þó birt á næstu dögum. Farið var yfir fjórar mögulegar sviðsmyndir um hvernig SARS-CoV-2 veiran sem veldur Covid-19 komst á flug í lok árs 2019 og byrjun árs 2020. Langlíklegast töldu rannsakendurnir að veiran hefði borist í menn úr dýrum. Líklegt væri að veiran hefði borist beint í menn úr leðurblökum. Mögulega gæti veiran hafa smitast með matvælum en það sé þó ekki sennilegt. Kórónuveirur eru þekktar í leðurblökum. Rannsakendurnir töldu þó að líklega væri einhvers staðar „týndur hlekkur“ í hvernig veiran barst í menn. Verulegur erfðafræðilegur munur er á nýju afbrigði kórónuveirunnar og veiruafbrigða í leðurblökum. Á meðal þeirra mögulegu dýrategunda sem gætu hafa haft milligöngu um að veiran barst í menn eru hreisturdýr, minkar eða kettir samkvæmt skýrsluhöfundum. Ekki ljóst hvort að faraldurinn hófst á fiskmarkaði í Wuhan Alþjóðlegur hópur sérfræðingar WHO ferðaðist til Wuhan í Kína, þar sem veiran kom fyrst fram, til að rannsaka upptök faraldursins í byrjun þessa árs. Í drögunum sem AP hefur undir höndum taka þeir ekki af tvímæli um hvort að faraldurinn hafi átt upptök sín á fiskmarkaði í Wuhan sem mörg smit voru rakin til í desember árið 2019. Önnur tilfelli utan markaðarins höfðu greinst áður sem er talið geta bent til þess að upptökin hafi verið annars staðar. Kínverjar halda því fram að þeir hafi greint veiruna í umbúðum utan um frosin matvæli sem voru flutt inn í landið eftir að faraldurinn dreifðist um jörðina. Skýrsluhöfundarnir leggja til að helstu tilgátur um upptök faraldursins verði rannsakaðar nánar fyrir utan tilgátuna um að veiran hafi átt uppruna sinn á tilraunastofu í Kína. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Skýrsla með niðurstöðum rannsóknarinnar hefur enn ekki verið birt en AP-fréttastofan segist hafa því sem næst lokadrög af henni í hendur frá embættismanni hjá WHO. Ekkert óvænt sé þar að finna og mörgum spurningum sé ósvarað. Tafir hafa verið á birtingu skýrslunnar sem hafa vakið upp spurningar um hvort að Kínverjar hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðurnar til að forðast ábyrgð á faraldrinum. AP segir að skýrslan verði þó birt á næstu dögum. Farið var yfir fjórar mögulegar sviðsmyndir um hvernig SARS-CoV-2 veiran sem veldur Covid-19 komst á flug í lok árs 2019 og byrjun árs 2020. Langlíklegast töldu rannsakendurnir að veiran hefði borist í menn úr dýrum. Líklegt væri að veiran hefði borist beint í menn úr leðurblökum. Mögulega gæti veiran hafa smitast með matvælum en það sé þó ekki sennilegt. Kórónuveirur eru þekktar í leðurblökum. Rannsakendurnir töldu þó að líklega væri einhvers staðar „týndur hlekkur“ í hvernig veiran barst í menn. Verulegur erfðafræðilegur munur er á nýju afbrigði kórónuveirunnar og veiruafbrigða í leðurblökum. Á meðal þeirra mögulegu dýrategunda sem gætu hafa haft milligöngu um að veiran barst í menn eru hreisturdýr, minkar eða kettir samkvæmt skýrsluhöfundum. Ekki ljóst hvort að faraldurinn hófst á fiskmarkaði í Wuhan Alþjóðlegur hópur sérfræðingar WHO ferðaðist til Wuhan í Kína, þar sem veiran kom fyrst fram, til að rannsaka upptök faraldursins í byrjun þessa árs. Í drögunum sem AP hefur undir höndum taka þeir ekki af tvímæli um hvort að faraldurinn hafi átt upptök sín á fiskmarkaði í Wuhan sem mörg smit voru rakin til í desember árið 2019. Önnur tilfelli utan markaðarins höfðu greinst áður sem er talið geta bent til þess að upptökin hafi verið annars staðar. Kínverjar halda því fram að þeir hafi greint veiruna í umbúðum utan um frosin matvæli sem voru flutt inn í landið eftir að faraldurinn dreifðist um jörðina. Skýrsluhöfundarnir leggja til að helstu tilgátur um upptök faraldursins verði rannsakaðar nánar fyrir utan tilgátuna um að veiran hafi átt uppruna sinn á tilraunastofu í Kína.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“