Engin frumkvæðisathugun í kortunum hjá umboðsmanni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2021 11:44 Tugir voru saman komnir í Ásmundarsal að kvöldi Þorláksmessu. Álitamál er hvort hámarksfjöldi gesta hafi verið tuttugu eða fimmtíu. Þar sötraði fólk áfengi og keypti listaverk. Vísir/SigurjónÓ Umboðsmaður Alþingis hefur enga ákvörðun tekið um að hefja frumkvæðisathugun á samskiptum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðherra á aðfangadag síðastliðinn. Málið er enn á borði ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra hringdi í tvígang í lögreglustjóra þann 24. desember í kjölfar frétta upp úr dagbók lögreglu að ónefndur ráðherra hefði verið gestur í samkvæmi á Þorláksmessukvöld sem leyst hefði verið upp vegna brota á samkomubanni. Í ljós kom að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var umræddur gestur. Bjarni baðst afsökunar á því að hafa ekki yfirgefið listasafnið á þeim tíma sem hann áttaði sig á því að fjöldi fólks í salnum væri umfram takmarkanir. Álitamál er um hvort leyfilegur fjöldi í salnum hafi átt að miða við tuttugu manns eða fimmtíu. Tilkynning lögreglu að morgni aðfangadags hljómaði svona: Lögregla var kölluð til vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Töluverð ölvun var í samkvæminu og voru flestir gestanna með áfengi við hönd. Lögreglumenn veittu athygli að enginn gestanna var með andlitsgrímur fyrir andliti. Lögreglumenn sögðu að nánast hvergi voru fjarlægðartakmörk virt. Lögreglumenn sáu aðeins 3 sprittbrúsa í salnum. Lögreglumenn ræddu við ábyrgðarmenn skemmtunarinnar og þeim kynnt að skýrsla yrði rituð. Þá var gestum vísað út. Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp andlitsgrímu. Gestirnir kvöddust margir með faðmlögum og einhverjir með kossum. Einn gestanna var ósáttur með afskipti lögreglu og líkti okkur við nasista. Í kjölfarið áréttaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu reglur varðandi samskipti við fjölmiðla. Tryggja ætti að persónugreinanlegar upplýsingar færu ekki frá embættinu. Dagbókarfærslan hefði þó ekki verið „tilkynningarskyldur öryggisbrestur“. Vigdís Eva Líndal, staðgengill forstjóri Persónuverndar, tjáði RÚV að ekki þætti tilefni til að aðhafast vegna dagbókarfærslunnar. Vigdís Eva sagði að almennt nytu opinberar persónur minni friðhelgi en aðrar. Á stað sem teldist opinber og opinn almenningi giltu vægari reglur um slíkar persónur. Þá nefndi hún að lögreglan hefði ákveðnar upplýsingaskyldur gagnvart almenningi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hringdi í tvígang í Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á aðfangadag, daginn sem dagbókafærsla lögregla birtist. Segist ekki hafa hringt að beiðni Bjarna Áslaug Arna hefur sagt að með símtölunum til lögreglustjóra hafi hún aðeins reynt að afla sér upplýsinga vegna fyrirspurna fjölmiðla. Hún hafi spurt út í verklagsreglur um dagbókarfærslu lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún segist hafa ákveðið að svara svo ekki fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Símtölin hafi verið að hennar eigin frumkvæði en ekki að beiðni fjármálaráðherra. Gagnrýnt hefur verið að aðfangadagssímtölin tvö hafi ekki verið skráð. Áslaug sagði á dögunum að verklagsreglur gerðu ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þessu séu skráð sérstaklega. „Það hafa verið settar reglur. Það eru bæði formleg og óformleg samskipti. Þau eru skráð ef þau snúast um einhverja ákvarðanatöku eða eru um einhver atriði sem talin eru skipta máli. Þá eru þau skráð,“ sagði Áslaug Arna. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið. „Voru þetta ekki mikilvæg samskipti? Og ef þau voru ekki mikilvæg afhverju var þá verið að hringja í fólk klukkan hálf fimm á aðfangadag,“ spurði Guðmundur Andri á Alþingi í byrjun mars. Kallaðar á fund eftirlitsnefndar Alþingis Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kallaði dómsmálaráðherra og lögreglustjóra á sinn fund vegna málsins. Fundur nefndarinnar var lokaður en Jón Þór Ólafsson, formaður nefndarinnar, óskaði eftir því við ráðherra og lögreglustjóra að þær afléttu trúnaði yfir fundinum. Hann sagði tilganginn þann að upplýsa almenning um málið og fordæmi væru fyrir því að gestir heimiltu að vitnað væri í orð þeirra á lokuðum fundi. Áslaug Arna hefur hafnað því og telur eðlilegra að haldinn sé opinn fundur en að aflétta trúnaði um það sem fram kom á lokuðum fundi. Hlé var gert á athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um miðjan mánuðinn og sagði Jón Þór það veita umboðsmanni Alþingis svigrúm til að hefja frumkvæðisathugun. Samkvæmt upplýsingum frá embætti umboðsmanns Alþingis hefur engin athugun verið hafin á samskiptum lögreglustjóra og ráðherra. Í því samhengi má rifja upp orð Tryggva Gunnarssonar, fráfarandi umboðsmanns, sem sagði í nóvember að vegna fjárskorts, og þar af leiðandi mannfæðar, væri ekkert ráðrúm til frumkvæðisathugana. Ásmundarsalarmálið hefur nú verið í rannsókn í á fjórða mánuð. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglu, segir ekkert nýtt að frétta af málinu. Það sé bara enn í rannsókn. Ráðherra í Ásmundarsal Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins. 23. febrúar 2021 20:16 Söguleg dagbókarfærsla ekki tilkynningarskyldur öryggisbrestur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áréttað þær reglur sem eru í gildi í samskiptum við fjölmiðla við þá sem starfsmenn embættisins sem sjá um gerð dagbókarfærslna sem sendar eru út á degi hverjum. 10. febrúar 2021 11:17 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að konan með kveikjarann gangi laus Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Sjá meira
Dómsmálaráðherra hringdi í tvígang í lögreglustjóra þann 24. desember í kjölfar frétta upp úr dagbók lögreglu að ónefndur ráðherra hefði verið gestur í samkvæmi á Þorláksmessukvöld sem leyst hefði verið upp vegna brota á samkomubanni. Í ljós kom að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var umræddur gestur. Bjarni baðst afsökunar á því að hafa ekki yfirgefið listasafnið á þeim tíma sem hann áttaði sig á því að fjöldi fólks í salnum væri umfram takmarkanir. Álitamál er um hvort leyfilegur fjöldi í salnum hafi átt að miða við tuttugu manns eða fimmtíu. Tilkynning lögreglu að morgni aðfangadags hljómaði svona: Lögregla var kölluð til vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Töluverð ölvun var í samkvæminu og voru flestir gestanna með áfengi við hönd. Lögreglumenn veittu athygli að enginn gestanna var með andlitsgrímur fyrir andliti. Lögreglumenn sögðu að nánast hvergi voru fjarlægðartakmörk virt. Lögreglumenn sáu aðeins 3 sprittbrúsa í salnum. Lögreglumenn ræddu við ábyrgðarmenn skemmtunarinnar og þeim kynnt að skýrsla yrði rituð. Þá var gestum vísað út. Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp andlitsgrímu. Gestirnir kvöddust margir með faðmlögum og einhverjir með kossum. Einn gestanna var ósáttur með afskipti lögreglu og líkti okkur við nasista. Í kjölfarið áréttaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu reglur varðandi samskipti við fjölmiðla. Tryggja ætti að persónugreinanlegar upplýsingar færu ekki frá embættinu. Dagbókarfærslan hefði þó ekki verið „tilkynningarskyldur öryggisbrestur“. Vigdís Eva Líndal, staðgengill forstjóri Persónuverndar, tjáði RÚV að ekki þætti tilefni til að aðhafast vegna dagbókarfærslunnar. Vigdís Eva sagði að almennt nytu opinberar persónur minni friðhelgi en aðrar. Á stað sem teldist opinber og opinn almenningi giltu vægari reglur um slíkar persónur. Þá nefndi hún að lögreglan hefði ákveðnar upplýsingaskyldur gagnvart almenningi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hringdi í tvígang í Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á aðfangadag, daginn sem dagbókafærsla lögregla birtist. Segist ekki hafa hringt að beiðni Bjarna Áslaug Arna hefur sagt að með símtölunum til lögreglustjóra hafi hún aðeins reynt að afla sér upplýsinga vegna fyrirspurna fjölmiðla. Hún hafi spurt út í verklagsreglur um dagbókarfærslu lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún segist hafa ákveðið að svara svo ekki fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Símtölin hafi verið að hennar eigin frumkvæði en ekki að beiðni fjármálaráðherra. Gagnrýnt hefur verið að aðfangadagssímtölin tvö hafi ekki verið skráð. Áslaug sagði á dögunum að verklagsreglur gerðu ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þessu séu skráð sérstaklega. „Það hafa verið settar reglur. Það eru bæði formleg og óformleg samskipti. Þau eru skráð ef þau snúast um einhverja ákvarðanatöku eða eru um einhver atriði sem talin eru skipta máli. Þá eru þau skráð,“ sagði Áslaug Arna. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið. „Voru þetta ekki mikilvæg samskipti? Og ef þau voru ekki mikilvæg afhverju var þá verið að hringja í fólk klukkan hálf fimm á aðfangadag,“ spurði Guðmundur Andri á Alþingi í byrjun mars. Kallaðar á fund eftirlitsnefndar Alþingis Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kallaði dómsmálaráðherra og lögreglustjóra á sinn fund vegna málsins. Fundur nefndarinnar var lokaður en Jón Þór Ólafsson, formaður nefndarinnar, óskaði eftir því við ráðherra og lögreglustjóra að þær afléttu trúnaði yfir fundinum. Hann sagði tilganginn þann að upplýsa almenning um málið og fordæmi væru fyrir því að gestir heimiltu að vitnað væri í orð þeirra á lokuðum fundi. Áslaug Arna hefur hafnað því og telur eðlilegra að haldinn sé opinn fundur en að aflétta trúnaði um það sem fram kom á lokuðum fundi. Hlé var gert á athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um miðjan mánuðinn og sagði Jón Þór það veita umboðsmanni Alþingis svigrúm til að hefja frumkvæðisathugun. Samkvæmt upplýsingum frá embætti umboðsmanns Alþingis hefur engin athugun verið hafin á samskiptum lögreglustjóra og ráðherra. Í því samhengi má rifja upp orð Tryggva Gunnarssonar, fráfarandi umboðsmanns, sem sagði í nóvember að vegna fjárskorts, og þar af leiðandi mannfæðar, væri ekkert ráðrúm til frumkvæðisathugana. Ásmundarsalarmálið hefur nú verið í rannsókn í á fjórða mánuð. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglu, segir ekkert nýtt að frétta af málinu. Það sé bara enn í rannsókn.
Ráðherra í Ásmundarsal Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins. 23. febrúar 2021 20:16 Söguleg dagbókarfærsla ekki tilkynningarskyldur öryggisbrestur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áréttað þær reglur sem eru í gildi í samskiptum við fjölmiðla við þá sem starfsmenn embættisins sem sjá um gerð dagbókarfærslna sem sendar eru út á degi hverjum. 10. febrúar 2021 11:17 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að konan með kveikjarann gangi laus Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Sjá meira
Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins. 23. febrúar 2021 20:16
Söguleg dagbókarfærsla ekki tilkynningarskyldur öryggisbrestur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áréttað þær reglur sem eru í gildi í samskiptum við fjölmiðla við þá sem starfsmenn embættisins sem sjá um gerð dagbókarfærslna sem sendar eru út á degi hverjum. 10. febrúar 2021 11:17