Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2021 13:53 Um 400 heilbrigðisstarfsmenn voru bólusettir með efni AstraZeneca fyrr í mars. Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu en að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra Landspítala, voru tæplega 400 starfsmenn bólusettir með efninu þann 11. mars síðastliðinn. Bólusetning þeirra var skyndilega stöðvuð þegar sóttvarnalæknir tilkynnti síðar um morguninn að hlé yrði gert á notkun AstraZeneca bóluefnisins vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkefnum. Þrír mánuðir eru látnir líða á milli fyrri og seinni skammts AstraZeneca. Bóluefnið öryggt og áhrifaríkt Nýverið lauk athugun á öryggi bóluefnisins en rannsóknir á Norðurlöndunum og í Bretlandi leiddu í ljós að blóðsega- og blæðingavandamál á borð við blóðtappa kæmu nær eingöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára og um væri að ræða fátíð tilfelli. Í kjölfarið hófst bólusetning með efni AstraZeneca hérlendis á ný á föstudag og nær fyrst um sinn einungis til 70 ára og eldri. Áður hafði Lyfjastofnun Evrópu gefið út að engar vísbendingar hafi fundist um galla eða gæðaskort í rannsókn hennar á bóluefninu þar sem einstaka tilfelli blóðtappa voru skoðuð. Að sögn stofnunarinnar eru heilt yfir ekki meiri líkur á blóðtappa eftir bólusetningu og jafnvel vísbendingar um minni líkur á blóðtappa hjá bólusettum. Með nálina í öxlinni Til stóð að bólusetja um 500 starfsmenn Landspítala þann 11. mars og þurfti spítalinn að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca þegar bólusetning var stöðvuð. „Það var hafin bólusetning þarna um morguninn. Þá var búið að blanda skammta fyrir bólusetningartímabilið þann daginn,“ sagði Anna Sigrún í samtali við Vísi þann 16. mars. Bóluefni AstraZeneca geymist í um sex klukkutíma eftir að það hefur verið blandað. „Það var nánast fólk með nálina í öxlinni þegar tilkynningin kom. Við vorum byrjuð að bólusetja þennan dag. Við blöndum samdægurs, því þetta lifir í svo stuttan tíma. Það var sem betur fer ekki meira en þetta.“ Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér skammta af AstraZeneca bóluefninu sem dugar fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Nú hafa tæplega 14 þúsund fengið fyrri skammtinn en notkun þess hófst aftur síðasta föstudag þegar ríflega 4.600 einstaklingar fæddir árin 1946 til 1949 voru bólusettir. Áfram verður bólusett í eldri aldurshópum með bóluefni AstraZeneca í þessari viku. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Heilsugæslunni tókst að bólusetja fleiri en voru boðaðir Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tókst að bólusetja 4400 manns fædda árin 1946-1949 í dag. Fólk var afar ánægt með að fá loks bólusetningu og fáir sem gerðu athugasemd við að bólusett var með bóluefni Astra Zeneca. 26. mars 2021 20:00 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55 Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11. mars 2021 11:13 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira
Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu en að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra Landspítala, voru tæplega 400 starfsmenn bólusettir með efninu þann 11. mars síðastliðinn. Bólusetning þeirra var skyndilega stöðvuð þegar sóttvarnalæknir tilkynnti síðar um morguninn að hlé yrði gert á notkun AstraZeneca bóluefnisins vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkefnum. Þrír mánuðir eru látnir líða á milli fyrri og seinni skammts AstraZeneca. Bóluefnið öryggt og áhrifaríkt Nýverið lauk athugun á öryggi bóluefnisins en rannsóknir á Norðurlöndunum og í Bretlandi leiddu í ljós að blóðsega- og blæðingavandamál á borð við blóðtappa kæmu nær eingöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára og um væri að ræða fátíð tilfelli. Í kjölfarið hófst bólusetning með efni AstraZeneca hérlendis á ný á föstudag og nær fyrst um sinn einungis til 70 ára og eldri. Áður hafði Lyfjastofnun Evrópu gefið út að engar vísbendingar hafi fundist um galla eða gæðaskort í rannsókn hennar á bóluefninu þar sem einstaka tilfelli blóðtappa voru skoðuð. Að sögn stofnunarinnar eru heilt yfir ekki meiri líkur á blóðtappa eftir bólusetningu og jafnvel vísbendingar um minni líkur á blóðtappa hjá bólusettum. Með nálina í öxlinni Til stóð að bólusetja um 500 starfsmenn Landspítala þann 11. mars og þurfti spítalinn að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca þegar bólusetning var stöðvuð. „Það var hafin bólusetning þarna um morguninn. Þá var búið að blanda skammta fyrir bólusetningartímabilið þann daginn,“ sagði Anna Sigrún í samtali við Vísi þann 16. mars. Bóluefni AstraZeneca geymist í um sex klukkutíma eftir að það hefur verið blandað. „Það var nánast fólk með nálina í öxlinni þegar tilkynningin kom. Við vorum byrjuð að bólusetja þennan dag. Við blöndum samdægurs, því þetta lifir í svo stuttan tíma. Það var sem betur fer ekki meira en þetta.“ Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér skammta af AstraZeneca bóluefninu sem dugar fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Nú hafa tæplega 14 þúsund fengið fyrri skammtinn en notkun þess hófst aftur síðasta föstudag þegar ríflega 4.600 einstaklingar fæddir árin 1946 til 1949 voru bólusettir. Áfram verður bólusett í eldri aldurshópum með bóluefni AstraZeneca í þessari viku.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Heilsugæslunni tókst að bólusetja fleiri en voru boðaðir Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tókst að bólusetja 4400 manns fædda árin 1946-1949 í dag. Fólk var afar ánægt með að fá loks bólusetningu og fáir sem gerðu athugasemd við að bólusett var með bóluefni Astra Zeneca. 26. mars 2021 20:00 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55 Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11. mars 2021 11:13 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira
Heilsugæslunni tókst að bólusetja fleiri en voru boðaðir Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tókst að bólusetja 4400 manns fædda árin 1946-1949 í dag. Fólk var afar ánægt með að fá loks bólusetningu og fáir sem gerðu athugasemd við að bólusett var með bóluefni Astra Zeneca. 26. mars 2021 20:00
Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13
Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55
Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11. mars 2021 11:13