„Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 23:23 Chauvin (til hægri) ásamt verjanda sínum, Eric Nelson. Court TV/AP Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. „Derek Chauvin sveik skjöld sinn,“ sagði saksóknarinn Jerry Blackwell og vísaði þar til skjaldarins sem bandarískir lögreglumenn bera við störf sín. Blackwell fór yfir þær verklagsreglur sem lögreglumenn fylgja og eið sem Chauvin sór þegar hann hóf störf hjá lögreglunni. Saksóknarinn sagði Chauvin hafa þverbrotið bæði. Þá sagði saksóknarinn að áður en Floyd missti meðvitund hefði hann farið í flog sökum súrefnisskorts, þar sem Chauvin kraup á honum. Þá hafi Chauvin ekki fært sig af hálsi Floyds þegar honum var tjáð að ekki fyndist hjartsláttur hjá þeim fyrrnefnda. Jerry Blackwell fer fyrir saksókninni í málinu á hendur Chauvin.Court TV/AP Verjendur reyna að sýna fram á aðra dánarorsök Þegar saksóknarinn hafði lokið máli sínu tók verjandi Chauvins, Eric Nelson, við. Upphafsræða hans bendir til þess að meginatriðið sem vörnin byggir á verði að sýna fram á að dánarorsök Floyds hafi verið allt önnur en að Chauvin kraup á hálsi hans í á tíundu mínútu. „Sönnunargögnin munu sýna fram á að herra Floyd lést af völdum hjartsláttartruflana, sem valdið var af háum blóðþrýstingi, æðasjúkdómi sem hann var með, neyslu á metamfetamíni og fentanýli, og adrenalínsins sem þaut um líkama hans. Þessir hlutir ógnuðu hjarta sem þegar var í hættu,“ sagði Nelson og sagði að Floyd hefði sett fíkniefni upp í sig til þess að fela þau frá lögreglumönnum sem komu aðvífandi rétt áður en hann var handtekinn þann 25. maí 2020. Nelson sagðist þá telja að þegar kviðdómendur hefðu vegið og metið sönnunargögnin og lögin, og beitt „rökhugsun og almennri skynsemi,“ væri eina sanngjarna niðurstaða málsins að lýsa Chauvin saklausan af því að hafa myrt Floyd. Manndráp, manndráp af gáleysi eða mannráp án ásetnings? Gert er ráð fyrir að réttarhöldin yfir Chauvin muni standa yfir í um fjórar vikur. Chauvin er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og manndráp. Í síðustu viku samþykkti dómari í Minneapolis að ákæru fyrir manndráp án ásetnings yrði bætt við en sérfræðingar telja það auka líkurnar á að Chauvin verði sakfelldur. Chauvin, sem er hvítur, er sakaður um að hafa valdið dauða Floyd, óvopnaðs blökkumanns, þegar hann og þrír aðrir lögregluþjónar höfðu afskipti af honum í maí í fyrra. Hélt Chauvin hné sínu á hálsi Floyd í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi að segja honum að hann næði ekki andanum, andmæli vegfarenda og jafnvel eftir að hinir lögreglumennirnir bentu Chauvin á að þeir fyndu ekki lengur púls Floyd. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í Bandaríkjunum og víðar um heim. Meðal þess sem mótmælendur í Bandaríkjunum kröfðust var að dregið yrði úr gríðarlegum fjárútlátum hins opinbera til lögregluyfirvalda, en lítið hefur orðið ágengt í þeim efnum. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fjölskylda Floyd fær 27 milljónir dollara frá Minneapolis í miskabætur Fjölskylda George Floyd hefur samið við Minneapolis borg um að láta kæru sína á hendur borginni niður falla gegn 27 milljóna dollara, eða um 3.484 milljóna íslenskra króna, miskabótum. 12. mars 2021 20:33 Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
„Derek Chauvin sveik skjöld sinn,“ sagði saksóknarinn Jerry Blackwell og vísaði þar til skjaldarins sem bandarískir lögreglumenn bera við störf sín. Blackwell fór yfir þær verklagsreglur sem lögreglumenn fylgja og eið sem Chauvin sór þegar hann hóf störf hjá lögreglunni. Saksóknarinn sagði Chauvin hafa þverbrotið bæði. Þá sagði saksóknarinn að áður en Floyd missti meðvitund hefði hann farið í flog sökum súrefnisskorts, þar sem Chauvin kraup á honum. Þá hafi Chauvin ekki fært sig af hálsi Floyds þegar honum var tjáð að ekki fyndist hjartsláttur hjá þeim fyrrnefnda. Jerry Blackwell fer fyrir saksókninni í málinu á hendur Chauvin.Court TV/AP Verjendur reyna að sýna fram á aðra dánarorsök Þegar saksóknarinn hafði lokið máli sínu tók verjandi Chauvins, Eric Nelson, við. Upphafsræða hans bendir til þess að meginatriðið sem vörnin byggir á verði að sýna fram á að dánarorsök Floyds hafi verið allt önnur en að Chauvin kraup á hálsi hans í á tíundu mínútu. „Sönnunargögnin munu sýna fram á að herra Floyd lést af völdum hjartsláttartruflana, sem valdið var af háum blóðþrýstingi, æðasjúkdómi sem hann var með, neyslu á metamfetamíni og fentanýli, og adrenalínsins sem þaut um líkama hans. Þessir hlutir ógnuðu hjarta sem þegar var í hættu,“ sagði Nelson og sagði að Floyd hefði sett fíkniefni upp í sig til þess að fela þau frá lögreglumönnum sem komu aðvífandi rétt áður en hann var handtekinn þann 25. maí 2020. Nelson sagðist þá telja að þegar kviðdómendur hefðu vegið og metið sönnunargögnin og lögin, og beitt „rökhugsun og almennri skynsemi,“ væri eina sanngjarna niðurstaða málsins að lýsa Chauvin saklausan af því að hafa myrt Floyd. Manndráp, manndráp af gáleysi eða mannráp án ásetnings? Gert er ráð fyrir að réttarhöldin yfir Chauvin muni standa yfir í um fjórar vikur. Chauvin er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og manndráp. Í síðustu viku samþykkti dómari í Minneapolis að ákæru fyrir manndráp án ásetnings yrði bætt við en sérfræðingar telja það auka líkurnar á að Chauvin verði sakfelldur. Chauvin, sem er hvítur, er sakaður um að hafa valdið dauða Floyd, óvopnaðs blökkumanns, þegar hann og þrír aðrir lögregluþjónar höfðu afskipti af honum í maí í fyrra. Hélt Chauvin hné sínu á hálsi Floyd í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi að segja honum að hann næði ekki andanum, andmæli vegfarenda og jafnvel eftir að hinir lögreglumennirnir bentu Chauvin á að þeir fyndu ekki lengur púls Floyd. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í Bandaríkjunum og víðar um heim. Meðal þess sem mótmælendur í Bandaríkjunum kröfðust var að dregið yrði úr gríðarlegum fjárútlátum hins opinbera til lögregluyfirvalda, en lítið hefur orðið ágengt í þeim efnum.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fjölskylda Floyd fær 27 milljónir dollara frá Minneapolis í miskabætur Fjölskylda George Floyd hefur samið við Minneapolis borg um að láta kæru sína á hendur borginni niður falla gegn 27 milljóna dollara, eða um 3.484 milljóna íslenskra króna, miskabótum. 12. mars 2021 20:33 Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Fjölskylda Floyd fær 27 milljónir dollara frá Minneapolis í miskabætur Fjölskylda George Floyd hefur samið við Minneapolis borg um að láta kæru sína á hendur borginni niður falla gegn 27 milljóna dollara, eða um 3.484 milljóna íslenskra króna, miskabótum. 12. mars 2021 20:33
Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25