Ísland leggur fram mannúðaraðstoð vegna Sýrlands Heimsljós 30. mars 2021 15:44 Tæplega 700 milljónir króna verða lagðar fram til aðstoðar Sýrlandi. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tilkynnti um tæplega 700 milljóna króna heildarframlag Íslands á áheitaráðstefnu um Sýrland í dag. Framlagið er til fjögurra ára og skiptist á milli áherslustofnana og sjóða Íslands í mannúðar- og þróunarsamvinnu. „Hrikaleg átök hafa nú geisað í Sýrlandi í heilan áratug og er stuðningur alþjóðasamfélagsins mikilvægari en nokkru sinni fyrr,“ sagði Guðlaugur Þór í ræðu sinni á ráðstefnunni. „Við megum ekki líta undan.“ Í máli ráðherra kom einnig fram að virðing fyrir mannréttindum og mannúðarlögum væri ekki valkvæð. Þeim bæri að fylgja undantekningarlaust. Þá yrðu rétt skilyrði að vera fyrir hendi til að sýrlenskir borgarar gætu snúið til heimalands síns á valfrjálsan, öruggan og mannsæmandi hátt. Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í áratug og leitt af sér miklar hörmungar. Hundruð þúsunda hafa látið lífið og yfir helmingur þjóðarinnar hefur neyðst til að flýja heimili sín og oft á tíðum heimaland sitt. Mannúðarástandið fer versnandi og fleiri þurfa á aðstoð að halda í ár en nokkru sinni fyrr síðan að stríðið hófst. Má þetta meðal annars rekja til langvarandi neyðarástands, mikilla efnahagsþrenginga og heimsfaraldurs. Talið er að 13,4 milljónir einstaklinga í Sýrlandi þurfi á mannúðaraðstoð að halda í ár auk þess sem að Sameinuðu þjóðirnar vonast til að geta aðstoðað 5,6 milljónir sýrlenskra flóttamanna í nærliggjandi ríkjum. Ísland er meðal þeirra sem hefur lagt sitt að mörkum við að lina þjáningar óbreyttra borgara með fyrirsjáanlegum fjárstuðningi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sýrland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tilkynnti um tæplega 700 milljóna króna heildarframlag Íslands á áheitaráðstefnu um Sýrland í dag. Framlagið er til fjögurra ára og skiptist á milli áherslustofnana og sjóða Íslands í mannúðar- og þróunarsamvinnu. „Hrikaleg átök hafa nú geisað í Sýrlandi í heilan áratug og er stuðningur alþjóðasamfélagsins mikilvægari en nokkru sinni fyrr,“ sagði Guðlaugur Þór í ræðu sinni á ráðstefnunni. „Við megum ekki líta undan.“ Í máli ráðherra kom einnig fram að virðing fyrir mannréttindum og mannúðarlögum væri ekki valkvæð. Þeim bæri að fylgja undantekningarlaust. Þá yrðu rétt skilyrði að vera fyrir hendi til að sýrlenskir borgarar gætu snúið til heimalands síns á valfrjálsan, öruggan og mannsæmandi hátt. Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í áratug og leitt af sér miklar hörmungar. Hundruð þúsunda hafa látið lífið og yfir helmingur þjóðarinnar hefur neyðst til að flýja heimili sín og oft á tíðum heimaland sitt. Mannúðarástandið fer versnandi og fleiri þurfa á aðstoð að halda í ár en nokkru sinni fyrr síðan að stríðið hófst. Má þetta meðal annars rekja til langvarandi neyðarástands, mikilla efnahagsþrenginga og heimsfaraldurs. Talið er að 13,4 milljónir einstaklinga í Sýrlandi þurfi á mannúðaraðstoð að halda í ár auk þess sem að Sameinuðu þjóðirnar vonast til að geta aðstoðað 5,6 milljónir sýrlenskra flóttamanna í nærliggjandi ríkjum. Ísland er meðal þeirra sem hefur lagt sitt að mörkum við að lina þjáningar óbreyttra borgara með fyrirsjáanlegum fjárstuðningi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sýrland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent