Fengu frábæran leikmann en misstu allan takt: „Skil ekki hvað Borche var að pæla“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2021 16:30 Zvonko Buljan tekur frákasti á undan Collin Anthony Pryor í sigurleik á móti Hetti. Buljan var með 16 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar í þeim leik. Einu leikirnir sem ÍR hefur unnið með Buljan innanborðs er þegar hann hefur gefið fleiri en fjórar stoðsendingar á félaga sína. Vísir/Vilhelm Domino´s Körfuboltakvöldi ræddi tímabilið til þessa hjá ÍR og Val sem eru lið sem eru á leið í þveröfuga átt. Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex neðstu sæti deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í sjöunda og áttunda sæti. Liðin í sjöunda og áttunda sæti Domino´s deildarinnar eru Reykjavíkurliðin ÍR og Valur sem eru leiðinni í sitthvora áttina. Valsmenn eru að komast á flug á meðan ÍR-ingar hafa misst flugið að undanförnu. „Liðið sem er í síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni hefur ekki verið í takt upp á síðkastið. Það eru ÍR-ingar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, í upphafi umræðunnar um ÍR-inga sem eru í áttunda sæti eftir sextán fyrstu umferðirnar. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frammistöðumat á ÍR og Val eftir sextán umferðir Umræðan var um Zvonko Buljan sem kom inn í ÍR-liðið á miðju tímabili. „Ég er ekkert svakalega hrifinn af honum inn í þetta ÍR-lið af því mér finnst hann taka alltof mikið til sín. Þarna eru leikmenn innan ÍR-liðsins eins og Everage, Singletary, Sigvaldi, Pryor og Danero. Þetta eru leikmenn sem þurfa að fá að spila sinn leik. Það er búið að taka svolítið taktinn úr ÍR-liðinu með komu Buljan því hann tekur svakalega mikið. Hann er ekki bara að gera eitthvað undir körfunni því hann er að negla þristum og er að hluti sem mér finnst maður í hans stöðu eigi ekki að vera að gera,“ sagði Hermann Hauksson. „ÍR hefur misst taktinn eftir að hann kom og mér finnst þeir ekki eins sannfærandi,“ sagði Hermann og tölfræðin sýnir þetta því ÍR hefur tapað sex af átta leikjum sínum síðan að Zvonko Buljan kom í Breiðholtið. „Ég er búinn að koma inn á þetta áður því ég skil bara ekki hvað Borche (Ilievski, þjálfari ÍR) var að pæla. Hann var með nóg af mönnum til að skora enda var liðið að skora 90 og eitthvað stig í leik. Þeir eru ennþá að því að það er ekki eins og hann sé að bæta við tuttugu stigum í leik. Þeir eru að skora jafnmikið og það eru einhverjir aðrir að skora minna,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Vörnin veikist því mér fannst þeir betri varnarlega með Colin Pryor í fimmunni. Þá var erfiðara að spila á móti þeim. Ég hef ekkert á móti þessum leikmanni enda frábær leikmaður sem getur skorað og á alveg sendingar. Hann er ekki meðalmaður í vörn en frábær sóknarmaður,“ sagði Benedikt. Hér fyrir ofan má sjá umfjöllunina um ÍR og Vals og frammistöðu þeirra til þessa á tímabilinu. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld ÍR Valur Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex neðstu sæti deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í sjöunda og áttunda sæti. Liðin í sjöunda og áttunda sæti Domino´s deildarinnar eru Reykjavíkurliðin ÍR og Valur sem eru leiðinni í sitthvora áttina. Valsmenn eru að komast á flug á meðan ÍR-ingar hafa misst flugið að undanförnu. „Liðið sem er í síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni hefur ekki verið í takt upp á síðkastið. Það eru ÍR-ingar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, í upphafi umræðunnar um ÍR-inga sem eru í áttunda sæti eftir sextán fyrstu umferðirnar. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frammistöðumat á ÍR og Val eftir sextán umferðir Umræðan var um Zvonko Buljan sem kom inn í ÍR-liðið á miðju tímabili. „Ég er ekkert svakalega hrifinn af honum inn í þetta ÍR-lið af því mér finnst hann taka alltof mikið til sín. Þarna eru leikmenn innan ÍR-liðsins eins og Everage, Singletary, Sigvaldi, Pryor og Danero. Þetta eru leikmenn sem þurfa að fá að spila sinn leik. Það er búið að taka svolítið taktinn úr ÍR-liðinu með komu Buljan því hann tekur svakalega mikið. Hann er ekki bara að gera eitthvað undir körfunni því hann er að negla þristum og er að hluti sem mér finnst maður í hans stöðu eigi ekki að vera að gera,“ sagði Hermann Hauksson. „ÍR hefur misst taktinn eftir að hann kom og mér finnst þeir ekki eins sannfærandi,“ sagði Hermann og tölfræðin sýnir þetta því ÍR hefur tapað sex af átta leikjum sínum síðan að Zvonko Buljan kom í Breiðholtið. „Ég er búinn að koma inn á þetta áður því ég skil bara ekki hvað Borche (Ilievski, þjálfari ÍR) var að pæla. Hann var með nóg af mönnum til að skora enda var liðið að skora 90 og eitthvað stig í leik. Þeir eru ennþá að því að það er ekki eins og hann sé að bæta við tuttugu stigum í leik. Þeir eru að skora jafnmikið og það eru einhverjir aðrir að skora minna,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Vörnin veikist því mér fannst þeir betri varnarlega með Colin Pryor í fimmunni. Þá var erfiðara að spila á móti þeim. Ég hef ekkert á móti þessum leikmanni enda frábær leikmaður sem getur skorað og á alveg sendingar. Hann er ekki meðalmaður í vörn en frábær sóknarmaður,“ sagði Benedikt. Hér fyrir ofan má sjá umfjöllunina um ÍR og Vals og frammistöðu þeirra til þessa á tímabilinu.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld ÍR Valur Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira