Gylfaginning Þorsteinn Siglaugsson skrifar 31. mars 2021 17:01 Gylfi Zoega hagfræðiprófessor kom í Kastljós RÚV þriðjudaginn 30. mars til að ræða hagræn áhrif aðgerða gegn kórónaveirunni. Virtist Gylfa ekki þykja hrun ferðaþjónustunnar skipta mjög miklu máli, enda stæði sú grein aðeins fyrir um 10% landsframleiðslunnar. Því væri í lagi að fórna því sem hann nefndi „10% hagkerfið“ fyrir „90% hagkerfið“. Virtist Gylfi telja að með þessu væri hann að líta til heildarhagsmuna landsins. Nú horfum við fram á tæplega 1200 milljarða tjón hins opinbera á árunum 2020-2023, sem nemur tekjum þess í heilt ár, meira en 20 nýjum Landspítölum, og leiðir beint af aðgerðum til að hægja á útbreiðslu pestarinnar. Afleiðingarnar verða verulega skert geta hins opinbera til að standa undir grunnþjónustu, hundruð dauðsfalla sökum þess heilsutjóns sem af atvinnuleysi leiðir, stórtjón á framtíðarmöguleikum yngstu kynslóðarinnar, alvarlegasta geðheilbrigðisvá á síðari tímum, og svo mætti lengi telja. Þessu hefði mátt afstýra með hnitmiðuðum og yfirveguðum viðbrögðum í takt við hina raunverulegu hættu. Kostnaðurinn hefði orðið örlítið brot af þessari upphæð. Og nú stefnir jafnframt í að búið verði að bólusetja þá sem þörf er á að bólusetja innan mánaðar. En jafnvel þá má ekki hætta að auka við tjónið að mati prófessorsins. Í þessu ljósi er auðvitað fráleitt að málflutningur Gylfa grundvallist á einhverju mati á heildarhagsmunum. En aftur að prósentuhagkerfum prófessorsins. Sé brotthvarf 10% landsframleiðslunnar jafn léttvægt og Gylfi heldur fram, myndi þá breyta svo miklu þótt hlutfallið væri aðeins hærra? Væru 15% okkur að skaðlausu? Væri það okkur þá til svo mikils tjóns þótt hinar stóru útflutningsgreinarnar yrðu einfaldlega lagðar af líka? Sjávarútvegurinn stendur ekki fyrir nema 5% landsframleiðslunnar. Og hlutur stóriðjunnar er kannski um 2%. Ferðaþjónustan var um 8% áður en hún var lögð niður. Þá eru samt um 85% hagkerfisins eftir, sé þessari byltingarkenndu aðferðafræði fylgt, og við værum bara í nokkuð góðum málum, eða hvað? Meginhluti þjóðarinnar myndi að vísu missa vinnuna, en til hvers eru atvinnuleysisbætur? Og eftir stæði auðvitað hið opinbera: Það má lengi lifa á að kenna fólki þau merku fræði að hagkerfi sé ekki kerfi, heldur samsafn ótengdra þátta sem allir eru jafngildir og hafa engin áhrif hver á annan. Þessa kenningu mætti kalla Gylfaginningu, höfundinum til heiðurs. Að vísu bærist fremur lítill gjaldeyrir til landsins, en hvað um það? Innflutninginn mætti einfaldlega leggja af líka. Þannig náum við jafnframt að tryggja landamærin endanlega, svo hingað berist alveg örugglega aldrei nein kórónaveirusmit. Því það er auðvitað það eina í öllum heiminum sem skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor kom í Kastljós RÚV þriðjudaginn 30. mars til að ræða hagræn áhrif aðgerða gegn kórónaveirunni. Virtist Gylfa ekki þykja hrun ferðaþjónustunnar skipta mjög miklu máli, enda stæði sú grein aðeins fyrir um 10% landsframleiðslunnar. Því væri í lagi að fórna því sem hann nefndi „10% hagkerfið“ fyrir „90% hagkerfið“. Virtist Gylfi telja að með þessu væri hann að líta til heildarhagsmuna landsins. Nú horfum við fram á tæplega 1200 milljarða tjón hins opinbera á árunum 2020-2023, sem nemur tekjum þess í heilt ár, meira en 20 nýjum Landspítölum, og leiðir beint af aðgerðum til að hægja á útbreiðslu pestarinnar. Afleiðingarnar verða verulega skert geta hins opinbera til að standa undir grunnþjónustu, hundruð dauðsfalla sökum þess heilsutjóns sem af atvinnuleysi leiðir, stórtjón á framtíðarmöguleikum yngstu kynslóðarinnar, alvarlegasta geðheilbrigðisvá á síðari tímum, og svo mætti lengi telja. Þessu hefði mátt afstýra með hnitmiðuðum og yfirveguðum viðbrögðum í takt við hina raunverulegu hættu. Kostnaðurinn hefði orðið örlítið brot af þessari upphæð. Og nú stefnir jafnframt í að búið verði að bólusetja þá sem þörf er á að bólusetja innan mánaðar. En jafnvel þá má ekki hætta að auka við tjónið að mati prófessorsins. Í þessu ljósi er auðvitað fráleitt að málflutningur Gylfa grundvallist á einhverju mati á heildarhagsmunum. En aftur að prósentuhagkerfum prófessorsins. Sé brotthvarf 10% landsframleiðslunnar jafn léttvægt og Gylfi heldur fram, myndi þá breyta svo miklu þótt hlutfallið væri aðeins hærra? Væru 15% okkur að skaðlausu? Væri það okkur þá til svo mikils tjóns þótt hinar stóru útflutningsgreinarnar yrðu einfaldlega lagðar af líka? Sjávarútvegurinn stendur ekki fyrir nema 5% landsframleiðslunnar. Og hlutur stóriðjunnar er kannski um 2%. Ferðaþjónustan var um 8% áður en hún var lögð niður. Þá eru samt um 85% hagkerfisins eftir, sé þessari byltingarkenndu aðferðafræði fylgt, og við værum bara í nokkuð góðum málum, eða hvað? Meginhluti þjóðarinnar myndi að vísu missa vinnuna, en til hvers eru atvinnuleysisbætur? Og eftir stæði auðvitað hið opinbera: Það má lengi lifa á að kenna fólki þau merku fræði að hagkerfi sé ekki kerfi, heldur samsafn ótengdra þátta sem allir eru jafngildir og hafa engin áhrif hver á annan. Þessa kenningu mætti kalla Gylfaginningu, höfundinum til heiðurs. Að vísu bærist fremur lítill gjaldeyrir til landsins, en hvað um það? Innflutninginn mætti einfaldlega leggja af líka. Þannig náum við jafnframt að tryggja landamærin endanlega, svo hingað berist alveg örugglega aldrei nein kórónaveirusmit. Því það er auðvitað það eina í öllum heiminum sem skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar