Tveir bólusettir greinst með breska afbrigðið á Íslandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2021 19:32 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir landsmenn þurfa að búa sig undir fjölgun tilfella. Vísir/vilhelm Tvö tilvik hafa komið upp þar sem bólusettir einstaklingar hafa greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar á Íslandi. Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru fimm voru utan sóttkvíar. Ekki er hægt að sjá tengsl milli þeirra fimm einstaklinga sem greindust utan sóttkvíar og á upplýsingafundi dagsins kom fram að þetta væri merki um að ekki væri búið að ná utan um það samfélagssmit sem er í gangi. „Við þurfum að vera undir það búin að við fáum fjölgun á tilfellum því veiran er komin út í samfélagið og við vitum aldrei hversu mikil útbreiðslan er,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er búið að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví vegna þeirra fimm sem voru utan sóttkvíar. Ekki er þó vitað hvar þeir smituðust. Þórólfur segir að bólusetning gangi vel og útlit sé fyrir að framleiðendur muni auka sendingar til Íslands á næstunni. Í lok apríl verði komið bóluefni fyrir 80 þúsund manns miðað við fulla bólusetningu. „Það er mjög ánægjulegt og vonandi munu bólusetningar ganga hratt fyrir sig á næstu vikum og mánuðum,“ segir Þórólfur. Þá gerði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bólusetningar að umræðuefni í því sem mætti kalla páskapistli sínum á Facebook. Henni telst til að í lok júní verði komið hingað til lands bóluefni fyrir 240 þúsund manns. Nú hafa hins vegar tveir bólusettir einstaklingar greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar. Þórólfur segir að bólusetning veiti aldrei hundrað prósent vörn. Bóluefnin séu þó góð til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. „Við vitum ekki hvort bólusettir einstaklingar geti fengið veiruna í sig og borið með sér þó þeir veikist ekki alvarlega og þannig smitað aðra og við erum allavega með tvö dæmi þess núna að bólusettir einstaklingar geti fengið veiruna í nefkokið. Við vitum ekki nákvæmlega hver smithættan er en það er mikilvægt að vera á varðbergi,“ segir Þórólfur. Annar hinna bólusettu einstaklinga, sem fékk veiruna, sé einkennalaus en hinn með væg einkenni. Þetta sé áhyggjuefni og sýni mikilvægi þess að þeir sem komi til landsins með vottorð um bólusetningu séu skimaðir en frá og með morgundeginum verður það raunin. „Til þess að tryggja það að við séum ekki að fá veiruna hér inn með bólusettum einstaklingum,“ segir Þórólfur. Uppfært: Upphaflega kom fram í fréttinni að tveir bólusettir einstaklingar hafi flutt breska afbrigði veirunnar með sér til landsins. Hið rétta er að annar einstaklinganna sem um ræðir var erlendur ferðamaður sem kann að hafa smitast af fjölskyldu sinni annað hvort hér á landi eða á leiðinni til landsins. Hinn einstaklingurinn er Íslendingur sem smitaðist innanlands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru fimm voru utan sóttkvíar. Ekki er hægt að sjá tengsl milli þeirra fimm einstaklinga sem greindust utan sóttkvíar og á upplýsingafundi dagsins kom fram að þetta væri merki um að ekki væri búið að ná utan um það samfélagssmit sem er í gangi. „Við þurfum að vera undir það búin að við fáum fjölgun á tilfellum því veiran er komin út í samfélagið og við vitum aldrei hversu mikil útbreiðslan er,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er búið að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví vegna þeirra fimm sem voru utan sóttkvíar. Ekki er þó vitað hvar þeir smituðust. Þórólfur segir að bólusetning gangi vel og útlit sé fyrir að framleiðendur muni auka sendingar til Íslands á næstunni. Í lok apríl verði komið bóluefni fyrir 80 þúsund manns miðað við fulla bólusetningu. „Það er mjög ánægjulegt og vonandi munu bólusetningar ganga hratt fyrir sig á næstu vikum og mánuðum,“ segir Þórólfur. Þá gerði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bólusetningar að umræðuefni í því sem mætti kalla páskapistli sínum á Facebook. Henni telst til að í lok júní verði komið hingað til lands bóluefni fyrir 240 þúsund manns. Nú hafa hins vegar tveir bólusettir einstaklingar greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar. Þórólfur segir að bólusetning veiti aldrei hundrað prósent vörn. Bóluefnin séu þó góð til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. „Við vitum ekki hvort bólusettir einstaklingar geti fengið veiruna í sig og borið með sér þó þeir veikist ekki alvarlega og þannig smitað aðra og við erum allavega með tvö dæmi þess núna að bólusettir einstaklingar geti fengið veiruna í nefkokið. Við vitum ekki nákvæmlega hver smithættan er en það er mikilvægt að vera á varðbergi,“ segir Þórólfur. Annar hinna bólusettu einstaklinga, sem fékk veiruna, sé einkennalaus en hinn með væg einkenni. Þetta sé áhyggjuefni og sýni mikilvægi þess að þeir sem komi til landsins með vottorð um bólusetningu séu skimaðir en frá og með morgundeginum verður það raunin. „Til þess að tryggja það að við séum ekki að fá veiruna hér inn með bólusettum einstaklingum,“ segir Þórólfur. Uppfært: Upphaflega kom fram í fréttinni að tveir bólusettir einstaklingar hafi flutt breska afbrigði veirunnar með sér til landsins. Hið rétta er að annar einstaklinganna sem um ræðir var erlendur ferðamaður sem kann að hafa smitast af fjölskyldu sinni annað hvort hér á landi eða á leiðinni til landsins. Hinn einstaklingurinn er Íslendingur sem smitaðist innanlands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira