Alltaf sömu karlarnir því það hættir enginn Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2021 07:50 Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK. Sigurjón Ólason Það er enginn undir þrítugu í áhöfn Beitis NK, skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, og sá elsti á dekki er 65 ára. Áður fyrr var algengt að sautján-átján ára gamlir strákar væru á loðnuveiðunum. „Þetta eru alltaf sömu karlarnir, í tíu-tuttugu ár. Það hættir enginn,“ segir Sturla Þórðarson skipstjóri í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar er fylgst með loðnuveiðum þar sem skipin eru í mokfiskeríi í norðanverðum Faxaflóa á síðustu dögum vertíðarinnar. Víðir Pálsson háseti.Sigurjón Ólason Tveir eru um hvert pláss. Sjómennirnir vinna í skiptikerfi, vinna bara hálft árið, en hafa samt góðar tekjur. Þetta eru raunar einhver eftirsóttustu plássin í fiskveiðiflotanum. „Þetta þykja mjög góð pláss á þessum uppsjávarskipum. Það er bara þannig,“ segir Víðir Pálsson háseti, sem er að verða fimmtugur en hann byrjaði sextán ára gamall á sjó. Helgi Freyr Ólason háseti.Sigurjón Ólason „Við erum með gott skip og góðan aðbúnað,“ segir Helgi Freyr Ólason, sem er búinn að vera sjómaður í fimmtán ár. „Þetta er það öflugasta á Íslandi, það stærsta,“ segir Guðjón Sveinsson, fyrsti vélstjóri, um fiskiskipið en tveir vélstjórar eru ávallt um borð í hverri ferð. Guðjón Sveinsson, fyrsti vélstjóri.Sigurjón Ólason „Við komum með stærstu farmana, getum komið með 3.200 tonn í einni ferð. Getum verið að punda út á skrúfu tíu þúsund hestöflum, með aðalvél og svo ljósavél inn á líka,“ segir vélstjórinn. Herbert Jónsson yfirstýrimaður.Sigurjón Ólason „Það eru allir rosagóðir vinir hérna. Það skiptir ekki máli hvað gengur á hérna. Það er alltaf sama stemmningin, sko. Þeir eru kátir hérna,“ segir Herbert Jónsson yfirstýrimaður. Hér má sjá sex mínútna myndskeið úr þættinum: Um land allt Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34 Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00 Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
„Þetta eru alltaf sömu karlarnir, í tíu-tuttugu ár. Það hættir enginn,“ segir Sturla Þórðarson skipstjóri í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar er fylgst með loðnuveiðum þar sem skipin eru í mokfiskeríi í norðanverðum Faxaflóa á síðustu dögum vertíðarinnar. Víðir Pálsson háseti.Sigurjón Ólason Tveir eru um hvert pláss. Sjómennirnir vinna í skiptikerfi, vinna bara hálft árið, en hafa samt góðar tekjur. Þetta eru raunar einhver eftirsóttustu plássin í fiskveiðiflotanum. „Þetta þykja mjög góð pláss á þessum uppsjávarskipum. Það er bara þannig,“ segir Víðir Pálsson háseti, sem er að verða fimmtugur en hann byrjaði sextán ára gamall á sjó. Helgi Freyr Ólason háseti.Sigurjón Ólason „Við erum með gott skip og góðan aðbúnað,“ segir Helgi Freyr Ólason, sem er búinn að vera sjómaður í fimmtán ár. „Þetta er það öflugasta á Íslandi, það stærsta,“ segir Guðjón Sveinsson, fyrsti vélstjóri, um fiskiskipið en tveir vélstjórar eru ávallt um borð í hverri ferð. Guðjón Sveinsson, fyrsti vélstjóri.Sigurjón Ólason „Við komum með stærstu farmana, getum komið með 3.200 tonn í einni ferð. Getum verið að punda út á skrúfu tíu þúsund hestöflum, með aðalvél og svo ljósavél inn á líka,“ segir vélstjórinn. Herbert Jónsson yfirstýrimaður.Sigurjón Ólason „Það eru allir rosagóðir vinir hérna. Það skiptir ekki máli hvað gengur á hérna. Það er alltaf sama stemmningin, sko. Þeir eru kátir hérna,“ segir Herbert Jónsson yfirstýrimaður. Hér má sjá sex mínútna myndskeið úr þættinum:
Um land allt Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34 Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00 Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34
Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00
Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00