„Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu mennirnir Anton Ingi Leifsson skrifar 3. apríl 2021 08:00 Ivan í leik gegn ÍR fyrr í vetur. Leik sem Þórsarar töpuðu naumlega en þeir hafa komið öllum í opna skjöldu með frábæru gengi sínu. vísir/vilhelm Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti. Liðin í sjötta sæti Domino´s deildarinnar, Þór, er lið sem flestir héldu að yrði að berjast mun neðar í töflunni en eru þess í stað í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppni. Einn þeirra sem hefur farið á kostum er Ivan Aurrecoechea Alcolado. „Ivan er búinn að vera sturlað góður. Það sem hann er að gefa til liðsins, burt séð frá tölunum, hvað varðar vinnusemi og dugnað. Þetta er þvílíkur gullmoli. Hann er einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Hann er svo ofboðslega duglegur og svoleiðis leikmenn eru gulls ígildi í okkar deild. Þegar að það blandast við einhverjir smá hæfileikar líka þá ertu kominn með frábæran leikmann. Hann er mikið í leiknum, hleypur fram og til baka og ég veit ekki hversu oft í vetur að hann sé kominn með tvöfalda tvennu í hálfleik,“ bætti Teitur Örlygsson við. Bjarki Ármann Oddsson tók við Þórsliðinu í byrjun tímabilsins og Teitur segir að orka Bjarka skili sér út í liðið. „Þetta skiptir Bjarka miklu máli og þetta smitast út í leikmenn. Hann er með þessa karakter í Ivan og Basil. Ég hef oft sagt það að þegar bestu leikmennirnir berjast mest þá er það draumur fyrir þjálfara. Því aðrir leikmenn líta út eins og bjánar á vellinum ef þú fylgir ekki með og þá finnurðu það strax.“ „Það er „beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu leikmennirnir,“ sagði Benedikt. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Þór Ak. og Grindavík Grindavík er í fimmta sæti deildarinnar og þetta sagði Teitur um Grindavík: „Þeir fóru algjörlega „under the radar“ með hálf lamað í byrjun og ég held að þeir hafa verið heppnir hvernig leikirnir röðuðust. Þeir unnu fullt af sigrum og unnu fjóra fyrstu leikina.“ „Þeir eru dálítið búnir að lifa á því en svo erum við búnir að sjá tvær hliðar á Grindavík. Sú versta var í fyrsta leikhluta í síðasta leik en svo hafa þeir líka leikið virkilega vel. Mér finnst þetta frábært að vera í fimmta sæti í þessari deild.“ Benedikt veit ekki hvort að þeir séu hins vegar fimmta besta lið deildarinnar, þrátt fyrir töfluna, sem er sögð aldrei ljúga. „Þetta er frábær árangur hjá þeim en eru þeir fimmta besta liðið? Ég veit það ekki. Ég held ekki.“ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Þór Akureyri Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Liðin í sjötta sæti Domino´s deildarinnar, Þór, er lið sem flestir héldu að yrði að berjast mun neðar í töflunni en eru þess í stað í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppni. Einn þeirra sem hefur farið á kostum er Ivan Aurrecoechea Alcolado. „Ivan er búinn að vera sturlað góður. Það sem hann er að gefa til liðsins, burt séð frá tölunum, hvað varðar vinnusemi og dugnað. Þetta er þvílíkur gullmoli. Hann er einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Hann er svo ofboðslega duglegur og svoleiðis leikmenn eru gulls ígildi í okkar deild. Þegar að það blandast við einhverjir smá hæfileikar líka þá ertu kominn með frábæran leikmann. Hann er mikið í leiknum, hleypur fram og til baka og ég veit ekki hversu oft í vetur að hann sé kominn með tvöfalda tvennu í hálfleik,“ bætti Teitur Örlygsson við. Bjarki Ármann Oddsson tók við Þórsliðinu í byrjun tímabilsins og Teitur segir að orka Bjarka skili sér út í liðið. „Þetta skiptir Bjarka miklu máli og þetta smitast út í leikmenn. Hann er með þessa karakter í Ivan og Basil. Ég hef oft sagt það að þegar bestu leikmennirnir berjast mest þá er það draumur fyrir þjálfara. Því aðrir leikmenn líta út eins og bjánar á vellinum ef þú fylgir ekki með og þá finnurðu það strax.“ „Það er „beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu leikmennirnir,“ sagði Benedikt. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Þór Ak. og Grindavík Grindavík er í fimmta sæti deildarinnar og þetta sagði Teitur um Grindavík: „Þeir fóru algjörlega „under the radar“ með hálf lamað í byrjun og ég held að þeir hafa verið heppnir hvernig leikirnir röðuðust. Þeir unnu fullt af sigrum og unnu fjóra fyrstu leikina.“ „Þeir eru dálítið búnir að lifa á því en svo erum við búnir að sjá tvær hliðar á Grindavík. Sú versta var í fyrsta leikhluta í síðasta leik en svo hafa þeir líka leikið virkilega vel. Mér finnst þetta frábært að vera í fimmta sæti í þessari deild.“ Benedikt veit ekki hvort að þeir séu hins vegar fimmta besta lið deildarinnar, þrátt fyrir töfluna, sem er sögð aldrei ljúga. „Þetta er frábær árangur hjá þeim en eru þeir fimmta besta liðið? Ég veit það ekki. Ég held ekki.“ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Þór Akureyri Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira