Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2021 19:00 Valgerður kvartar ekki undan dvölinni á sóttvarnahótelinu, né yfir að þurfa að dvelja á öðru sóttvarnahóteli í Noregi eftir tíu daga. Hún hefði þó viljað mega fara út í göngutúr. Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. Hundrað sextíu og fimm manns dvelja nú á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík, eftir að reglugerð um að allir farþegar sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum þurfi að fara þangað, tók gildi. Valgerður Pálsdóttir kom hingað frá Gardermoen í Ósló með millilendingu á Kastrúp í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Hún átti að koma til landsins 31. mars, degi áður en reglurnar tóku gildi, en fékk ekki PCR próf í tæka tíð. „Ég var að vona að ég fengi að fara í íbúðina mína í Hafnarfirði og er bara að ganga frá henni núna, er búin að selja, og ætlaði að verja þessum fimm dögum í það í sóttkvínni, en svona er þetta bara,” segir Valgerður. Hún segist sýna reglunum fullan skilning en segir það miður að fáir einstaklingar hafi þurft að eyðileggja fyrir með því að virða ekki sóttkví. „Ég er í sjálfu sér alveg búin að sætta mig við þetta. En málið er að þegar ég kom þá fékk ég að vita að við fengjum ekkert að fara út úr herberginu. Og mér brá við það, ég viðurkenni það. Ég sá fyrir mér að ég gæti farið út og gengið hérna með fram sjónum í kannski hálftíma á dag,” segir Valgerður, en upphaflega átti að leyfa fólki að fara út í að hámarki 30 mínútur á dag. „Það er vissulega svolítið hart að mega ekki fara út,” segir hún. Valgerður segist hafa það fínt, starfsfólkið sé indælt og fjölskylda og vinir passi að hún hafi nóg fyrir stafni. „Ég auðvitað geri mér grein fyrir því að það þarf að taka hart á hlutunum. Og það væsir svo sem ekkert um mig hér. Ég á mjög góða fjölskyldu og vini sem eru að bera í mig mat, bækur og annað og aðbúnaður er bara fínn. En ég finn til með þeim sem eru hérna með born og þurfa að vera hér innilokuð í fimm sólarhringa.” Sjálf ætlar hún að reyna að nýta daginn eins og kostur er. „Verður maður ekki að reyna að fara á fætur, klæða sig og gera einhverjar æfingar. Ég er að fá mjög spennandi bækur, er með sjónvarp, netið og öll tæki og tól. Síminn hringir mikið og það verður þannig næstu dagana. Ég kvarta ekki.” Sóttkvínni er þó ekki lokið hjá Valgerði, því þegar hún fer aftur heim til Noregs eftir tíu daga, tekur við önnur dvöl á sóttkvíarhóteli. „Ég má búast við tíu dögum á sóttkvíarhóteli þar. En maður leikur sér ekkert að því að fara í svona ferðalag. Þetta er af nauðsyn.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Hundrað sextíu og fimm manns dvelja nú á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík, eftir að reglugerð um að allir farþegar sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum þurfi að fara þangað, tók gildi. Valgerður Pálsdóttir kom hingað frá Gardermoen í Ósló með millilendingu á Kastrúp í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Hún átti að koma til landsins 31. mars, degi áður en reglurnar tóku gildi, en fékk ekki PCR próf í tæka tíð. „Ég var að vona að ég fengi að fara í íbúðina mína í Hafnarfirði og er bara að ganga frá henni núna, er búin að selja, og ætlaði að verja þessum fimm dögum í það í sóttkvínni, en svona er þetta bara,” segir Valgerður. Hún segist sýna reglunum fullan skilning en segir það miður að fáir einstaklingar hafi þurft að eyðileggja fyrir með því að virða ekki sóttkví. „Ég er í sjálfu sér alveg búin að sætta mig við þetta. En málið er að þegar ég kom þá fékk ég að vita að við fengjum ekkert að fara út úr herberginu. Og mér brá við það, ég viðurkenni það. Ég sá fyrir mér að ég gæti farið út og gengið hérna með fram sjónum í kannski hálftíma á dag,” segir Valgerður, en upphaflega átti að leyfa fólki að fara út í að hámarki 30 mínútur á dag. „Það er vissulega svolítið hart að mega ekki fara út,” segir hún. Valgerður segist hafa það fínt, starfsfólkið sé indælt og fjölskylda og vinir passi að hún hafi nóg fyrir stafni. „Ég auðvitað geri mér grein fyrir því að það þarf að taka hart á hlutunum. Og það væsir svo sem ekkert um mig hér. Ég á mjög góða fjölskyldu og vini sem eru að bera í mig mat, bækur og annað og aðbúnaður er bara fínn. En ég finn til með þeim sem eru hérna með born og þurfa að vera hér innilokuð í fimm sólarhringa.” Sjálf ætlar hún að reyna að nýta daginn eins og kostur er. „Verður maður ekki að reyna að fara á fætur, klæða sig og gera einhverjar æfingar. Ég er að fá mjög spennandi bækur, er með sjónvarp, netið og öll tæki og tól. Síminn hringir mikið og það verður þannig næstu dagana. Ég kvarta ekki.” Sóttkvínni er þó ekki lokið hjá Valgerði, því þegar hún fer aftur heim til Noregs eftir tíu daga, tekur við önnur dvöl á sóttkvíarhóteli. „Ég má búast við tíu dögum á sóttkvíarhóteli þar. En maður leikur sér ekkert að því að fara í svona ferðalag. Þetta er af nauðsyn.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira