Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Eiður Þór Árnason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 3. apríl 2021 23:06 Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður fer með mál konunnar. Vísir Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. Efasemdir hafa verið uppi um lögmæti reglugerðar um skyldusóttkví á sóttkvíarhóteli og hafa þrjár kærur borist dómstólum þar sem farið er fram á að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Í lögum segir að sóttvarnalæknir þurfi að bregðast við slíkum málum svo fljótt sem verða megi með því að setja fram skriflega kröfu um staðfestingu á gildi ákvörðunarinnar. Hann undirbýr nú kröfugerð sem hann mun leggja fyrir Héraðsdóms Reykjavíkur vegna kæranna. Jón Magnússon, lögmaður konunnar, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé næg lagastoð fyrir því skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli hafi það önnur úrræði. Konan fór erlendis ásamt þrettán ára dóttur sinni til að vera viðstödd jarðarför og dvelja þær nú saman í herbergi á hótelinu. Jón segir mæðgurnar hafa fulla möguleika á því að vera í sóttkví á heimili sínu og virða þar þær reglur sem gilda um sóttkví. Reglugerðin byggi á veikri lagastoð Reglugerðin sem um ræðir tók gildi á fimmtudag. Er þar kveðið á um að fólk sem komi frá eða hafi dvalið á svæði sem skilgreint er dökkrautt eða grátt samkvæmt Sóttvarnastofnun Evrópu, eigi að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttkvíarhúsi eftir komuna til landsins. Fram að því gátu einstaklingar verið í skimunarsóttkví í eigin húsnæði. Jón segir að samkvæmt sóttvarnalögum sé stjórnvöldum einungis heimilt að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli ef það geti ekki verið heima hjá sér. Þar vísar hann til eftirfarandi skilgreiningar á sóttvarnahúsi: „Staður þar sem einstaklingur, sem ekki á samastað á Íslandi eða getur af öðrum sökum ekki eða vill ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum, getur verið í sóttkví eða einangrun vegna gruns um að hann sé smitaður af farsótt eða ef staðfest er að svo sé.“ Jón telur að reglugerðin stangist á við þessa skilgreiningu og bendir á að ákvæðinu hafi verið bætt við lagafrumvarpið í meðförum Alþingis. Því sé um að ræða „sérstaka vörn fyrir þá aðila sem óska eftir því að fá að vera heima hjá sér.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið í kvöld að ráðuneytið telji reglugerðina byggja á traustum lagagrunni og að ekki væri ástæða til að endurskoða hana að svo stöddu. Klárlega um nauðungarvistun að ræða Er hægt að tala um þetta sem nauðungarvistun ? „Já, í fyrsta lagi þarf fólk sem kemur til landsins að fara í sýnatöku og síðan á viðkomandi engan annan kost en að vera keyrður í rútu og vera á þessum stað. Það má ekki fara út af þessum stað svo það liggur alveg ljóst fyrir að þarna eru um nauðungarvistun að ræða,“ segir Jón. Þar breyti engu hvort fólk hafi verið upplýst um þessa tilhögun áður en það lagði af stað til landsins. Samkvæmt sóttvarnalögum er það sóttvarnalæknis eða fulltrúa landlæknis að bera lögmæti frelsissviptingar í sóttvarnaskyni undir dóm en ekki einstaklings sem er ósáttur við þá tilhögun. Jón gagnrýnir mjög seinagang embættisins og vísar til þess að sóttvarnalæknir þurfi að bregðst við slíkum málum svo fljótt sem verða megi. Þá þykir honum ámælisvert að farþegar séu ekki upplýstir um málskotsrétt sinn áður en þeir eru fluttir á sóttkvíarhótelið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Tengdar fréttir Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. 3. apríl 2021 19:00 Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. 3. apríl 2021 15:48 Liðstjórinn lætur fara vel um sig á sóttkvíarhóteli með skyrbúst og enska boltann Liðstjóri U21 karlalandsliðsins í knattspyrnu er meðal þeirra sem gistir á sóttkvíarhótelinu um páskanna. Hann heldur úti stuttri dagbók um veru sína á Facebook og ætlar að njóta Enska boltans í dag. 3. apríl 2021 14:21 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Efasemdir hafa verið uppi um lögmæti reglugerðar um skyldusóttkví á sóttkvíarhóteli og hafa þrjár kærur borist dómstólum þar sem farið er fram á að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Í lögum segir að sóttvarnalæknir þurfi að bregðast við slíkum málum svo fljótt sem verða megi með því að setja fram skriflega kröfu um staðfestingu á gildi ákvörðunarinnar. Hann undirbýr nú kröfugerð sem hann mun leggja fyrir Héraðsdóms Reykjavíkur vegna kæranna. Jón Magnússon, lögmaður konunnar, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé næg lagastoð fyrir því skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli hafi það önnur úrræði. Konan fór erlendis ásamt þrettán ára dóttur sinni til að vera viðstödd jarðarför og dvelja þær nú saman í herbergi á hótelinu. Jón segir mæðgurnar hafa fulla möguleika á því að vera í sóttkví á heimili sínu og virða þar þær reglur sem gilda um sóttkví. Reglugerðin byggi á veikri lagastoð Reglugerðin sem um ræðir tók gildi á fimmtudag. Er þar kveðið á um að fólk sem komi frá eða hafi dvalið á svæði sem skilgreint er dökkrautt eða grátt samkvæmt Sóttvarnastofnun Evrópu, eigi að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttkvíarhúsi eftir komuna til landsins. Fram að því gátu einstaklingar verið í skimunarsóttkví í eigin húsnæði. Jón segir að samkvæmt sóttvarnalögum sé stjórnvöldum einungis heimilt að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli ef það geti ekki verið heima hjá sér. Þar vísar hann til eftirfarandi skilgreiningar á sóttvarnahúsi: „Staður þar sem einstaklingur, sem ekki á samastað á Íslandi eða getur af öðrum sökum ekki eða vill ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum, getur verið í sóttkví eða einangrun vegna gruns um að hann sé smitaður af farsótt eða ef staðfest er að svo sé.“ Jón telur að reglugerðin stangist á við þessa skilgreiningu og bendir á að ákvæðinu hafi verið bætt við lagafrumvarpið í meðförum Alþingis. Því sé um að ræða „sérstaka vörn fyrir þá aðila sem óska eftir því að fá að vera heima hjá sér.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið í kvöld að ráðuneytið telji reglugerðina byggja á traustum lagagrunni og að ekki væri ástæða til að endurskoða hana að svo stöddu. Klárlega um nauðungarvistun að ræða Er hægt að tala um þetta sem nauðungarvistun ? „Já, í fyrsta lagi þarf fólk sem kemur til landsins að fara í sýnatöku og síðan á viðkomandi engan annan kost en að vera keyrður í rútu og vera á þessum stað. Það má ekki fara út af þessum stað svo það liggur alveg ljóst fyrir að þarna eru um nauðungarvistun að ræða,“ segir Jón. Þar breyti engu hvort fólk hafi verið upplýst um þessa tilhögun áður en það lagði af stað til landsins. Samkvæmt sóttvarnalögum er það sóttvarnalæknis eða fulltrúa landlæknis að bera lögmæti frelsissviptingar í sóttvarnaskyni undir dóm en ekki einstaklings sem er ósáttur við þá tilhögun. Jón gagnrýnir mjög seinagang embættisins og vísar til þess að sóttvarnalæknir þurfi að bregðst við slíkum málum svo fljótt sem verða megi. Þá þykir honum ámælisvert að farþegar séu ekki upplýstir um málskotsrétt sinn áður en þeir eru fluttir á sóttkvíarhótelið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Tengdar fréttir Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. 3. apríl 2021 19:00 Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. 3. apríl 2021 15:48 Liðstjórinn lætur fara vel um sig á sóttkvíarhóteli með skyrbúst og enska boltann Liðstjóri U21 karlalandsliðsins í knattspyrnu er meðal þeirra sem gistir á sóttkvíarhótelinu um páskanna. Hann heldur úti stuttri dagbók um veru sína á Facebook og ætlar að njóta Enska boltans í dag. 3. apríl 2021 14:21 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. 3. apríl 2021 19:00
Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. 3. apríl 2021 15:48
Liðstjórinn lætur fara vel um sig á sóttkvíarhóteli með skyrbúst og enska boltann Liðstjóri U21 karlalandsliðsins í knattspyrnu er meðal þeirra sem gistir á sóttkvíarhótelinu um páskanna. Hann heldur úti stuttri dagbók um veru sína á Facebook og ætlar að njóta Enska boltans í dag. 3. apríl 2021 14:21