Óvænt gifting á Hvolsvelli tilkynnt í páskaeggi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. apríl 2021 20:04 Brúðhjónin, Svandís og Guðmundur Jón, sem settu upp giftingahringana í dag eftir að tilkynning um giftinguna kom fram í tuttugu og fimm páskaeggjum fjölskyldunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið húllum hæ í húsi á Hvolsvelli í morgun þegar páskaeggin voru opnuð. Ástæðan er sú að þar var miði inn í, sem tilkynnti um óvænta uppákomu, sem fór fram í skjóli nætur. „Nei, þið eruð ekkert búin að gifta ykkur, gerðuð þið það í fyrra,“ sagði Sindri Sigurjónsson þegar hann var nýbúin að opna páskaeggið sitt í morgun og lesa á miðann inn í því. Þarna var leyndarmálið upplýst, Svandís og Guðmundur í Njálsgerði 3 á Hvolsvelli eru búin að gifta sig án þess að nokkur vissi af, enda koma það börnum og ættingjum þeirra skemmtilega á óvart þegar páskaeggin voru opnuð. Miðinn, sem var inn í páskaeggjunumMagnús Hlynur Hreiðarsson Þau höfðu reynt að gifta sig ítrekað og boða til athafnar og veislu nokkrum sinnum en hafa alltaf þurft að hætta við vegna heimsfaraldursins. Þau ákváðu því 10. október í haust í skjóli nætur eins og þau segja sjálf, að drífa sig til séra Halldóru J.K. Þorvarðardóttur, prófast í Suðurprófastsdæmi í Fellsmúla í Landsveit til að láta pússa sig saman. Þau ákváðu að halda því leyndu þar til um páskana. Guðmundur fékk það hlutverk að sækja páskaegginn þegar tilkynningin var komin á miða inn í þeim. Þeim va síðan dreift til fjölskyldumeðlima.Aðsend En var það ekki erfitt? „Jú, það er búið að vera mjög erfitt, sérstaklega gagnvart börnunum okkar og öldruðum foreldrum,“ segir Svandís. Hvenær haldið þið að brúðkaupsveislan verði? „Það er stóra spurningin, hún verður kannski í haust þegar börnin okkar koma frá Svíþjóð, elsti sonur minn býr þar. En svo verðum við bæði fimmtíu ára á næsta ári, kannski höldum við almennilegt 100 ára afmæli þá og brúðkaup,“ bætir Svandís við og Guðmundur tekur undir með henni. Svala Ingibjörg, prinsessan á heimilinu hefur verið að æfa sig á píanóið því hún er alveg ákveðin að spila á brúðkaupsveislunni þegar að því kemur. Svala Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem ætlar að spila fallegt lag í brúðkaupsveislunni þegar hún verður haldin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Svandís og Guðmundur settu upp hringana í dag í tilefni af skilaboðunum í páskeggjum til fjölskyldunnar og eru nú búin að innsigla hjónabandið formlega glöð og hamingjusömu með hvort annað, fjölskylduna og lífið sjálft. Brúðhjónin 10. október 2020 með séra Halldóru J.K. Þorvarðadóttur, prófasti.Aðsend Fjallað var um giftinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. Rangárþing eystra Páskar Þjóðkirkjan Ástin og lífið Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Sjá meira
„Nei, þið eruð ekkert búin að gifta ykkur, gerðuð þið það í fyrra,“ sagði Sindri Sigurjónsson þegar hann var nýbúin að opna páskaeggið sitt í morgun og lesa á miðann inn í því. Þarna var leyndarmálið upplýst, Svandís og Guðmundur í Njálsgerði 3 á Hvolsvelli eru búin að gifta sig án þess að nokkur vissi af, enda koma það börnum og ættingjum þeirra skemmtilega á óvart þegar páskaeggin voru opnuð. Miðinn, sem var inn í páskaeggjunumMagnús Hlynur Hreiðarsson Þau höfðu reynt að gifta sig ítrekað og boða til athafnar og veislu nokkrum sinnum en hafa alltaf þurft að hætta við vegna heimsfaraldursins. Þau ákváðu því 10. október í haust í skjóli nætur eins og þau segja sjálf, að drífa sig til séra Halldóru J.K. Þorvarðardóttur, prófast í Suðurprófastsdæmi í Fellsmúla í Landsveit til að láta pússa sig saman. Þau ákváðu að halda því leyndu þar til um páskana. Guðmundur fékk það hlutverk að sækja páskaegginn þegar tilkynningin var komin á miða inn í þeim. Þeim va síðan dreift til fjölskyldumeðlima.Aðsend En var það ekki erfitt? „Jú, það er búið að vera mjög erfitt, sérstaklega gagnvart börnunum okkar og öldruðum foreldrum,“ segir Svandís. Hvenær haldið þið að brúðkaupsveislan verði? „Það er stóra spurningin, hún verður kannski í haust þegar börnin okkar koma frá Svíþjóð, elsti sonur minn býr þar. En svo verðum við bæði fimmtíu ára á næsta ári, kannski höldum við almennilegt 100 ára afmæli þá og brúðkaup,“ bætir Svandís við og Guðmundur tekur undir með henni. Svala Ingibjörg, prinsessan á heimilinu hefur verið að æfa sig á píanóið því hún er alveg ákveðin að spila á brúðkaupsveislunni þegar að því kemur. Svala Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem ætlar að spila fallegt lag í brúðkaupsveislunni þegar hún verður haldin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Svandís og Guðmundur settu upp hringana í dag í tilefni af skilaboðunum í páskeggjum til fjölskyldunnar og eru nú búin að innsigla hjónabandið formlega glöð og hamingjusömu með hvort annað, fjölskylduna og lífið sjálft. Brúðhjónin 10. október 2020 með séra Halldóru J.K. Þorvarðadóttur, prófasti.Aðsend Fjallað var um giftinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Rangárþing eystra Páskar Þjóðkirkjan Ástin og lífið Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Sjá meira