Spænski miðjumaðurinn hefur leikið með Rauðu djöflunum frá 2014 en David Moyes keypti hann þá fyrir 37 milljónir punda.
Hann hefur spilað 267 leiki fyrir félagið og skorað fimmtíu mörk en á þessari leiktíð hefur sá spænski ekki spilað mikið.
Hann spilað 37 leiki á síðustu leiktíð en á þessari leiktíð hafa leikirnir einungis verið tólf, þar af fjórum sinnum í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni.
Hinn 32 ára miðjumaður er þó sagður, samkvæmt Daily Star, vera fá nýjan samning hjá félaginu en United mun virkja klásúlu í samningi hans um eitt ár til viðbótar.
Sögusagnir voru um að Mata myndi fara frítt í sumar en nú eftir nýja samninginn gæti United selt Mata á fimm milljónir punda í stað þess að missa hann frítt.
Mata er talinn afar vel liðinn innan félagsins.
Juan Mata 'set to earn a surprise new 12-month contract at Manchester United' https://t.co/qli3rDbOba
— MailOnline Sport (@MailSport) April 5, 2021