„Hefði átt að hætta um leið og Floyd hætti að berjast á móti“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2021 23:30 Þessi mynd af George Floyd hangir fyrir utan dómshúsið í Minneapolis þar sem réttarhöldin fara fram. AP/Jim Mone Lögreglustjórinn í Minneapolis sagði í vitnastúku í dag að Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem er ákærður fyrir að hafa myrt George Floyd, hafi brotið reglur lögreglunnar um valdbeitingu við handtökuna á Floyd. Medaria Arradondo, lögreglustjóri, sagði að aðferðin sem Chauvin beitti þegar hann hélt Floyd niðri hafi ekki verið í samræmi við þjálfun lögreglumanna og „alls ekki í samræmi við siðferðisleg gildi okkar.“ Chauvin og þrír lögreglumenn til viðbótar voru látnir taka pokann sinn í maí í fyrra eftir að Floyd dó í umsjá þeirra. Floyd dó við handtöku en Chauvin, sem er sá eini sem hefur verið ákærður vegna dauða hans, kraup á hálsi Floyds í níu mínútur þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Floyds sem sagðist ekki geta andað. Dauði Floyd fleytti af stað mótmælabylgju sem teygði anga sína um öll Bandaríkin og víðar. „Það samræmist ekki á nokkurn hátt okkar stefnu“ Dagurinn í dag er sá sjötti sem réttarhöldin yfir Chauvin standa yfir. Talið er að þau geti varið í allt að mánuð en þegar hefur fjöldi fólks vitnað fyrir rétti, þar á meðal bráðaliðarnir sem mættu á vettvang handtökunnar. Arradondo lýsti í dag þjálfuninni sem lögreglumenn hljóta þegar að valdbeitingu við handtöku kemur. „Um leið og Floyd hætti að berjast á móti og sannarlega þegar það sást að hann var þjakaður og reyndi að tjá það, ætti hann að hafa hætt,“ sagði Arradondo og vísaði til valdbeitingu Chauvins. Hann sagði að Chauvin hafi greinilega kropið á hálsi Floyds eftir að hann hætti að berjast á móti og meira að segja eftir að hann hætti að hreyfa sig. „Það samræmist ekki á nokkurn hátt okkar stefnu, er ekki hluti af þjálfun hjá okkur og er alls ekki í samræmi við siðareglur okkar,“ sagði Arradondo. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. 1. apríl 2021 07:59 Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Medaria Arradondo, lögreglustjóri, sagði að aðferðin sem Chauvin beitti þegar hann hélt Floyd niðri hafi ekki verið í samræmi við þjálfun lögreglumanna og „alls ekki í samræmi við siðferðisleg gildi okkar.“ Chauvin og þrír lögreglumenn til viðbótar voru látnir taka pokann sinn í maí í fyrra eftir að Floyd dó í umsjá þeirra. Floyd dó við handtöku en Chauvin, sem er sá eini sem hefur verið ákærður vegna dauða hans, kraup á hálsi Floyds í níu mínútur þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Floyds sem sagðist ekki geta andað. Dauði Floyd fleytti af stað mótmælabylgju sem teygði anga sína um öll Bandaríkin og víðar. „Það samræmist ekki á nokkurn hátt okkar stefnu“ Dagurinn í dag er sá sjötti sem réttarhöldin yfir Chauvin standa yfir. Talið er að þau geti varið í allt að mánuð en þegar hefur fjöldi fólks vitnað fyrir rétti, þar á meðal bráðaliðarnir sem mættu á vettvang handtökunnar. Arradondo lýsti í dag þjálfuninni sem lögreglumenn hljóta þegar að valdbeitingu við handtöku kemur. „Um leið og Floyd hætti að berjast á móti og sannarlega þegar það sást að hann var þjakaður og reyndi að tjá það, ætti hann að hafa hætt,“ sagði Arradondo og vísaði til valdbeitingu Chauvins. Hann sagði að Chauvin hafi greinilega kropið á hálsi Floyds eftir að hann hætti að berjast á móti og meira að segja eftir að hann hætti að hreyfa sig. „Það samræmist ekki á nokkurn hátt okkar stefnu, er ekki hluti af þjálfun hjá okkur og er alls ekki í samræmi við siðareglur okkar,“ sagði Arradondo.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. 1. apríl 2021 07:59 Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. 1. apríl 2021 07:59
Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55
„Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23