Flestir hinna látnu bjuggu á afskekktum eyjum í Indónesíu, eða um 130 manns og 27 létust á Tímor-Leste, eða Austur-Tímor, að því er segir í frétt Guardian.
Þúsundir eru nú án húsaskjóls á svæðinu að sögn yfirvalda. Björgunarlið er enn að störfum að leita í húsarústum en um sjötíu er enn saknað.
Björgunarstarf hefur hinsvegar gengið erfiðlega sökum rafmagnsleysis auk þess sem vegir eru ófærir víða. Þá er veðrið enn slæmt á svæðinu.
Gríðarlegar rigningar fylgdu fellibylnum Seroja og þær orsökuðu flóð og aurskriður á stórum svæðum.
Um tíu þúsund manns hafast nú við í neyðarskýlum og meira óveður virðist vera í kortunum að sögn veðurfræðinga.