Íslenskur snjallhringur vekur athygli erlendra fjölmiðla Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2021 17:10 Genki tókst að koma fyrir litlum skjá og þremur tökkum á þetta litla tæki. Genki Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Genki hefur sett á markað snjallhringinn Wave for Work sem gerir fólki kleift að stýra forritum á borð við Zoom, Microsoft Teams, PowerPoint og Spotify með einföldum handahreyfingum. Varan hefur þegar vakið athygli erlendis og verið til umfjöllunar hjá stórum tæknimiðlum á borð við Engadget, Fast Company, TechRadar og Apple Insider. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Genki. Þrír takkar eru á hringnum auk skjás sem sýnir upplýsingar á borð við hljóðstyrk eða hvort hljóðnemi sé virkur á fjarfundum. Þá er hægt að sníða hringinn að ólíkum fingrastærðum. Um er að ræða breytta útgáfu af tónlistarhringnum Wave sem Genki setti á markað árið 2018. Tækið gerir tónlistarfólki kleift að stýra hljóði, breyta effektum og senda skipanir með handahreyfingum. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að Wave hafi selst í þúsunda tali um allan heim og tónlistarfólk eins og Daði Freyr, Imogen Heap og Jamie Lidell nýtt hann við sköpun sína. Þá kynnti Genki hringinn Halo sem notaður er til að stýra glærum og kynningum á nýjan máta í fyrra. Fengu hugmyndina þegar faraldurinn skall á „Það hefur lengi blundað í okkur að stækka notkunarsvið hringsins út fyrir tónlist. Þegar við byrjuðum að vinna heiman frá, í upphafi kófsins, nýttum við okkur Wave til að stýra Zoom. Við fundum strax að það gerði lífið einfaldara,“ segir Ólafur Bjarki Bogason, framkvæmdastjóri Genki, í tilkynningu. „Wave for Work byggir á sama notendavæna vélbúnaði og Wave, en við endurhönnuðum virkni hringsins til að stýra forritum sem við notum daglega. Til dæmis er hægt að slökkva á hljóðnema á Zoom, skipta um glæru í PowerPoint eða hækka tónlist á Spotify, hvar sem er innan heimilisins. Það býður upp á aukið frelsi og möguleika sem við höfum aldrei séð áður.“ Wave for Work hefur allt að tíu metra drægni og tengist hugbúnaði sem býður notendum upp á að sérsníða virkni hans. Hringurinn styður hugbúnað á borð við Zoom, Microsoft Teams, PowerPoint, Keynote, Spotify, Photoshop og OBS og fer listi forrita vaxandi. Genki hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar, til að mynda Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019 fyrir Wave-hringinn. Hluthafar í Genki eru Tennin, Davíð Helgason, Jón von Tetzchner og Nordic Web Ventures. Nýsköpun Stafræn þróun Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Genki Instruments hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands Wave eftir Genki Instruments hlaut í gærkvöldi Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019. 15. nóvember 2019 07:40 Kalda töskur, Genki snjallhringurinn og stafrænt strokhljóðfæri á meðal styrkþega Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 18 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 17 milljónum úthlutað en alls bárust 122 umsóknir um 230 milljónir samkvæmt tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands. 15. október 2020 16:31 Tónlist, tækni og hönnun rennur saman í eitt Genki Instruments er íslenskur tónlistartæknisproti sem hefur það að markmiði að gera tækni aðgengilegri og náttúrulegri fyrir tónlistarmenn. Fyrsta varan er tilbúin og er væntanleg á markað snemma í næsta mánuði. 27. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Varan hefur þegar vakið athygli erlendis og verið til umfjöllunar hjá stórum tæknimiðlum á borð við Engadget, Fast Company, TechRadar og Apple Insider. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Genki. Þrír takkar eru á hringnum auk skjás sem sýnir upplýsingar á borð við hljóðstyrk eða hvort hljóðnemi sé virkur á fjarfundum. Þá er hægt að sníða hringinn að ólíkum fingrastærðum. Um er að ræða breytta útgáfu af tónlistarhringnum Wave sem Genki setti á markað árið 2018. Tækið gerir tónlistarfólki kleift að stýra hljóði, breyta effektum og senda skipanir með handahreyfingum. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að Wave hafi selst í þúsunda tali um allan heim og tónlistarfólk eins og Daði Freyr, Imogen Heap og Jamie Lidell nýtt hann við sköpun sína. Þá kynnti Genki hringinn Halo sem notaður er til að stýra glærum og kynningum á nýjan máta í fyrra. Fengu hugmyndina þegar faraldurinn skall á „Það hefur lengi blundað í okkur að stækka notkunarsvið hringsins út fyrir tónlist. Þegar við byrjuðum að vinna heiman frá, í upphafi kófsins, nýttum við okkur Wave til að stýra Zoom. Við fundum strax að það gerði lífið einfaldara,“ segir Ólafur Bjarki Bogason, framkvæmdastjóri Genki, í tilkynningu. „Wave for Work byggir á sama notendavæna vélbúnaði og Wave, en við endurhönnuðum virkni hringsins til að stýra forritum sem við notum daglega. Til dæmis er hægt að slökkva á hljóðnema á Zoom, skipta um glæru í PowerPoint eða hækka tónlist á Spotify, hvar sem er innan heimilisins. Það býður upp á aukið frelsi og möguleika sem við höfum aldrei séð áður.“ Wave for Work hefur allt að tíu metra drægni og tengist hugbúnaði sem býður notendum upp á að sérsníða virkni hans. Hringurinn styður hugbúnað á borð við Zoom, Microsoft Teams, PowerPoint, Keynote, Spotify, Photoshop og OBS og fer listi forrita vaxandi. Genki hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar, til að mynda Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019 fyrir Wave-hringinn. Hluthafar í Genki eru Tennin, Davíð Helgason, Jón von Tetzchner og Nordic Web Ventures.
Nýsköpun Stafræn þróun Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Genki Instruments hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands Wave eftir Genki Instruments hlaut í gærkvöldi Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019. 15. nóvember 2019 07:40 Kalda töskur, Genki snjallhringurinn og stafrænt strokhljóðfæri á meðal styrkþega Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 18 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 17 milljónum úthlutað en alls bárust 122 umsóknir um 230 milljónir samkvæmt tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands. 15. október 2020 16:31 Tónlist, tækni og hönnun rennur saman í eitt Genki Instruments er íslenskur tónlistartæknisproti sem hefur það að markmiði að gera tækni aðgengilegri og náttúrulegri fyrir tónlistarmenn. Fyrsta varan er tilbúin og er væntanleg á markað snemma í næsta mánuði. 27. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Genki Instruments hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands Wave eftir Genki Instruments hlaut í gærkvöldi Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019. 15. nóvember 2019 07:40
Kalda töskur, Genki snjallhringurinn og stafrænt strokhljóðfæri á meðal styrkþega Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 18 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 17 milljónum úthlutað en alls bárust 122 umsóknir um 230 milljónir samkvæmt tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands. 15. október 2020 16:31
Tónlist, tækni og hönnun rennur saman í eitt Genki Instruments er íslenskur tónlistartæknisproti sem hefur það að markmiði að gera tækni aðgengilegri og náttúrulegri fyrir tónlistarmenn. Fyrsta varan er tilbúin og er væntanleg á markað snemma í næsta mánuði. 27. febrúar 2018 08:00