Tugir þúsunda bóluefnaskammta væntanlegir Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2021 17:25 Veruleg aukning verður nú í afhendingu bóluefna gegn kórónuveirunni til Íslands. Vísir/Vilhelm Von er á tæplega 65.300 bóluefnaskömmtum frá fjórum framleiðendum til landsins í þessum mánuði. Mánaðarleg afhending á bóluefni eykst um 160% í þessum mánuði borið saman við fyrstu þrjá mánuði ársins. Í nýjasta yfirliti heilbrigðisráðuneytisins um áætlanir framleiðenda bóluefna gegn kórónuveirunni um vikulega afhendingu kemur fram að auk þeirra fleiri en 65.000 skammta sem eru væntanlegir í þessum mánuði sé von á 117.000 skömmtum af bóluefni Pfizer í maí og júní. Af skömmtunum sem eiga að berast í apríl er meirihlutinn frá Pfizer. Fleiri en 9.300 skammtar eru væntanlegir í hverri viku í þessum mánuði. Síðustu vikuna í apríl eiga einnig hátt í 10.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca að berast. Moderna og Janssen senda smærri skammta. Í lok nýliðins ársfjórðungs hafði Ísland fengið samtals um 75.000 bóluefnaskammta frá því að bólusetningar gegn COVID-19 hófust hér á landi 29. desember, eða að meðaltali tæplega 25.000 skammta á mánuði. Mánaðarleg afhending hefur því aukist um 160% miðað við að í vændum eru tæplega 65.300 skammtar í apríl, að því er segir í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Pfizer er eina fyrirtækið sem hefur staðfest afhendingaráætlun til lengri tíma. Samkvæmt henni eiga 37.000 skammtar að berast til Íslands í þessum mánuði, 54.000 skammtar í maí og 63.000 skammtar í júní. Þessi auknu afköst í afhendingu bóluefnisins er rakin til vaxandi framleiðslugetu fyrirtækisins. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, gerir ráð fyrir að um 130.000 manns verði fullbólusettir fyrir lok júní. Á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins í dag sagði hann að um 15.000 manns yrðu bólusettir í vikunni. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gera ráð fyrir að geta fullbólusett 130 þúsund fyrir júnílok miðað við áætlun Pfizer Bólusetningar gegn Covid-19 ganga vel, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlæknis, og verða 15 þúsund manns bólusettir í þessari viku. Vegna aukinnar framleiðslugetu Pfizer gera yfirvöld nú ráð fyrir að fullbólusetja 130 þúsund manns fyrir júnílok. 6. apríl 2021 12:04 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Í nýjasta yfirliti heilbrigðisráðuneytisins um áætlanir framleiðenda bóluefna gegn kórónuveirunni um vikulega afhendingu kemur fram að auk þeirra fleiri en 65.000 skammta sem eru væntanlegir í þessum mánuði sé von á 117.000 skömmtum af bóluefni Pfizer í maí og júní. Af skömmtunum sem eiga að berast í apríl er meirihlutinn frá Pfizer. Fleiri en 9.300 skammtar eru væntanlegir í hverri viku í þessum mánuði. Síðustu vikuna í apríl eiga einnig hátt í 10.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca að berast. Moderna og Janssen senda smærri skammta. Í lok nýliðins ársfjórðungs hafði Ísland fengið samtals um 75.000 bóluefnaskammta frá því að bólusetningar gegn COVID-19 hófust hér á landi 29. desember, eða að meðaltali tæplega 25.000 skammta á mánuði. Mánaðarleg afhending hefur því aukist um 160% miðað við að í vændum eru tæplega 65.300 skammtar í apríl, að því er segir í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Pfizer er eina fyrirtækið sem hefur staðfest afhendingaráætlun til lengri tíma. Samkvæmt henni eiga 37.000 skammtar að berast til Íslands í þessum mánuði, 54.000 skammtar í maí og 63.000 skammtar í júní. Þessi auknu afköst í afhendingu bóluefnisins er rakin til vaxandi framleiðslugetu fyrirtækisins. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, gerir ráð fyrir að um 130.000 manns verði fullbólusettir fyrir lok júní. Á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins í dag sagði hann að um 15.000 manns yrðu bólusettir í vikunni.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gera ráð fyrir að geta fullbólusett 130 þúsund fyrir júnílok miðað við áætlun Pfizer Bólusetningar gegn Covid-19 ganga vel, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlæknis, og verða 15 þúsund manns bólusettir í þessari viku. Vegna aukinnar framleiðslugetu Pfizer gera yfirvöld nú ráð fyrir að fullbólusetja 130 þúsund manns fyrir júnílok. 6. apríl 2021 12:04 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Gera ráð fyrir að geta fullbólusett 130 þúsund fyrir júnílok miðað við áætlun Pfizer Bólusetningar gegn Covid-19 ganga vel, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlæknis, og verða 15 þúsund manns bólusettir í þessari viku. Vegna aukinnar framleiðslugetu Pfizer gera yfirvöld nú ráð fyrir að fullbólusetja 130 þúsund manns fyrir júnílok. 6. apríl 2021 12:04