Á annað hundrað manns yfirgefa sóttkvíarhótelið Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 6. apríl 2021 19:04 Farþegar mæta á Fosshótelið við Þórunnartún. Stöð 2/Egill Um 120 manns sem hafa fengið niðurstöður úr seinni sýnatöku yfirgefa sóttkvíarhótelið í Reykjavík í dag og í kvöld. Manneskja sem fór í skimun vegna einkenna sem komu fram á hótelinu greindist með kórónuveirusmit en fékk að fara heim til sín í einangrun. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, sagði töluverða hreyfingu á gestum á Fosshóteli í Reykjavík, sem hefur verið notað sem sóttkvíarhótel síðustu daga, þar sem stór hluti þeirra sem komu fyrsta daginn sem það opnaði fái niðurstöðu úr seinni skimun í dag. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Tveir gestir greindust smitaðir af kórónuveirunni í fyrri sýnatöku. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Gylfi Þór að einn gestur hefði farið í sýnatöku vegna einkenna og reynst smitaður. Sá hafi fengið að fara heim til sín þar sem hann gat „rúttað til“ heima hjá sér og fengið aðra heimilismenn til að fara að heiman á meðan. Hinir tveir sem greindust smitaðir á hótelinu voru fluttir í farsóttarhús. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ólögmætt væri að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhótelinu ef það gat sýnt fram á að það hefði aðstöðu heima hjá sér til að virða sóttkví. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar. Gylfi Þór sagði að gestir sem hefðu ákveðið að vera um kyrrt á hótelinu væru ánægðir með vistina. Engin vandamál hafi komið upp með þá erlendu ferðamenn sem dvelja á sóttkvíarhótelinu, að sögn Gylfa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36 Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23 Úrskurðurinn kærður til Landsréttar Úrskurður héraðsdóms frá því í tengslum við sóttvarnarhús verður kærður til Landsréttar. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi rétt í þessu. Fimmtán völdu að yfirgefa sóttvarnahús eftir að úrskurðurinn lá fyrir í gær, af um 250. 6. apríl 2021 11:15 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, sagði töluverða hreyfingu á gestum á Fosshóteli í Reykjavík, sem hefur verið notað sem sóttkvíarhótel síðustu daga, þar sem stór hluti þeirra sem komu fyrsta daginn sem það opnaði fái niðurstöðu úr seinni skimun í dag. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Tveir gestir greindust smitaðir af kórónuveirunni í fyrri sýnatöku. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Gylfi Þór að einn gestur hefði farið í sýnatöku vegna einkenna og reynst smitaður. Sá hafi fengið að fara heim til sín þar sem hann gat „rúttað til“ heima hjá sér og fengið aðra heimilismenn til að fara að heiman á meðan. Hinir tveir sem greindust smitaðir á hótelinu voru fluttir í farsóttarhús. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ólögmætt væri að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhótelinu ef það gat sýnt fram á að það hefði aðstöðu heima hjá sér til að virða sóttkví. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar. Gylfi Þór sagði að gestir sem hefðu ákveðið að vera um kyrrt á hótelinu væru ánægðir með vistina. Engin vandamál hafi komið upp með þá erlendu ferðamenn sem dvelja á sóttkvíarhótelinu, að sögn Gylfa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36 Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23 Úrskurðurinn kærður til Landsréttar Úrskurður héraðsdóms frá því í tengslum við sóttvarnarhús verður kærður til Landsréttar. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi rétt í þessu. Fimmtán völdu að yfirgefa sóttvarnahús eftir að úrskurðurinn lá fyrir í gær, af um 250. 6. apríl 2021 11:15 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira
Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36
Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23
Úrskurðurinn kærður til Landsréttar Úrskurður héraðsdóms frá því í tengslum við sóttvarnarhús verður kærður til Landsréttar. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi rétt í þessu. Fimmtán völdu að yfirgefa sóttvarnahús eftir að úrskurðurinn lá fyrir í gær, af um 250. 6. apríl 2021 11:15