Spennt að sjá hvað Sveindís Jane hefur fram að færa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2021 07:00 Það er búist við miklu af Sveindísi Jane í Svíþjóð. vísir/vilhelm Það styttist í að sænska úrvalsdeildin í knattspyrnu fari af stað og það er ljóst að sparkspekingar þar í landi geta vart beðið eftir að sjá Sveindísi Jane Jónsdóttur spila sinn fyrsta leik í deildinni. Sveindís Jane samdi við þýska stórliðið Wolfsburg að loknu síðasta tímabili en verður á láni hjá Kristianstad á þessari leiktíð. Hanna Marklund lék á sínum tíma 118 leiki fyrir sænska landsliðið, í dag starfar hún meðal annars sérfræðingur fótboltamiðilsins Fotbollskanalen. Hún spáir Kristianstad 3. sæti – líkt og í fyrra – og býst í raun við mjög svipuðu liði og þá. Hún býst við miklu frá Sveindísi á komandi leiktíð. Marklunds allsvenska tips - Kristianstad : "Wolfsburg-värvningen är väldigt spännande".https://t.co/GjXR8aSftF pic.twitter.com/iAcaIJWIF9— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) April 6, 2021 „Ég held að Sveindís muni passa einkar vel inn í lið Kristianstad, sérstaklega vegna löngu innkastanna hennar. Sænska landsliðið varð fyrir barðinu á þeim í leik gegn Íslandi á síðasta ári. Þessi 19 ára framherji hefur alla burði til að verða lykilmaður í liði Kristianstad og mun vera í mikilvægu hlutverki hjá liðinu. Marklund segir Kristianstad hins vegar vanta framherja. Nefnir hún sem dæmi að miðjumaðurinn Mia Carlsson hafi meðal annars leikið á miðjunni í æfingaleikjum liðsins. Hver veit nema Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins, komi öllum að óvörum og stilli Sveindísi Jane einfaldlega upp í fremstu víglínu. Marklund nefnir einnig Elísabetu í pistli sínum enda verður þetta tólfta tímabil Betu sem aðalþjálfara liðsins. „Uppgangur liðsins er að miklu leyti henni að þakka. Við höfum talað um hana áður en þegar þú talar um Kristianstad kemstu í raun ekki hjá því að nefna Elísabetu í leiðinni.“ Landsliðsmiðvörðurinn Sif Atladóttir er einnig nefnd en Marklund telur liðið græða mikið á því að fá hana til baka. Sif missti af öllu síðasta tímabili vegna barneigna en er nú klár í slaginn. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Sveindís Jane samdi við þýska stórliðið Wolfsburg að loknu síðasta tímabili en verður á láni hjá Kristianstad á þessari leiktíð. Hanna Marklund lék á sínum tíma 118 leiki fyrir sænska landsliðið, í dag starfar hún meðal annars sérfræðingur fótboltamiðilsins Fotbollskanalen. Hún spáir Kristianstad 3. sæti – líkt og í fyrra – og býst í raun við mjög svipuðu liði og þá. Hún býst við miklu frá Sveindísi á komandi leiktíð. Marklunds allsvenska tips - Kristianstad : "Wolfsburg-värvningen är väldigt spännande".https://t.co/GjXR8aSftF pic.twitter.com/iAcaIJWIF9— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) April 6, 2021 „Ég held að Sveindís muni passa einkar vel inn í lið Kristianstad, sérstaklega vegna löngu innkastanna hennar. Sænska landsliðið varð fyrir barðinu á þeim í leik gegn Íslandi á síðasta ári. Þessi 19 ára framherji hefur alla burði til að verða lykilmaður í liði Kristianstad og mun vera í mikilvægu hlutverki hjá liðinu. Marklund segir Kristianstad hins vegar vanta framherja. Nefnir hún sem dæmi að miðjumaðurinn Mia Carlsson hafi meðal annars leikið á miðjunni í æfingaleikjum liðsins. Hver veit nema Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins, komi öllum að óvörum og stilli Sveindísi Jane einfaldlega upp í fremstu víglínu. Marklund nefnir einnig Elísabetu í pistli sínum enda verður þetta tólfta tímabil Betu sem aðalþjálfara liðsins. „Uppgangur liðsins er að miklu leyti henni að þakka. Við höfum talað um hana áður en þegar þú talar um Kristianstad kemstu í raun ekki hjá því að nefna Elísabetu í leiðinni.“ Landsliðsmiðvörðurinn Sif Atladóttir er einnig nefnd en Marklund telur liðið græða mikið á því að fá hana til baka. Sif missti af öllu síðasta tímabili vegna barneigna en er nú klár í slaginn.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira