Ekki á því að loka landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2021 22:49 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi um sóttvarnaráðstafanir fyrir komufarþega sem stjórnvöld voru gerð afturreka með í gær í Kastljósviðtali í kvöld. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segist ekki hafa sannfæringu fyrir því að loka landamærunum þar til tekist hefur að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Breyta þurfi reglugerð um sóttkvíarhótel svo að hún standist lög. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að reglugerð sem skikkar fólk sem kemur til Íslands frá svonefndum áhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til dvalar á sóttkvíarhóteli fram yfir seinni skimun stæðist ekki lög. Í viðtali í Kastljósi í Ríkisútvarpinu í kvöld sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að úrskurðurinn væri vonbrigði. Staðfesti Landsréttur hann kæmi tvennt til greina: að skoða lögin og gera þau skýrari eða fara yfir framkvæmd sóttvarna innan gildandi lagaramma og gera betur. Sóttkvíarhótelinu var meðal annars komið á fót vegna þess að brögð voru að því að fólk sem átti að vera í sóttkví eftir komu til landsins virti hana ekki sem skyldi. Katrín sagði í viðtalinu að hún væri sannfærð um ágæti núverandi fyrirkomulags á landamærunum þar sem ferðalangar þurfa að framvísa neikvæðu PCR-rpófi og gangast undir tvær skimanir. Það hafi komið í veg fyrir mikinn fjölda smita. „Við höfum séð góðar heimtur en því miður eru heimturnar ekki hundrað prósent. Af því að eðli þessarar veiru er það sem það er, af því að hún er svo bráðsmitandi þá þarf ekki sérlega mörg tilfelli til þess að valda töluverðum usla,“ sagði forsætisráðherra. Engu að síður sagðist hún ekki hafa sannfæringu fyrir því að skella í lás á landamærunum verði sóttkvíarhótelið endanlega úrskurðað ólöglegt. Sum ríki, þar á meðal eyríkið Nýja-Sjáland, hafa grípið til slíkra aðgerða til þess að halda veirunni fjarri. Katrín sagði það mun róttækari aðgerð en að skikka ferðalanga sem koma frá svonefndum hárauðum ríkjum á sóttkvíarhótel. „Ég hef ekki haft fyrir því sannfæringu endilega að ganga svo langt,“ sagði forsætisráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36 Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að reglugerð sem skikkar fólk sem kemur til Íslands frá svonefndum áhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til dvalar á sóttkvíarhóteli fram yfir seinni skimun stæðist ekki lög. Í viðtali í Kastljósi í Ríkisútvarpinu í kvöld sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að úrskurðurinn væri vonbrigði. Staðfesti Landsréttur hann kæmi tvennt til greina: að skoða lögin og gera þau skýrari eða fara yfir framkvæmd sóttvarna innan gildandi lagaramma og gera betur. Sóttkvíarhótelinu var meðal annars komið á fót vegna þess að brögð voru að því að fólk sem átti að vera í sóttkví eftir komu til landsins virti hana ekki sem skyldi. Katrín sagði í viðtalinu að hún væri sannfærð um ágæti núverandi fyrirkomulags á landamærunum þar sem ferðalangar þurfa að framvísa neikvæðu PCR-rpófi og gangast undir tvær skimanir. Það hafi komið í veg fyrir mikinn fjölda smita. „Við höfum séð góðar heimtur en því miður eru heimturnar ekki hundrað prósent. Af því að eðli þessarar veiru er það sem það er, af því að hún er svo bráðsmitandi þá þarf ekki sérlega mörg tilfelli til þess að valda töluverðum usla,“ sagði forsætisráðherra. Engu að síður sagðist hún ekki hafa sannfæringu fyrir því að skella í lás á landamærunum verði sóttkvíarhótelið endanlega úrskurðað ólöglegt. Sum ríki, þar á meðal eyríkið Nýja-Sjáland, hafa grípið til slíkra aðgerða til þess að halda veirunni fjarri. Katrín sagði það mun róttækari aðgerð en að skikka ferðalanga sem koma frá svonefndum hárauðum ríkjum á sóttkvíarhótel. „Ég hef ekki haft fyrir því sannfæringu endilega að ganga svo langt,“ sagði forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36 Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36
Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23